Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 23. janúar 2025 22:33 Lögbrot eða ekki lögbrot. Foreldrar leikskólabarna eru mjög leiðir og reiðir yfir því að Kennarasambandið sé að brjóta á réttindum barna þeirra og ætla því í mál við Kennarasambandið vegna verkfalla sem hafa haft áhrif á líf og framavonir leikskólabarnanna. Það er gott og blessað að fara í mál þegar á manni er brotið. Ég vil hins vegar benda þessum foreldrum sem bera hag barna sinna fyrir brjósti að annað lögbrot hefur fengið að viðgangast ansi lengi en það er ráðning starfsfólks í leikskóla í stað kennara. Skv. 14 grein laga nr. 95 frá 2019 ber að hafa 2/3 hluta stöðugilda við kennslu mannaða með kennaramenntuðu starfsmanna. Það hefur ekki verið gert ansi lengi.Það eru tvær leiðir til að nálgast þessa tölu. Annars vegar að segja upp ófaglærðu starfsfólki þar til 2/3 hluti er kennaramennað eða hækka laun kennara þannig að það verði eftirsótt að sækja í námið og svo starfið þegar útskrift hefur átt sér stað. Það er mun betri leið og sú leið sem ætti að hugnast áhyggjufullum foreldrum sem óttast að börnin séu að missa af mikilvægum kennslustundum í leikskólum landsins. Það er alveg víst að ef launin væru mannsæmandi þá væri ekki verkfall og þá væri ekki þessi ótti foreldra um framavonir barna sinna.Það er búið að vinna að því í mörg ár að bæta og þróa samstarf heimila og skóla. Sú vinna hefur skilað mörgum góðum verkefnum og stefnumótun grunnskólanna hefur fengið umfjöllun hjá samtökunum og þau virk í alls kyns vinnu í leik- og grunnskólum. Nú er komið að því að foreldrar fylki sér á bak við kennara og sýni að þetta samstarf gengur í báðar áttir. Nú þurfa kennarar stuðning foreldra en ekki árásir af þeirra hálfu.Hvernig væri að fylkja sér á bak við kennarana sem koma svo til með að sinna börnum þessara foreldra og hvetja sveitarfélög til að greiða þessu fólki, sem höndlar á hverjum degi með það mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnin þeirra, mannsæmandi laun. Hvernig væri að kæra sveitarfélögin fyrir brot á ofangreindum lögum. Hvernig væri að pressa á sveitarfélag viðkomandi foreldra til að ganga til - ekki samninga- heldur til þess að standa við þegar gerða samninga.Í síðustu grein sem ég skrifaði reiknaði ég út að ég væri búinn að tapa 13,5 milljónum miðað við að launin hefðu verið jöfnuð á sama tíma og lífeyrisréttindin voru skert. Sú tala var fundin með lágmarks hækkun sem kennarar fara fram á. Talan var ekki uppreiknuð til þess verðlags sem er núna. Þetta er ekki tala sem við förum fram á að fá greitt. Þetta er einfaldlega sá peningur sem hver kennari hefur tapað að lágmarki á því að fresta helmingi samningsins um 8 ár.Ýtum við sveitarstjórnum. Þær bera ábyrgð á því að kennarar sinni kennslu barnanna ykkar. Þær bera ábyrgð á því að leik- og grunnskólar landsins séu mannaðir með fagfólki sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Lögbrot eða ekki lögbrot. Foreldrar leikskólabarna eru mjög leiðir og reiðir yfir því að Kennarasambandið sé að brjóta á réttindum barna þeirra og ætla því í mál við Kennarasambandið vegna verkfalla sem hafa haft áhrif á líf og framavonir leikskólabarnanna. Það er gott og blessað að fara í mál þegar á manni er brotið. Ég vil hins vegar benda þessum foreldrum sem bera hag barna sinna fyrir brjósti að annað lögbrot hefur fengið að viðgangast ansi lengi en það er ráðning starfsfólks í leikskóla í stað kennara. Skv. 14 grein laga nr. 95 frá 2019 ber að hafa 2/3 hluta stöðugilda við kennslu mannaða með kennaramenntuðu starfsmanna. Það hefur ekki verið gert ansi lengi.Það eru tvær leiðir til að nálgast þessa tölu. Annars vegar að segja upp ófaglærðu starfsfólki þar til 2/3 hluti er kennaramennað eða hækka laun kennara þannig að það verði eftirsótt að sækja í námið og svo starfið þegar útskrift hefur átt sér stað. Það er mun betri leið og sú leið sem ætti að hugnast áhyggjufullum foreldrum sem óttast að börnin séu að missa af mikilvægum kennslustundum í leikskólum landsins. Það er alveg víst að ef launin væru mannsæmandi þá væri ekki verkfall og þá væri ekki þessi ótti foreldra um framavonir barna sinna.Það er búið að vinna að því í mörg ár að bæta og þróa samstarf heimila og skóla. Sú vinna hefur skilað mörgum góðum verkefnum og stefnumótun grunnskólanna hefur fengið umfjöllun hjá samtökunum og þau virk í alls kyns vinnu í leik- og grunnskólum. Nú er komið að því að foreldrar fylki sér á bak við kennara og sýni að þetta samstarf gengur í báðar áttir. Nú þurfa kennarar stuðning foreldra en ekki árásir af þeirra hálfu.Hvernig væri að fylkja sér á bak við kennarana sem koma svo til með að sinna börnum þessara foreldra og hvetja sveitarfélög til að greiða þessu fólki, sem höndlar á hverjum degi með það mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnin þeirra, mannsæmandi laun. Hvernig væri að kæra sveitarfélögin fyrir brot á ofangreindum lögum. Hvernig væri að pressa á sveitarfélag viðkomandi foreldra til að ganga til - ekki samninga- heldur til þess að standa við þegar gerða samninga.Í síðustu grein sem ég skrifaði reiknaði ég út að ég væri búinn að tapa 13,5 milljónum miðað við að launin hefðu verið jöfnuð á sama tíma og lífeyrisréttindin voru skert. Sú tala var fundin með lágmarks hækkun sem kennarar fara fram á. Talan var ekki uppreiknuð til þess verðlags sem er núna. Þetta er ekki tala sem við förum fram á að fá greitt. Þetta er einfaldlega sá peningur sem hver kennari hefur tapað að lágmarki á því að fresta helmingi samningsins um 8 ár.Ýtum við sveitarstjórnum. Þær bera ábyrgð á því að kennarar sinni kennslu barnanna ykkar. Þær bera ábyrgð á því að leik- og grunnskólar landsins séu mannaðir með fagfólki sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar