Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 23. janúar 2025 22:33 Lögbrot eða ekki lögbrot. Foreldrar leikskólabarna eru mjög leiðir og reiðir yfir því að Kennarasambandið sé að brjóta á réttindum barna þeirra og ætla því í mál við Kennarasambandið vegna verkfalla sem hafa haft áhrif á líf og framavonir leikskólabarnanna. Það er gott og blessað að fara í mál þegar á manni er brotið. Ég vil hins vegar benda þessum foreldrum sem bera hag barna sinna fyrir brjósti að annað lögbrot hefur fengið að viðgangast ansi lengi en það er ráðning starfsfólks í leikskóla í stað kennara. Skv. 14 grein laga nr. 95 frá 2019 ber að hafa 2/3 hluta stöðugilda við kennslu mannaða með kennaramenntuðu starfsmanna. Það hefur ekki verið gert ansi lengi.Það eru tvær leiðir til að nálgast þessa tölu. Annars vegar að segja upp ófaglærðu starfsfólki þar til 2/3 hluti er kennaramennað eða hækka laun kennara þannig að það verði eftirsótt að sækja í námið og svo starfið þegar útskrift hefur átt sér stað. Það er mun betri leið og sú leið sem ætti að hugnast áhyggjufullum foreldrum sem óttast að börnin séu að missa af mikilvægum kennslustundum í leikskólum landsins. Það er alveg víst að ef launin væru mannsæmandi þá væri ekki verkfall og þá væri ekki þessi ótti foreldra um framavonir barna sinna.Það er búið að vinna að því í mörg ár að bæta og þróa samstarf heimila og skóla. Sú vinna hefur skilað mörgum góðum verkefnum og stefnumótun grunnskólanna hefur fengið umfjöllun hjá samtökunum og þau virk í alls kyns vinnu í leik- og grunnskólum. Nú er komið að því að foreldrar fylki sér á bak við kennara og sýni að þetta samstarf gengur í báðar áttir. Nú þurfa kennarar stuðning foreldra en ekki árásir af þeirra hálfu.Hvernig væri að fylkja sér á bak við kennarana sem koma svo til með að sinna börnum þessara foreldra og hvetja sveitarfélög til að greiða þessu fólki, sem höndlar á hverjum degi með það mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnin þeirra, mannsæmandi laun. Hvernig væri að kæra sveitarfélögin fyrir brot á ofangreindum lögum. Hvernig væri að pressa á sveitarfélag viðkomandi foreldra til að ganga til - ekki samninga- heldur til þess að standa við þegar gerða samninga.Í síðustu grein sem ég skrifaði reiknaði ég út að ég væri búinn að tapa 13,5 milljónum miðað við að launin hefðu verið jöfnuð á sama tíma og lífeyrisréttindin voru skert. Sú tala var fundin með lágmarks hækkun sem kennarar fara fram á. Talan var ekki uppreiknuð til þess verðlags sem er núna. Þetta er ekki tala sem við förum fram á að fá greitt. Þetta er einfaldlega sá peningur sem hver kennari hefur tapað að lágmarki á því að fresta helmingi samningsins um 8 ár.Ýtum við sveitarstjórnum. Þær bera ábyrgð á því að kennarar sinni kennslu barnanna ykkar. Þær bera ábyrgð á því að leik- og grunnskólar landsins séu mannaðir með fagfólki sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Lögbrot eða ekki lögbrot. Foreldrar leikskólabarna eru mjög leiðir og reiðir yfir því að Kennarasambandið sé að brjóta á réttindum barna þeirra og ætla því í mál við Kennarasambandið vegna verkfalla sem hafa haft áhrif á líf og framavonir leikskólabarnanna. Það er gott og blessað að fara í mál þegar á manni er brotið. Ég vil hins vegar benda þessum foreldrum sem bera hag barna sinna fyrir brjósti að annað lögbrot hefur fengið að viðgangast ansi lengi en það er ráðning starfsfólks í leikskóla í stað kennara. Skv. 14 grein laga nr. 95 frá 2019 ber að hafa 2/3 hluta stöðugilda við kennslu mannaða með kennaramenntuðu starfsmanna. Það hefur ekki verið gert ansi lengi.Það eru tvær leiðir til að nálgast þessa tölu. Annars vegar að segja upp ófaglærðu starfsfólki þar til 2/3 hluti er kennaramennað eða hækka laun kennara þannig að það verði eftirsótt að sækja í námið og svo starfið þegar útskrift hefur átt sér stað. Það er mun betri leið og sú leið sem ætti að hugnast áhyggjufullum foreldrum sem óttast að börnin séu að missa af mikilvægum kennslustundum í leikskólum landsins. Það er alveg víst að ef launin væru mannsæmandi þá væri ekki verkfall og þá væri ekki þessi ótti foreldra um framavonir barna sinna.Það er búið að vinna að því í mörg ár að bæta og þróa samstarf heimila og skóla. Sú vinna hefur skilað mörgum góðum verkefnum og stefnumótun grunnskólanna hefur fengið umfjöllun hjá samtökunum og þau virk í alls kyns vinnu í leik- og grunnskólum. Nú er komið að því að foreldrar fylki sér á bak við kennara og sýni að þetta samstarf gengur í báðar áttir. Nú þurfa kennarar stuðning foreldra en ekki árásir af þeirra hálfu.Hvernig væri að fylkja sér á bak við kennarana sem koma svo til með að sinna börnum þessara foreldra og hvetja sveitarfélög til að greiða þessu fólki, sem höndlar á hverjum degi með það mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnin þeirra, mannsæmandi laun. Hvernig væri að kæra sveitarfélögin fyrir brot á ofangreindum lögum. Hvernig væri að pressa á sveitarfélag viðkomandi foreldra til að ganga til - ekki samninga- heldur til þess að standa við þegar gerða samninga.Í síðustu grein sem ég skrifaði reiknaði ég út að ég væri búinn að tapa 13,5 milljónum miðað við að launin hefðu verið jöfnuð á sama tíma og lífeyrisréttindin voru skert. Sú tala var fundin með lágmarks hækkun sem kennarar fara fram á. Talan var ekki uppreiknuð til þess verðlags sem er núna. Þetta er ekki tala sem við förum fram á að fá greitt. Þetta er einfaldlega sá peningur sem hver kennari hefur tapað að lágmarki á því að fresta helmingi samningsins um 8 ár.Ýtum við sveitarstjórnum. Þær bera ábyrgð á því að kennarar sinni kennslu barnanna ykkar. Þær bera ábyrgð á því að leik- og grunnskólar landsins séu mannaðir með fagfólki sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar