Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar 24. janúar 2025 14:00 Ýmsir aðilar sjá nú ofsjónum yfir frekjunni í kennarastéttinni. Að þær (við erum jú í miklu meiri hluta konur) skuli voga sér! Sumir virðast alls ekki geta skilið um hvað þessi deila snýst. Umræðan á netinu ber vott um slíka vanþekkingu að maður verður alveg orðlaus. Af hverju orði drýpur fyrirlitningin og djúpstætt hatur fólks á kennarastéttinni. Það er jú þjóðaríþrótt Íslendinga að tala niður kennara og skólastarf og nú er veisla! En í tilraun til að setja þessa stöðu í samhengi sem fólk getur hugsanlega skilið skulum við taka dæmi sem er mörgum nærtækt. Fasteignakaup. Gefum okkur að ég (kennarastéttin) búi í 80 fm blokkaríbúð. Þetta er ágæt íbúð, hér er búið að dytta að ýmsu gegnum árin, skipta um parket, setja nýja eldhúsinnréttingu og mála herbergin. Mér hefur oftast liðið vel hérna, þó stundum hafi kyndingin bilað, eða komið upp leki. Mig langar samt alltaf til að kaupa mér einbýlishús. Ég skoða fasteignaauglýsingar og finn hús sem mér líst vel á. Húsið er kannski heldur dýrara en ég hefði viljað en ég vil gjarnan eignast húsið svo ég felst á að greiða uppsett verð. Ég skrifa undir kaupsamning og greiði eiganda hússins (sveitarfélögunum) uppsett verð upp í topp. Við semjum um að ég fái húsið afhent 1. febrúar. En nú er janúarmánuður óðum að klárast og eigandinn sýnir ekkert fararsnið á sér. Hann er ekki einu sinni farinn að pakka! Ég er svolítið farin að ókyrrast svo ég banka upp á hjá honum og spyr, “stendur ekki örugglega til að fái húsið afhent 1. febrúar eins og um var samið?” Í stað þess að fullvissa mig um heiðarleika sinn og lofa að staðið verði við allt saman, bregst eigandinn hinn versti við. Hann sakar mig um frekju og óraunhæfar kröfur. Hver held ég eiginlega að ég sé? Er ég of góð til að búa í blokk? Hvað með alla hina sem búa líka í blokkum? Er mér alveg sama um þau? Það sér það hver heilvita maður að þessi viðbrögð eru óréttlát og algjörlega úr samhengi við “kröfurnar” . Kennarar eru ekki að ætlast til þess að nýr kjarasamningur gefi þeim tugi prósenta í launahækkun. Hér þarf fyrst að standa við gefin loforð, svo er hægt að fara að ræða um nýjan kjarasamning. Samkomulagið um jöfnun launa og lífeyrisréttinda milli markaða var undirritað árið 2016. Það er óumdeilt. Kennarastéttin greiddi sinn hlut, lífeyrisréttindin sín, á rúmu ári. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki staðið við neitt af sínum hluta samkomulagsins og tíminn er að renna út. Við viljum einfaldlega fá húsið okkar afhent á umsömdum tíma. Mér finnst það ekki ósanngjörn krafa. Höfundur er leikskólastjóri og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir aðilar sjá nú ofsjónum yfir frekjunni í kennarastéttinni. Að þær (við erum jú í miklu meiri hluta konur) skuli voga sér! Sumir virðast alls ekki geta skilið um hvað þessi deila snýst. Umræðan á netinu ber vott um slíka vanþekkingu að maður verður alveg orðlaus. Af hverju orði drýpur fyrirlitningin og djúpstætt hatur fólks á kennarastéttinni. Það er jú þjóðaríþrótt Íslendinga að tala niður kennara og skólastarf og nú er veisla! En í tilraun til að setja þessa stöðu í samhengi sem fólk getur hugsanlega skilið skulum við taka dæmi sem er mörgum nærtækt. Fasteignakaup. Gefum okkur að ég (kennarastéttin) búi í 80 fm blokkaríbúð. Þetta er ágæt íbúð, hér er búið að dytta að ýmsu gegnum árin, skipta um parket, setja nýja eldhúsinnréttingu og mála herbergin. Mér hefur oftast liðið vel hérna, þó stundum hafi kyndingin bilað, eða komið upp leki. Mig langar samt alltaf til að kaupa mér einbýlishús. Ég skoða fasteignaauglýsingar og finn hús sem mér líst vel á. Húsið er kannski heldur dýrara en ég hefði viljað en ég vil gjarnan eignast húsið svo ég felst á að greiða uppsett verð. Ég skrifa undir kaupsamning og greiði eiganda hússins (sveitarfélögunum) uppsett verð upp í topp. Við semjum um að ég fái húsið afhent 1. febrúar. En nú er janúarmánuður óðum að klárast og eigandinn sýnir ekkert fararsnið á sér. Hann er ekki einu sinni farinn að pakka! Ég er svolítið farin að ókyrrast svo ég banka upp á hjá honum og spyr, “stendur ekki örugglega til að fái húsið afhent 1. febrúar eins og um var samið?” Í stað þess að fullvissa mig um heiðarleika sinn og lofa að staðið verði við allt saman, bregst eigandinn hinn versti við. Hann sakar mig um frekju og óraunhæfar kröfur. Hver held ég eiginlega að ég sé? Er ég of góð til að búa í blokk? Hvað með alla hina sem búa líka í blokkum? Er mér alveg sama um þau? Það sér það hver heilvita maður að þessi viðbrögð eru óréttlát og algjörlega úr samhengi við “kröfurnar” . Kennarar eru ekki að ætlast til þess að nýr kjarasamningur gefi þeim tugi prósenta í launahækkun. Hér þarf fyrst að standa við gefin loforð, svo er hægt að fara að ræða um nýjan kjarasamning. Samkomulagið um jöfnun launa og lífeyrisréttinda milli markaða var undirritað árið 2016. Það er óumdeilt. Kennarastéttin greiddi sinn hlut, lífeyrisréttindin sín, á rúmu ári. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki staðið við neitt af sínum hluta samkomulagsins og tíminn er að renna út. Við viljum einfaldlega fá húsið okkar afhent á umsömdum tíma. Mér finnst það ekki ósanngjörn krafa. Höfundur er leikskólastjóri og tveggja barna móðir.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun