Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 23. janúar 2025 22:33 Lögbrot eða ekki lögbrot. Foreldrar leikskólabarna eru mjög leiðir og reiðir yfir því að Kennarasambandið sé að brjóta á réttindum barna þeirra og ætla því í mál við Kennarasambandið vegna verkfalla sem hafa haft áhrif á líf og framavonir leikskólabarnanna. Það er gott og blessað að fara í mál þegar á manni er brotið. Ég vil hins vegar benda þessum foreldrum sem bera hag barna sinna fyrir brjósti að annað lögbrot hefur fengið að viðgangast ansi lengi en það er ráðning starfsfólks í leikskóla í stað kennara. Skv. 14 grein laga nr. 95 frá 2019 ber að hafa 2/3 hluta stöðugilda við kennslu mannaða með kennaramenntuðu starfsmanna. Það hefur ekki verið gert ansi lengi.Það eru tvær leiðir til að nálgast þessa tölu. Annars vegar að segja upp ófaglærðu starfsfólki þar til 2/3 hluti er kennaramennað eða hækka laun kennara þannig að það verði eftirsótt að sækja í námið og svo starfið þegar útskrift hefur átt sér stað. Það er mun betri leið og sú leið sem ætti að hugnast áhyggjufullum foreldrum sem óttast að börnin séu að missa af mikilvægum kennslustundum í leikskólum landsins. Það er alveg víst að ef launin væru mannsæmandi þá væri ekki verkfall og þá væri ekki þessi ótti foreldra um framavonir barna sinna.Það er búið að vinna að því í mörg ár að bæta og þróa samstarf heimila og skóla. Sú vinna hefur skilað mörgum góðum verkefnum og stefnumótun grunnskólanna hefur fengið umfjöllun hjá samtökunum og þau virk í alls kyns vinnu í leik- og grunnskólum. Nú er komið að því að foreldrar fylki sér á bak við kennara og sýni að þetta samstarf gengur í báðar áttir. Nú þurfa kennarar stuðning foreldra en ekki árásir af þeirra hálfu.Hvernig væri að fylkja sér á bak við kennarana sem koma svo til með að sinna börnum þessara foreldra og hvetja sveitarfélög til að greiða þessu fólki, sem höndlar á hverjum degi með það mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnin þeirra, mannsæmandi laun. Hvernig væri að kæra sveitarfélögin fyrir brot á ofangreindum lögum. Hvernig væri að pressa á sveitarfélag viðkomandi foreldra til að ganga til - ekki samninga- heldur til þess að standa við þegar gerða samninga.Í síðustu grein sem ég skrifaði reiknaði ég út að ég væri búinn að tapa 13,5 milljónum miðað við að launin hefðu verið jöfnuð á sama tíma og lífeyrisréttindin voru skert. Sú tala var fundin með lágmarks hækkun sem kennarar fara fram á. Talan var ekki uppreiknuð til þess verðlags sem er núna. Þetta er ekki tala sem við förum fram á að fá greitt. Þetta er einfaldlega sá peningur sem hver kennari hefur tapað að lágmarki á því að fresta helmingi samningsins um 8 ár.Ýtum við sveitarstjórnum. Þær bera ábyrgð á því að kennarar sinni kennslu barnanna ykkar. Þær bera ábyrgð á því að leik- og grunnskólar landsins séu mannaðir með fagfólki sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Lögbrot eða ekki lögbrot. Foreldrar leikskólabarna eru mjög leiðir og reiðir yfir því að Kennarasambandið sé að brjóta á réttindum barna þeirra og ætla því í mál við Kennarasambandið vegna verkfalla sem hafa haft áhrif á líf og framavonir leikskólabarnanna. Það er gott og blessað að fara í mál þegar á manni er brotið. Ég vil hins vegar benda þessum foreldrum sem bera hag barna sinna fyrir brjósti að annað lögbrot hefur fengið að viðgangast ansi lengi en það er ráðning starfsfólks í leikskóla í stað kennara. Skv. 14 grein laga nr. 95 frá 2019 ber að hafa 2/3 hluta stöðugilda við kennslu mannaða með kennaramenntuðu starfsmanna. Það hefur ekki verið gert ansi lengi.Það eru tvær leiðir til að nálgast þessa tölu. Annars vegar að segja upp ófaglærðu starfsfólki þar til 2/3 hluti er kennaramennað eða hækka laun kennara þannig að það verði eftirsótt að sækja í námið og svo starfið þegar útskrift hefur átt sér stað. Það er mun betri leið og sú leið sem ætti að hugnast áhyggjufullum foreldrum sem óttast að börnin séu að missa af mikilvægum kennslustundum í leikskólum landsins. Það er alveg víst að ef launin væru mannsæmandi þá væri ekki verkfall og þá væri ekki þessi ótti foreldra um framavonir barna sinna.Það er búið að vinna að því í mörg ár að bæta og þróa samstarf heimila og skóla. Sú vinna hefur skilað mörgum góðum verkefnum og stefnumótun grunnskólanna hefur fengið umfjöllun hjá samtökunum og þau virk í alls kyns vinnu í leik- og grunnskólum. Nú er komið að því að foreldrar fylki sér á bak við kennara og sýni að þetta samstarf gengur í báðar áttir. Nú þurfa kennarar stuðning foreldra en ekki árásir af þeirra hálfu.Hvernig væri að fylkja sér á bak við kennarana sem koma svo til með að sinna börnum þessara foreldra og hvetja sveitarfélög til að greiða þessu fólki, sem höndlar á hverjum degi með það mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnin þeirra, mannsæmandi laun. Hvernig væri að kæra sveitarfélögin fyrir brot á ofangreindum lögum. Hvernig væri að pressa á sveitarfélag viðkomandi foreldra til að ganga til - ekki samninga- heldur til þess að standa við þegar gerða samninga.Í síðustu grein sem ég skrifaði reiknaði ég út að ég væri búinn að tapa 13,5 milljónum miðað við að launin hefðu verið jöfnuð á sama tíma og lífeyrisréttindin voru skert. Sú tala var fundin með lágmarks hækkun sem kennarar fara fram á. Talan var ekki uppreiknuð til þess verðlags sem er núna. Þetta er ekki tala sem við förum fram á að fá greitt. Þetta er einfaldlega sá peningur sem hver kennari hefur tapað að lágmarki á því að fresta helmingi samningsins um 8 ár.Ýtum við sveitarstjórnum. Þær bera ábyrgð á því að kennarar sinni kennslu barnanna ykkar. Þær bera ábyrgð á því að leik- og grunnskólar landsins séu mannaðir með fagfólki sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar