Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar 28. janúar 2025 12:32 Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum þróast í átt að fjölbreyttara og öflugra samfélagi, þar sem ný verkefni og fyrirtæki hafa skapað verðmæti og bætt lífsgæði íbúa. Vegna þessara verkefna hefur verið hægt að ráðast í milljarða fjárfestingar í innviðum á seinustu árum svo sem fimleikahúsi, byggingu nýrra atvinnu- og íbúðahverfa, leikskóla, félagsþjónustu, leikvöllum og fl. Enn meira er fram undan svo sem nýr miðbær, stækkun á grunnskóla, frekari stækkun hafnarinnar, betri fráveita og lengi má áfram telja. Markmiðið er ætíð að sækja velferð fyrir íbúa á grundvelli verðmætasköpunar. Carbfix Nú stendur samfélagið enn á ný frammi fyrir verkefni sem kann að tryggja enn frekari sókn. Það verkefni var kynnt á vel sóttum íbúafundi í gær. Er þar um að ræða næsta skref í samstarfi við fyrirtækið Carbfix, sem undanfarin 12 ár hefur unnið að einu af stærstu loftslagsverkefnum landsins hér á Hellisheiði í Ölfusi. Verkefnið felst í því að binda koldíoxíð og breyta því í stein með því að dæla því niður í jörðina án skaða fyrir náttúruna. Þannig er vandinn greyptur í stein án vandkvæða. Okkur hér í Ölfusi er vel kunnugt um árangur þessa verkefnis enda hafa ekki komið upp neinir vankantar gagnvart sveitarfélaginu eða náttúrunni í þann rúma áratug sem samstarfið hefur staðið. Nú liggur fyrir sú spurning hvort stækka eigi verkefnið með því að taka á móti koldíoxíði frá fyrirtækjum í Evrópu sem vilja nýta sér íslenskt hugvit til að vinna gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Sveitarfélagið er í einstakri stöðu til að meta slíka möguleika, enda verið virkur þátttakandi í því frá því að það hófst árið 2012. Þeir möguleikar verða metnir með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Efnahagsleg uppbygging og ábyrgð Samhliða þessum jákvæðu þróunartækifærum fylgja eðlilega spurningar og í sumum tilvikum áhyggjur. Þeir sem búa í sveitarfélaginu hafa fullan rétt á að fá ítarlegar upplýsingar um áhrif og ávinning af slíkum verkefnum. Sveitarfélagið hefur því lagt mikla áherslu á gegnsætt og heiðarlegt ferli þar sem íbúar eru upplýstir um allar hliðar mála og fá tækifæri til að koma að umræðunni og hafa á henni skoðun. Til að hefja vinnslu málsins var því haldin íbúafundur í gær þar sem málið var kynnt, spurningum svarað og tekið við ábendingum. Þar var um að ræða fyrsta skrefið og enn hafa engar ákvarðanir verið teknar. Mikilvægi upplýstrar umræðu Aðkoma íbúa að ákvarðanatöku er lykilatriði í verkefnum sem þessum. Með því að tryggja opið samtal og samráð má taka ákvarðanir sem stuðla að farsælli framtíð samfélagsins. Umræða um verkefni eins og stækkun Carbfix snýst ekki eingöngu um tæknileg atriði heldur einnig um siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á fjölmargar spurningar sem vakna í tengslum við verkefnið: Hvaða áhrif mun frekari þróun hafa á umhverfið? Hvernig er tryggt að vatnsból og önnur náttúruverðmæti verði varin? Hefur þetta skaðleg áhrif á aðra starfsemi? Hvað þýðir það fyrir atvinnulífið að taka á móti koldíoxíði frá öðrum löndum? Spurningarnar eru margar og spyrjendur eiga rétt á heiðarlegum svörum, og sveitarfélagið mun tryggja að þær verði ræddar á opnum og upplýstum vettvangi. Það eru íbúar sem skapa samfélagið og tryggja að það dafni. Með sameiginlegu átaki er hægt að nýta þau tækifæri sem felast í verkefnum eins og þessu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, án þess að fórna þeirri einstöku náttúru og lífsgæðum sem gera Ölfus að því sem það er í dag. Að öðrum kosti eiga þau ekki að koma til framkvæmda. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Ölfus Coda Terminal Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum þróast í átt að fjölbreyttara og öflugra samfélagi, þar sem ný verkefni og fyrirtæki hafa skapað verðmæti og bætt lífsgæði íbúa. Vegna þessara verkefna hefur verið hægt að ráðast í milljarða fjárfestingar í innviðum á seinustu árum svo sem fimleikahúsi, byggingu nýrra atvinnu- og íbúðahverfa, leikskóla, félagsþjónustu, leikvöllum og fl. Enn meira er fram undan svo sem nýr miðbær, stækkun á grunnskóla, frekari stækkun hafnarinnar, betri fráveita og lengi má áfram telja. Markmiðið er ætíð að sækja velferð fyrir íbúa á grundvelli verðmætasköpunar. Carbfix Nú stendur samfélagið enn á ný frammi fyrir verkefni sem kann að tryggja enn frekari sókn. Það verkefni var kynnt á vel sóttum íbúafundi í gær. Er þar um að ræða næsta skref í samstarfi við fyrirtækið Carbfix, sem undanfarin 12 ár hefur unnið að einu af stærstu loftslagsverkefnum landsins hér á Hellisheiði í Ölfusi. Verkefnið felst í því að binda koldíoxíð og breyta því í stein með því að dæla því niður í jörðina án skaða fyrir náttúruna. Þannig er vandinn greyptur í stein án vandkvæða. Okkur hér í Ölfusi er vel kunnugt um árangur þessa verkefnis enda hafa ekki komið upp neinir vankantar gagnvart sveitarfélaginu eða náttúrunni í þann rúma áratug sem samstarfið hefur staðið. Nú liggur fyrir sú spurning hvort stækka eigi verkefnið með því að taka á móti koldíoxíði frá fyrirtækjum í Evrópu sem vilja nýta sér íslenskt hugvit til að vinna gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Sveitarfélagið er í einstakri stöðu til að meta slíka möguleika, enda verið virkur þátttakandi í því frá því að það hófst árið 2012. Þeir möguleikar verða metnir með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Efnahagsleg uppbygging og ábyrgð Samhliða þessum jákvæðu þróunartækifærum fylgja eðlilega spurningar og í sumum tilvikum áhyggjur. Þeir sem búa í sveitarfélaginu hafa fullan rétt á að fá ítarlegar upplýsingar um áhrif og ávinning af slíkum verkefnum. Sveitarfélagið hefur því lagt mikla áherslu á gegnsætt og heiðarlegt ferli þar sem íbúar eru upplýstir um allar hliðar mála og fá tækifæri til að koma að umræðunni og hafa á henni skoðun. Til að hefja vinnslu málsins var því haldin íbúafundur í gær þar sem málið var kynnt, spurningum svarað og tekið við ábendingum. Þar var um að ræða fyrsta skrefið og enn hafa engar ákvarðanir verið teknar. Mikilvægi upplýstrar umræðu Aðkoma íbúa að ákvarðanatöku er lykilatriði í verkefnum sem þessum. Með því að tryggja opið samtal og samráð má taka ákvarðanir sem stuðla að farsælli framtíð samfélagsins. Umræða um verkefni eins og stækkun Carbfix snýst ekki eingöngu um tæknileg atriði heldur einnig um siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á fjölmargar spurningar sem vakna í tengslum við verkefnið: Hvaða áhrif mun frekari þróun hafa á umhverfið? Hvernig er tryggt að vatnsból og önnur náttúruverðmæti verði varin? Hefur þetta skaðleg áhrif á aðra starfsemi? Hvað þýðir það fyrir atvinnulífið að taka á móti koldíoxíði frá öðrum löndum? Spurningarnar eru margar og spyrjendur eiga rétt á heiðarlegum svörum, og sveitarfélagið mun tryggja að þær verði ræddar á opnum og upplýstum vettvangi. Það eru íbúar sem skapa samfélagið og tryggja að það dafni. Með sameiginlegu átaki er hægt að nýta þau tækifæri sem felast í verkefnum eins og þessu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, án þess að fórna þeirri einstöku náttúru og lífsgæðum sem gera Ölfus að því sem það er í dag. Að öðrum kosti eiga þau ekki að koma til framkvæmda. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar