Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2025 09:57 Joshua Jefferson er að komast aftur á ferðina eftir erfið meiðsli. Vísir / Hulda Margrét Í nýjasta þætti GAZins rýna þeir Pavel Ermoliskij og Helgi Magnússon í nýjustu viðbótina við leikmannahóp Íslandsmeistara Vals en öllum að óvörum spilaði bandaríski leikmaðurinn Joshua Jefferson í leik liðsins í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins gegn Sindra. Joshua spilaði með liðinu á síðasta tímabili en varð fyrir því óláni að slíta fremra krossband í leik með liðinu í febrúar fyrir tæpu ári síðan. Nú er hann allt í einu mættur aftur í Valsliðið. Joshua lék 14 mínútur í bikarleiknum á Höfn á mánudag en Valsmenn eru auðvitað fyrir með annan Bandaríkjamann, Sherif Kenney, sem spilaði 28 mínútur. Reglur KKÍ leyfa aðeins einn bandarískan leikmann á vellinum hverju sinni og miðað við þennan mínútufjölda, sem skráður er í skýrslu á vef KKÍ, gengur það ekki alveg upp en ætla má að sú skráning sé ekki alveg rétt. „Ég myndi halda að þeir (Valsmenn) vilji skipta um amerískan leikmann eða vilji að minnsta kosti skoða Joshua. Þeir þekkja til hans, hafa góða reynslu af honum og vita hvað hann getur,” sagði Helgi í GAZinu en hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsveitum. „Hann er að koma aftur úr meiðslum þannig ég ætla að ímynda mér að þeir séu að skoða hann, sjá hvernig hann er og hvernig hann lítur út. Þeir láta eflaust sjúkraþjálfara og eitthvað teymi skoða standið á honum. Ef þeim líst á þetta þá myndi ég giska á að hann verði ameríski leikmaður þeirra í vetur,“ sagði Helgi. Báðir voru þeir Pavel sammála um að þeim þætti ólíklegt að Valur ætlaði sér að vera með tvo bandaríska leikmenn. „Hafandi gengið í gegnum slíkt sjálfur þá held ég að það sé ekki málið,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er skrýtin staða. Það er ekki verið að taka ákvörðun hér, það er verið að þreifa á einhverju. Það er verið að skoða einhverja hluti þegar það eru átta umferðir eftir af tímabilinu.“ „Hvað ætlar þú að segja við hann ef þetta gengur ekki upp með Joshua? Við vorum bara að grínast, meintum ekkert með þessu. Þú ert okkar maður.“ Í þættinum rýna þeir félagar í 8-liða úrslit VÍS bikarsins sem lauk á mánudaginn ásamt komandi 15. umferð Bónus-deildarinnar sem hefst í kvöld. Bónus-deild karla VÍS-bikarinn Valur Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Joshua spilaði með liðinu á síðasta tímabili en varð fyrir því óláni að slíta fremra krossband í leik með liðinu í febrúar fyrir tæpu ári síðan. Nú er hann allt í einu mættur aftur í Valsliðið. Joshua lék 14 mínútur í bikarleiknum á Höfn á mánudag en Valsmenn eru auðvitað fyrir með annan Bandaríkjamann, Sherif Kenney, sem spilaði 28 mínútur. Reglur KKÍ leyfa aðeins einn bandarískan leikmann á vellinum hverju sinni og miðað við þennan mínútufjölda, sem skráður er í skýrslu á vef KKÍ, gengur það ekki alveg upp en ætla má að sú skráning sé ekki alveg rétt. „Ég myndi halda að þeir (Valsmenn) vilji skipta um amerískan leikmann eða vilji að minnsta kosti skoða Joshua. Þeir þekkja til hans, hafa góða reynslu af honum og vita hvað hann getur,” sagði Helgi í GAZinu en hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsveitum. „Hann er að koma aftur úr meiðslum þannig ég ætla að ímynda mér að þeir séu að skoða hann, sjá hvernig hann er og hvernig hann lítur út. Þeir láta eflaust sjúkraþjálfara og eitthvað teymi skoða standið á honum. Ef þeim líst á þetta þá myndi ég giska á að hann verði ameríski leikmaður þeirra í vetur,“ sagði Helgi. Báðir voru þeir Pavel sammála um að þeim þætti ólíklegt að Valur ætlaði sér að vera með tvo bandaríska leikmenn. „Hafandi gengið í gegnum slíkt sjálfur þá held ég að það sé ekki málið,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er skrýtin staða. Það er ekki verið að taka ákvörðun hér, það er verið að þreifa á einhverju. Það er verið að skoða einhverja hluti þegar það eru átta umferðir eftir af tímabilinu.“ „Hvað ætlar þú að segja við hann ef þetta gengur ekki upp með Joshua? Við vorum bara að grínast, meintum ekkert með þessu. Þú ert okkar maður.“ Í þættinum rýna þeir félagar í 8-liða úrslit VÍS bikarsins sem lauk á mánudaginn ásamt komandi 15. umferð Bónus-deildarinnar sem hefst í kvöld.
Bónus-deild karla VÍS-bikarinn Valur Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira