Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2025 18:45 Seif El-Deraa var markahæstur Egypta gegn Slóvenum. getty/Sanjin Strukic Egyptaland jafnaði Ísland að stigum í milliriðli 4 á HM í handbolta karla með sigri á Slóveníu, 26-25, í dag. Þetta voru ekki draumaúrslit fyrir Íslendinga en okkar menn eru samt enn í kjörstöðu og með örlögin í sínum höndum. Vinni Ísland Króatíu í kvöld er liðið komið áfram og sleppur við að mæta Evrópumeisturum Frakklands í átta liða úrslitum. Íslendingum dugir einnig að vinna Argentínumenn til að komast þangað, að því gefnu að þeir tapi ekki með fjögurra marka mun eða meira fyrir Króötum. Þá getur Slóvenía enn rétt Íslandi hjálparhönd með því að taka stig af Króatíu á sunnudaginn. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Egyptar frumkvæðinu gegn Slóvenum með því að skora fjögur mörk í röð og breyta stöðunni úr 5-5 í 9-5. Tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 16-14. Slóvenar voru sjálfum sér verstir í leiknum en þeir gerðu gríðarlega mörg mistök og fóru oft og iðulega illa að ráði sínu í sókninni. Alls tapaði slóvenska liðið boltanum tuttugu sinnum í leiknum. Abdelrahman Abdou kom Egyptum í 26-22 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Það reyndist síðasta mark egypska liðsins í leiknum. Slóvenar skoruðu næstu þrjú mörk og fengu lokasóknina. En þar var dæmd leiktöf á þá og Egyptar fögnuðu sigri. Blaz Janc og Aleks Vlah voru langatkvæðamestir hjá Slóveníu en þeir skoruðu átta og sjö mörk. Seif El-Deraa skoraði sex mörk fyrir Egyptaland og Ahmed Adel og Yahia Omar fimm mörk hvor. Í milliriðli 3 gerði Brasilía sér lítið fyrir og vann Svíþjóð, 24-27. Eftir tapið er ljóst að Svíar komast ekki í átta liða úrslit en Brassar eru hins vegar komnir þangað, öllum að óvörum. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Þetta voru ekki draumaúrslit fyrir Íslendinga en okkar menn eru samt enn í kjörstöðu og með örlögin í sínum höndum. Vinni Ísland Króatíu í kvöld er liðið komið áfram og sleppur við að mæta Evrópumeisturum Frakklands í átta liða úrslitum. Íslendingum dugir einnig að vinna Argentínumenn til að komast þangað, að því gefnu að þeir tapi ekki með fjögurra marka mun eða meira fyrir Króötum. Þá getur Slóvenía enn rétt Íslandi hjálparhönd með því að taka stig af Króatíu á sunnudaginn. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Egyptar frumkvæðinu gegn Slóvenum með því að skora fjögur mörk í röð og breyta stöðunni úr 5-5 í 9-5. Tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 16-14. Slóvenar voru sjálfum sér verstir í leiknum en þeir gerðu gríðarlega mörg mistök og fóru oft og iðulega illa að ráði sínu í sókninni. Alls tapaði slóvenska liðið boltanum tuttugu sinnum í leiknum. Abdelrahman Abdou kom Egyptum í 26-22 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Það reyndist síðasta mark egypska liðsins í leiknum. Slóvenar skoruðu næstu þrjú mörk og fengu lokasóknina. En þar var dæmd leiktöf á þá og Egyptar fögnuðu sigri. Blaz Janc og Aleks Vlah voru langatkvæðamestir hjá Slóveníu en þeir skoruðu átta og sjö mörk. Seif El-Deraa skoraði sex mörk fyrir Egyptaland og Ahmed Adel og Yahia Omar fimm mörk hvor. Í milliriðli 3 gerði Brasilía sér lítið fyrir og vann Svíþjóð, 24-27. Eftir tapið er ljóst að Svíar komast ekki í átta liða úrslit en Brassar eru hins vegar komnir þangað, öllum að óvörum.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira