E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar 23. janúar 2025 17:30 Ég horfði á Kveik á RÚV, 21. janúar, um mjög alvarlega hópsýkingu barna á leikskóla. Það er ekki annað hægt en að finna til með börnunum sem urðu fyrir sýkingunni og foreldrum þeirra. Rætt var við aðila sem tengjast málinu eins og forstöðumann Félagsstofnunar HÍ og fulltrúa Heilbrigðiseftirlits og svara leitað hvernig svona nokkuð getur gerst. Vel var að verki staðið við að kafa ofan í það sem fór úrskeiðis og hve alvarlegar afleiðingar urðu af þessari hópsýkingu. Það sem mér fannst vanta í þessa umfjöllun var hversu oft hópsýkingar eða stök tilfelli skjóta upp kollinum hér sem og í samanburðarlöndum. Einnig fannst mér vanta meira um hvað hægt er að gera til þess að fyrirbyggja matarsýkingar og eitranir í framtíðinni. Faraldsfræði matareitrana og eitrana vegna E. coli Samkvæmt CDC (Center for Disease Control) sýkjast um 48 milljónir í Bandaríkjunum árlega (14,6%), um 128.000 (39/100.000 íbúa) leggjast inn á sjúkrahús og um 3000 (9/milljón íbúa) deyja árlega vegna matareitrunar. Einn stofn E. coli er skaðlegri en aðrir stofnar en meira en 700 stofnar eru þekktir. Þessi skaðlegi stofn er nefndur eftir eitrinu sem hann framleiðir „Shiga toxin-producing E. coli“ skammstafað STEC og nánari undirflokkun er sermisgerðin O157 (sú þekktasta) en einnig eru nokkrar aðrar sem fundust síðar td. O26, O45, O103, O111, O121, O145 og 183. Tölur um fjölda sýkinga vegna E. coli eru ekki nákvæmar þar sem ekki eru alltaf ræktuð sýni í hvert skipti sem matareitrun á sér stað og í sumum tilfellum ræktast ekki neinar skaðlegar örverur úr þeim sýnum sem tekin eru. Einnig eru hópsýkingar vegna E. coli misalgengar og tilfellin mismörg á milli ára. Samkvæmt CDC er árlegur fjöldi STEC O157 sýkinga um 97.000 (29,5/100.000) á ári í Bandaríkjunum, um 3270 (9/milljón íbúa) sjúkrahússinnlagnir og 30 dauðsföll. Fjöldi sýkinga vegna E. coli stofna annarra en STEC O157 (STEC non-O157) um 169.000 og um 4000 sjúkrahússinnlagnir. Til samanburðar má nefna að árlegur fjöldi staðfestra tilfella af STEC (E. coli) var 8565 í Evrópusambandinu og tilkynninga vegna slíkra eitrana var 2,5 tilfelli á 100.000. Fjöldi HUS tilfella (haemolytic-uremic syndrome) var 568 þar af voru 60% þeirra á aldrinum 0-4 ára og 24% á aldrinum 5-14 ára. Samkvæmt skýrslu ecdc (European Centre for Disease Prevention and Control) var fjöldi tilfella STEC sýkinga á Íslandi 3 (0,9/100.000) árið 2018, 27 (7,6/100.000) árið 2019, 4 (1,1/100.000) 2020, 7 (1,9/100.000) árið 2021 og 4 (1,1/100.000) 2022. Meðal fjöldi tilfella í 30 löndum Evrópusambandsins var á bilinu 1,6 til 2,5/100.000. Hvaðan koma E. coli sýkingarnar? E. coli gerlar geta borist úr mat og drykk sem er mengaður af saur. Dæmi um mat sem getur mengast:- Hrátt eða illa eldað kjöt, til dæmis nautakjöt- Hrátt grænmeti- Mjólk sem er ekki gerilsneydd- Hveiti sem er ekki bakað Nokkur dæmi um hópsýkingar á Íslandi Það eru margar aðrar örverur en E. coli sem geta smitast á milli manna sem og valdið hópsýkingum. Dæmi um bakteríur og veirur sem hafa valdir endurteknum matarsýkingum eru Campylobacter, Salmonella, Listeria og nóróveira. Stærsta skráða hópsýkingartilfelli á Íslandi var árið 1975 á alþjóðlegu móti kristilegra stúdentasamtaka. Það var haldið í Laugardalshöll og sýktust 1300 þátttakendur, 47 af þeim voru fluttir á sjúkrahús en enginn þeirra veiktist mjög alvarlega. Ástæða sýkingarinnar var talin vera vegna kjúklingakássu sem var ekki elduð á staðnum. Árið 1996 var hópsýking vegna mengaðra rjómabolla þar sem rúmlega 150 manns veiktust vegna Salmonella sýkingar. Árið 2000 veiktust 250 manns vegna Salmonella sýkts jöklasalats frá Hollandi. Árið 2019 sýktust 24 einstaklingar af E. Coli (STEC) sjö af börnunum sem sýktust fengu HUS og sýkingin var tengd neyslu á ís sem hafði mengast með einhverjum hætti. Árið 2023 sýktust rúmlega 190 einstaklingar eftir að hafa neytt matar á veitingahúsi sem er rekið á tveimur stöðum í Reykjavík. Sýkingin var að völdum nóróveiru. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir sýkingar? Almennt hreinlæti getur hindrað að mengun komist í vatn og matvæli. Einnig getur það komið í veg fyrir smit manna á milli. Það er hægt að skima fyrir skaðlegum afbrigðum E. coli í matvælum. Sérstök þjálfun í meðhöndlun og eldamennsku fyrir þá sem elda mat fyrir hópa af fólki og börn. Það er til dæmis hægt að kalla eftir staðfestingu á að þeir sem meðhöndla og elda mat fyrir hópa hafi hlotið viðeigandi þjálfun. Þess ber að geta að kennsla í örverufræði tengda matarsýkingum og matreiðslu var í öllum grunnskólum landsins. Þar var farið vel yfir hvernig mætti koma í veg fyrir matareitrun. Ef til vill þar að skerpa á og endurvekja kennslu í heimilisfræði í grunnskólum landsins, þannig má fyrirbyggja mörg matareitrunartilfelli í framtíðinni. Það væri mjög heppilegt ef Kveikur myndi gera einn þátt um örverusmit í matvælum, hópsýkingar og hvað orsakar þær og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þær. Þar væri hægt að fræða almenning um hvar uppruni örverumengunar er að finna (t.d. í kjöti, í umhverfi, ógerilsneyddri mjólk, ís, vatni, ávöxtum, ofl.) sýna algengar smitleiðir (td. hendur, krossmengun af tilbúinni kjötvöru, munnur, vökvun grænmetis með menguðu vatni, eplasafi ofl.). Með því væri einnig hægt að fækka alvarlegum matarsýkingum á Íslandi. Höfundur er lyfja- og faraldsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég horfði á Kveik á RÚV, 21. janúar, um mjög alvarlega hópsýkingu barna á leikskóla. Það er ekki annað hægt en að finna til með börnunum sem urðu fyrir sýkingunni og foreldrum þeirra. Rætt var við aðila sem tengjast málinu eins og forstöðumann Félagsstofnunar HÍ og fulltrúa Heilbrigðiseftirlits og svara leitað hvernig svona nokkuð getur gerst. Vel var að verki staðið við að kafa ofan í það sem fór úrskeiðis og hve alvarlegar afleiðingar urðu af þessari hópsýkingu. Það sem mér fannst vanta í þessa umfjöllun var hversu oft hópsýkingar eða stök tilfelli skjóta upp kollinum hér sem og í samanburðarlöndum. Einnig fannst mér vanta meira um hvað hægt er að gera til þess að fyrirbyggja matarsýkingar og eitranir í framtíðinni. Faraldsfræði matareitrana og eitrana vegna E. coli Samkvæmt CDC (Center for Disease Control) sýkjast um 48 milljónir í Bandaríkjunum árlega (14,6%), um 128.000 (39/100.000 íbúa) leggjast inn á sjúkrahús og um 3000 (9/milljón íbúa) deyja árlega vegna matareitrunar. Einn stofn E. coli er skaðlegri en aðrir stofnar en meira en 700 stofnar eru þekktir. Þessi skaðlegi stofn er nefndur eftir eitrinu sem hann framleiðir „Shiga toxin-producing E. coli“ skammstafað STEC og nánari undirflokkun er sermisgerðin O157 (sú þekktasta) en einnig eru nokkrar aðrar sem fundust síðar td. O26, O45, O103, O111, O121, O145 og 183. Tölur um fjölda sýkinga vegna E. coli eru ekki nákvæmar þar sem ekki eru alltaf ræktuð sýni í hvert skipti sem matareitrun á sér stað og í sumum tilfellum ræktast ekki neinar skaðlegar örverur úr þeim sýnum sem tekin eru. Einnig eru hópsýkingar vegna E. coli misalgengar og tilfellin mismörg á milli ára. Samkvæmt CDC er árlegur fjöldi STEC O157 sýkinga um 97.000 (29,5/100.000) á ári í Bandaríkjunum, um 3270 (9/milljón