Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar 29. janúar 2025 15:02 Ein af lykiltillögum Félags atvinnurekenda, sem sendar voru inn í hugmyndabanka ríkisstjórnarinnar vegna sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstri, er um umbætur í opinberum innkaupum. Þar má spara háar fjárhæðir fyrir skattgreiðendur. Stórfelldur misbrestur er á því, að mati FA, að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup hvað varðar útboð á kaupum vöru og þjónustu. Það vekur furðu að heimsækja opinberar stofnanir, þar sem bruðl og flottræfilsháttur er ríkjandi og húsgögnin úr dýrustu hönnunarverslunum landsins. Rifja má upp fréttir, unnar upp úr reikningum ríkisins, um að opinberar stofnanir séu dyggustu viðskiptavinir dýrustu kaffiþjónustu landsins þegar langtum ódýrari lausnir af sambærilegum gæðum eru í boði. Sumar stofnanir, jafnvel sjálf ráðuneytin, reyna kerfisbundið að koma sér hjá útboðum með því að skipta innkaupum upp í skammta sem eru undir viðmiðunarfjárhæðum eða beita langsóttum lagalegum skilgreiningum til að láta líta út fyrir að þau falli ekki undir útboðsskyldu. Í sumum tilvikum er þetta gert til að vernda einstök fyrirtæki, sem sitja að tilteknum viðskiptum, bæði einkafyrirtæki og fyrirtæki í eigu hins opinbera. Alltof algengt er að útboðsskilmálar beri það með sér að búið sé að ákveða fyrirfram hvaða vöru eða þjónustu eigi að kaupa og útboðið sé til málamynda. Ekki felur þetta einasta í sér sóun á fé skattgreiðenda, heldur spillir heilbrigðri samkeppni á markaði. Skilvirkt eftirlit með opinberum innkaupum Stóra vandamálið við eftirfylgni með lögunum um opinber innkaup er að ekkert kerfisbundið eftirlit fer fram með því að opinberar stofnanir fari eftir þeim. Kærunefnd útboðsmála er bundin fremur þröngum lagaskilyrðum og fyrirtæki veigra sér oft við að kæra til hennar, bæði vegna kostnaðar og vegna þess að þau vilja ekki koma sér í ónáð hjá opinberum stofnunum. Í öðrum norrænum ríkjum fara samkeppnisyfirvöld gjarnan með eftirlit með opinberum innkaupum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitinu verði falið eftirlitshlutverk á þessu sviði. Mikilvægt er að sérstök skylda hvíli á opinberum aðilum að nýta alltaf ódýrasta kostinn sem völ er á í rammasamningum, eða þá að rökstyðja sérstaklega hvers vegna hann er ekki valinn. Einkafyrirtæki sjái í auknum mæli um útboð Að mati FA er tímaskekkja að innkaupaþjónusta fyrir ríkisstofnanir sé aðallega veitt af öðrum ríkisstofnunum á hálfgerðum einokunarmarkaði. Í 1.mgr. 99. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup er tekið fram að ráðherra skuli stuðla að því að innkaup ríkisins í þágu ríkisstofnana séu gagnsæ, hagkvæm og markviss og að veitt skuli aðstoð og leiðbeiningar um útboð og innkaup eftir því sem þörf krefur. Í 2. gr. reglugerðar nr. 895/2024 er svo sagt að Fjársýsla ríkisins fari með hlutverk miðlægrar innkaupastofnunar á vegum ríkisins, annist innkaup fyrir ríkisstofnanir í A1- og A2-hluta og veiti innkaupaþjónustu í skilningi laga um opinber innkaup. Í öðrum norrænum ríkjum er innkaupaþjónusta fyrir hið opinbera nær undantekningarlaust veitt af lögfræðistofum og ráðgjafafyrirtækjum á frjálsum markaði. Þar veita miðlægar innkaupastofnanir ekki innkaupaþjónustu í samkeppni við aðila á markaði. Fyrir vikið er mikil samkeppni á markaði fyrir innkaupaþjónustu sem leiðir til þess að gæði slíkrar þjónustu eru alla jafna mun meiri en hér á landi. Að mati FA myndi slíkt fyrirkomulag leiða til þess að framkvæmd innkaupa og útboða yrði vandaðri og skilaði sér í hagkvæmari innkaupum. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ein af lykiltillögum Félags atvinnurekenda, sem sendar voru inn í hugmyndabanka ríkisstjórnarinnar vegna sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstri, er um umbætur í opinberum innkaupum. Þar má spara háar fjárhæðir fyrir skattgreiðendur. Stórfelldur misbrestur er á því, að mati FA, að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup hvað varðar útboð á kaupum vöru og þjónustu. Það vekur furðu að heimsækja opinberar stofnanir, þar sem bruðl og flottræfilsháttur er ríkjandi og húsgögnin úr dýrustu hönnunarverslunum landsins. Rifja má upp fréttir, unnar upp úr reikningum ríkisins, um að opinberar stofnanir séu dyggustu viðskiptavinir dýrustu kaffiþjónustu landsins þegar langtum ódýrari lausnir af sambærilegum gæðum eru í boði. Sumar stofnanir, jafnvel sjálf ráðuneytin, reyna kerfisbundið að koma sér hjá útboðum með því að skipta innkaupum upp í skammta sem eru undir viðmiðunarfjárhæðum eða beita langsóttum lagalegum skilgreiningum til að láta líta út fyrir að þau falli ekki undir útboðsskyldu. Í sumum tilvikum er þetta gert til að vernda einstök fyrirtæki, sem sitja að tilteknum viðskiptum, bæði einkafyrirtæki og fyrirtæki í eigu hins opinbera. Alltof algengt er að útboðsskilmálar beri það með sér að búið sé að ákveða fyrirfram hvaða vöru eða þjónustu eigi að kaupa og útboðið sé til málamynda. Ekki felur þetta einasta í sér sóun á fé skattgreiðenda, heldur spillir heilbrigðri samkeppni á markaði. Skilvirkt eftirlit með opinberum innkaupum Stóra vandamálið við eftirfylgni með lögunum um opinber innkaup er að ekkert kerfisbundið eftirlit fer fram með því að opinberar stofnanir fari eftir þeim. Kærunefnd útboðsmála er bundin fremur þröngum lagaskilyrðum og fyrirtæki veigra sér oft við að kæra til hennar, bæði vegna kostnaðar og vegna þess að þau vilja ekki koma sér í ónáð hjá opinberum stofnunum. Í öðrum norrænum ríkjum fara samkeppnisyfirvöld gjarnan með eftirlit með opinberum innkaupum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitinu verði falið eftirlitshlutverk á þessu sviði. Mikilvægt er að sérstök skylda hvíli á opinberum aðilum að nýta alltaf ódýrasta kostinn sem völ er á í rammasamningum, eða þá að rökstyðja sérstaklega hvers vegna hann er ekki valinn. Einkafyrirtæki sjái í auknum mæli um útboð Að mati FA er tímaskekkja að innkaupaþjónusta fyrir ríkisstofnanir sé aðallega veitt af öðrum ríkisstofnunum á hálfgerðum einokunarmarkaði. Í 1.mgr. 99. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup er tekið fram að ráðherra skuli stuðla að því að innkaup ríkisins í þágu ríkisstofnana séu gagnsæ, hagkvæm og markviss og að veitt skuli aðstoð og leiðbeiningar um útboð og innkaup eftir því sem þörf krefur. Í 2. gr. reglugerðar nr. 895/2024 er svo sagt að Fjársýsla ríkisins fari með hlutverk miðlægrar innkaupastofnunar á vegum ríkisins, annist innkaup fyrir ríkisstofnanir í A1- og A2-hluta og veiti innkaupaþjónustu í skilningi laga um opinber innkaup. Í öðrum norrænum ríkjum er innkaupaþjónusta fyrir hið opinbera nær undantekningarlaust veitt af lögfræðistofum og ráðgjafafyrirtækjum á frjálsum markaði. Þar veita miðlægar innkaupastofnanir ekki innkaupaþjónustu í samkeppni við aðila á markaði. Fyrir vikið er mikil samkeppni á markaði fyrir innkaupaþjónustu sem leiðir til þess að gæði slíkrar þjónustu eru alla jafna mun meiri en hér á landi. Að mati FA myndi slíkt fyrirkomulag leiða til þess að framkvæmd innkaupa og útboða yrði vandaðri og skilaði sér í hagkvæmari innkaupum. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun