„Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2025 21:38 Elliði Snær Viðarsson kallar inn á völlinn í Zagreb í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Þetta er ótrúlega svekkjandi,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið gegn Króatíu á HM í handbolta í kvöld. Hann heldur þó í bjartsýnina og von um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik, 20-12, og átti í raun aldrei séns gegn sterku liði Dags Sigurðssonar. „Markmaðurinn þeirra varði ótrúlega vel. Við öll tækifæri sem við höfðum til að koma aðeins til baka þá varði hann. Við vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik, með of mikið af töpuðum boltum og komumst aldrei almennilega inn í varnarleikinn okkar. Við vorum skrefinu á eftir allan tímann,“ sagði Elliði. Vörn og markvarsla hafði verið aðalsmerki Íslands á mótinu en í kvöld var eitthvað allt annað uppi á teningnum. Af hverju? „Það er erfitt að útskýra. Við náðum ekki upp þessu orkustigi sem við höfum verið með. Það er auðveldasta útskýringin. Mér fannst við vera mjög vel undirbúnir fyrir leik, tilbúnir í þetta, en vorum einhvern veginn skrefinu á eftir.“ Viðtalið við Elliða má sjá hér að neðan. Voru menn orðnir þreyttir? „Við erum jafnþreyttir og þeir. Það eru allir þreyttir þegar líður á stórmót. Ég held að við höfum verið nokkuð ferskir. Við höfum róterað hópnum vel, allir fengið mínútur og við skipt þessu bróðurlega á milli okkar í varnarleiknum. Það er ekki ástæðan fyrir því að töpuðum í dag.“ Staðan er sú að tapið í kvöld gæti orðið það eina hjá Íslandi á mótinu, og liðið samt fallið úr keppni fyrir 8-liða úrslitin. „Þá verður það bara að vera svoleiðis. En við verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú á að, uuuu, ég veit ekki einu sinni hverjir þurfa að vinna, en að úrslitin verði okkur í hag og að við höldum áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel í mótinu.“ Ísland þarf að vinna Argentínu á sunnudag og treysta á að Slóvenía nái í stig gegn Króatíu síðar sama dag. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk slæman skell á móti Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið mátti ekki tapa með fjórum mörkum eða meira en skellurinn var stærri. Sex marka tap kippti íslenska liðinu harkalega niður á jörðina og hálfa leið út úr mótinu. 24. janúar 2025 21:29 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Ísland lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik, 20-12, og átti í raun aldrei séns gegn sterku liði Dags Sigurðssonar. „Markmaðurinn þeirra varði ótrúlega vel. Við öll tækifæri sem við höfðum til að koma aðeins til baka þá varði hann. Við vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik, með of mikið af töpuðum boltum og komumst aldrei almennilega inn í varnarleikinn okkar. Við vorum skrefinu á eftir allan tímann,“ sagði Elliði. Vörn og markvarsla hafði verið aðalsmerki Íslands á mótinu en í kvöld var eitthvað allt annað uppi á teningnum. Af hverju? „Það er erfitt að útskýra. Við náðum ekki upp þessu orkustigi sem við höfum verið með. Það er auðveldasta útskýringin. Mér fannst við vera mjög vel undirbúnir fyrir leik, tilbúnir í þetta, en vorum einhvern veginn skrefinu á eftir.“ Viðtalið við Elliða má sjá hér að neðan. Voru menn orðnir þreyttir? „Við erum jafnþreyttir og þeir. Það eru allir þreyttir þegar líður á stórmót. Ég held að við höfum verið nokkuð ferskir. Við höfum róterað hópnum vel, allir fengið mínútur og við skipt þessu bróðurlega á milli okkar í varnarleiknum. Það er ekki ástæðan fyrir því að töpuðum í dag.“ Staðan er sú að tapið í kvöld gæti orðið það eina hjá Íslandi á mótinu, og liðið samt fallið úr keppni fyrir 8-liða úrslitin. „Þá verður það bara að vera svoleiðis. En við verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú á að, uuuu, ég veit ekki einu sinni hverjir þurfa að vinna, en að úrslitin verði okkur í hag og að við höldum áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel í mótinu.“ Ísland þarf að vinna Argentínu á sunnudag og treysta á að Slóvenía nái í stig gegn Króatíu síðar sama dag.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk slæman skell á móti Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið mátti ekki tapa með fjórum mörkum eða meira en skellurinn var stærri. Sex marka tap kippti íslenska liðinu harkalega niður á jörðina og hálfa leið út úr mótinu. 24. janúar 2025 21:29 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk slæman skell á móti Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið mátti ekki tapa með fjórum mörkum eða meira en skellurinn var stærri. Sex marka tap kippti íslenska liðinu harkalega niður á jörðina og hálfa leið út úr mótinu. 24. janúar 2025 21:29
„Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13