íbúa) sjúkrahússinnlagnir og 30 dauðsföll. Fjöldi sýkinga vegna E. coli stofna annarra en STEC O157 (STEC non-O157) um 169.000 og um 4000 sjúkrahússinnlagnir. Til samanburðar má nefna að árlegur fjöldi staðfestra tilfella af STEC (E. coli) var 8565 í Evrópusambandinu og tilkynninga vegna slíkra eitrana var 2,5 tilfelli á 100.000. Fjöldi HUS tilfella (haemolytic-uremic syndrome) var 568 þar af voru 60% þeirra á aldrinum 0-4 ára og 24% á aldrinum 5-14 ára. Samkvæmt skýrslu ecdc (European Centre for Disease Prevention and Control) var fjöldi tilfella STEC sýkinga á Íslandi 3 (0,9/100.000) árið 2018, 27 (7,6/100.000) árið 2019, 4 (1,1/100.000) 2020, 7 (1,9/100.000) árið 2021 og 4 (1,1/100.000) 2022. Meðal fjöldi tilfella í 30 löndum Evrópusambandsins var á bilinu 1,6 til 2,5/100.000. Hvaðan koma E. coli sýkingarnar? E. coli gerlar geta borist úr mat og drykk sem er mengaður af saur. Dæmi um mat sem getur mengast:- Hrátt eða illa eldað kjöt, til dæmis nautakjöt- Hrátt grænmeti- Mjólk sem er ekki gerilsneydd- Hveiti sem er ekki bakað Nokkur dæmi um hópsýkingar á Íslandi Það eru margar aðrar örverur en E. coli sem geta smitast á milli manna sem og valdið hópsýkingum. Dæmi um bakteríur og veirur sem hafa valdir endurteknum matarsýkingum eru Campylobacter, Salmonella, Listeria og nóróveira. Stærsta skráða hópsýkingartilfelli á Íslandi var árið 1975 á alþjóðlegu móti kristilegra stúdentasamtaka. Það var haldið í Laugardalshöll og sýktust 1300 þátttakendur, 47 af þeim voru fluttir á sjúkrahús en enginn þeirra veiktist mjög alvarlega. Ástæða sýkingarinnar var talin vera vegna kjúklingakássu sem var ekki elduð á staðnum. Árið 1996 var hópsýking vegna mengaðra rjómabolla þar sem rúmlega 150 manns veiktust vegna Salmonella sýkingar. Árið 2000 veiktust 250 manns vegna Salmonella sýkts jöklasalats frá Hollandi. Árið 2019 sýktust 24 einstaklingar af E. Coli (STEC) sjö af börnunum sem sýktust fengu HUS og sýkingin var tengd neyslu á ís sem hafði mengast með einhverjum hætti. Árið 2023 sýktust rúmlega 190 einstaklingar eftir að hafa neytt matar á veitingahúsi sem er rekið á tveimur stöðum í Reykjavík. Sýkingin var að völdum nóróveiru. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir sýkingar? Almennt hreinlæti getur hindrað að mengun komist í vatn og matvæli. Einnig getur það komið í veg fyrir smit manna á milli. Það er hægt að skima fyrir skaðlegum afbrigðum E. coli í matvælum. Sérstök þjálfun í meðhöndlun og eldamennsku fyrir þá sem elda mat fyrir hópa af fólki og börn. Það er til dæmis hægt að kalla eftir staðfestingu á að þeir sem meðhöndla og elda mat fyrir hópa hafi hlotið viðeigandi þjálfun. Þess ber að geta að kennsla í örverufræði tengda matarsýkingum og matreiðslu var í öllum grunnskólum landsins. Þar var farið vel yfir hvernig mætti koma í veg fyrir matareitrun. Ef til vill þar að skerpa á og endurvekja kennslu í heimilisfræði í grunnskólum landsins, þannig má fyrirbyggja mörg matareitrunartilfelli í framtíðinni. Það væri mjög heppilegt ef Kveikur myndi gera einn þátt um örverusmit í matvælum, hópsýkingar og hvað orsakar þær og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þær. Þar væri hægt að fræða almenning um hvar uppruni örverumengunar er að finna (t.d. í kjöti, í umhverfi, ógerilsneyddri mjólk, ís, vatni, ávöxtum, ofl.) sýna algengar smitleiðir (td. hendur, krossmengun af tilbúinni kjötvöru, munnur, vökvun grænmetis með menguðu vatni, eplasafi ofl.). Með því væri einnig hægt að fækka alvarlegum matarsýkingum á Íslandi. Höfundur er lyfja- og faraldsfræðingur.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun