Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 29. janúar 2025 16:02 Elli og Örorkuþegar þurfa alltaf að borga til baka ef þau fá meiri bætur en þau eiga rétt á það sama hlýtur að gilda um Stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum, þeim láðist að skrá sig rétt, úr félagasamtökum í stjórnmálaflokk til að eiga rétt á greiðslum, og uppfylli þar með ekki skilyrði til að fá opinberan styrk sem veittur er árlega til stjórnmálasamtaka. Og núna borga þeir til baka, þetta eru þeirra mistök og þeim ber að borga til baka alveg eins og Elli og Örorkuþegum er gert að borga til baka, okkur er gert að skrá allt rétt, það er á okkar ábyrgð annars þurfum við að borga til baka engin miskun. Við þurfum að vera stöðugt að fylgjast með svo við lendum ekki í endurgreiðslum. Hvernig passa ég upp á að fá ekki ofgreitt? Með því að gæta þess að tekjuáætlun mín hjá TR sé alltaf rétt miðað við þær tekjur sem ég fæ, lífeyrissjóður og Fjármagnstekjur þar með. Með því að að vera alltaf rétt skráð, á ég maka, bý ég ein eða þurfti ég innlögn á spítala eða stofnum, dó ég kannski, þetta þurfum við allt að passa upp á að sé rétt skráð svo við fáum ekki bakreikning frá TR en endurútreikningur fer almennt fram í lok maí ár hvert eftir skil á skattframtali. Ábyrgðin er okkar og við erum látin borga til baka alveg sama hvað. Dæmi: Ef þú býr ein(n) færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.715 kr. á mánuði Ef þú býr ekki ein(n), til dæmis ef barnið þitt nær 18 ára aldri þá býrðu ekki lengur einn og færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 332.257 kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 61.458 kr of mikið og þarft að borga til baka. Ef þér tækist að eiga smá inn á reikningnum þínum og fá smá fjármagnstekjur kannski 1.000 kr á mánuði færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.312 kr. kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 403 kr of mikið og þarft að borga til baka. Eða ef þú deyrð í byrjun mánaðar þá þarf að borga til baka frá dánardegi til mánaðarloka, TR borgar fyrir fram. Það er engin miskunn okkur ber að borga til baka það er dregið af bótunum okkar á hverjum mánuði. Fólk sem býr nú þegar við hungurmörk munar um hvern eyri. Það á ekki að gera minni kröfu á æðstu embættismenn landsins eða þá sem sækjast eftir að vera það, Frumvarpið sem um ræðir varð að lögum nr. 109/2021 Flutningsmenn frumvarpsins voru formenn þeirra flokka sem þá áttu sæti á Alþingi árið 2021 (Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn og Píratar ), það ríkti þverpólitísk sátt um þetta frumvarp, 52 greiddu með því atkvæði - hinir ellefu voru fjarverandi. Þetta er ekki "Lítill formgalli" sem er óheppilegur og ekkert mál, og þið vissuð öll um þetta, þið lögðuð þetta til og samþykktuð að lögum. Þann 25. janúar árið 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar árið 2022, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september 2024. Flokkur fólksins er enn skráður sem félagasamtök. Þeir voru á Þingi þegar þetta var samþykkt og vissu af þessu, þeir hafa enga afsökun. BORGIÐ til baka. P.S. ég og fleiri frábiðjum okkur að vera kölluð "fólkið hennar Ingu" eða "skjólstæðingar Ingu" nú eða þá "hópurinn sem Inga stendur fyrir" Hún er ekki fulltrúi allra Elli og Öryrkja, langt frá því, þó margir hafi í örvæntingu fallið fyrir loforði hennar um " 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust" féllu ekki allir fyrir svoleiðis skrauti. Höfundur hefur oft þurft að borga ofgreiddar bætur til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Eldri borgarar Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Elli og Örorkuþegar þurfa alltaf að borga til baka ef þau fá meiri bætur en þau eiga rétt á það sama hlýtur að gilda um Stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum, þeim láðist að skrá sig rétt, úr félagasamtökum í stjórnmálaflokk til að eiga rétt á greiðslum, og uppfylli þar með ekki skilyrði til að fá opinberan styrk sem veittur er árlega til stjórnmálasamtaka. Og núna borga þeir til baka, þetta eru þeirra mistök og þeim ber að borga til baka alveg eins og Elli og Örorkuþegum er gert að borga til baka, okkur er gert að skrá allt rétt, það er á okkar ábyrgð annars þurfum við að borga til baka engin miskun. Við þurfum að vera stöðugt að fylgjast með svo við lendum ekki í endurgreiðslum. Hvernig passa ég upp á að fá ekki ofgreitt? Með því að gæta þess að tekjuáætlun mín hjá TR sé alltaf rétt miðað við þær tekjur sem ég fæ, lífeyrissjóður og Fjármagnstekjur þar með. Með því að að vera alltaf rétt skráð, á ég maka, bý ég ein eða þurfti ég innlögn á spítala eða stofnum, dó ég kannski, þetta þurfum við allt að passa upp á að sé rétt skráð svo við fáum ekki bakreikning frá TR en endurútreikningur fer almennt fram í lok maí ár hvert eftir skil á skattframtali. Ábyrgðin er okkar og við erum látin borga til baka alveg sama hvað. Dæmi: Ef þú býr ein(n) færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.715 kr. á mánuði Ef þú býr ekki ein(n), til dæmis ef barnið þitt nær 18 ára aldri þá býrðu ekki lengur einn og færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 332.257 kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 61.458 kr of mikið og þarft að borga til baka. Ef þér tækist að eiga smá inn á reikningnum þínum og fá smá fjármagnstekjur kannski 1.000 kr á mánuði færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.312 kr. kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 403 kr of mikið og þarft að borga til baka. Eða ef þú deyrð í byrjun mánaðar þá þarf að borga til baka frá dánardegi til mánaðarloka, TR borgar fyrir fram. Það er engin miskunn okkur ber að borga til baka það er dregið af bótunum okkar á hverjum mánuði. Fólk sem býr nú þegar við hungurmörk munar um hvern eyri. Það á ekki að gera minni kröfu á æðstu embættismenn landsins eða þá sem sækjast eftir að vera það, Frumvarpið sem um ræðir varð að lögum nr. 109/2021 Flutningsmenn frumvarpsins voru formenn þeirra flokka sem þá áttu sæti á Alþingi árið 2021 (Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn og Píratar ), það ríkti þverpólitísk sátt um þetta frumvarp, 52 greiddu með því atkvæði - hinir ellefu voru fjarverandi. Þetta er ekki "Lítill formgalli" sem er óheppilegur og ekkert mál, og þið vissuð öll um þetta, þið lögðuð þetta til og samþykktuð að lögum. Þann 25. janúar árið 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar árið 2022, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september 2024. Flokkur fólksins er enn skráður sem félagasamtök. Þeir voru á Þingi þegar þetta var samþykkt og vissu af þessu, þeir hafa enga afsökun. BORGIÐ til baka. P.S. ég og fleiri frábiðjum okkur að vera kölluð "fólkið hennar Ingu" eða "skjólstæðingar Ingu" nú eða þá "hópurinn sem Inga stendur fyrir" Hún er ekki fulltrúi allra Elli og Öryrkja, langt frá því, þó margir hafi í örvæntingu fallið fyrir loforði hennar um " 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust" féllu ekki allir fyrir svoleiðis skrauti. Höfundur hefur oft þurft að borga ofgreiddar bætur til baka.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun