„Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2025 12:02 Ýmir Örn Gíslason var frábær í íslensku vörninni í gær og fagnar hér einu af mörgum stoppum íslenska liðsins í leiknum. Vísir/Vilhelm Íslendingar elska hona svokölluðu íslensku geðveiki hjá landsliðunum okkar en það þýðir líka að strákarnir okkar eru ekki að stefna á nein vinsældarverðlaun. Þeir bíta frá sér og láta vel finna fyrir sér í vörninni. Íslenska geðveikin var mætt á svæðið í frábærum sigri á Slóvenum á HM í handbolta í gærkvöldi. Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Varnarleikur íslenska liðsins fékk auðvitað mikla athygli enda frábær í leiknum. Íslensku strákarnir voru gríðarlega grimmir í vörninni og létu Slóvena aldrei vaða yfir sig. „Orkustigið er ofboðslega hátt og menn voru bara fastir fyrir í leiknum. Það var bara hundur í mönnum sem skipti gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ sagði Einar Jónsson í Besta sætinu. „Ég er ánægður með það. Þetta hafa verið einkennismerki okkar landsliða í gegnum árin. Mér finnst það stundum hafa týnst svolítið undanfarið. Það er greinilegt að Snorri er að leggja mikla áherslu á þetta,“ sagði Einar. „Það tókst heldur betur vel í dag [gær] því auðvitað eiga menn að vera dálítið, svona eins og hann [Snorri] segir. Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur,“ sagði Einar. „Ásgeir þú hefur spilað á mörgum svona mótum. Er ekki partur af því að ná langt í íþróttum að vera smá fífl,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara hundrað prósent. Það er nauðsynlegt. Þú þarft ekkert að vera algjör hálfviti en þú getur verið mjög fastur fyrir. Svo horfir þú bara í hina áttina eða segir honum að grjóthalda kjafti í andlitið á honum. Hvernig sem þú gerir það skiptir ekki öllu máli ,“ sagði Ásgeir. „Bara að það sé alvöru ‚physical presence'. Það munar geðveikt miklu. Þess vegna var línumaðurinn þeirra orðinn svona pirraður. það var verið að djöflast í honum allan helvítið leikinn. Hann er pottþétt ekkert vanur því,“ sagði Ásgeir. Það má hlusta á allt spjallið þeirra um leikinn hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Íslenska geðveikin var mætt á svæðið í frábærum sigri á Slóvenum á HM í handbolta í gærkvöldi. Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Varnarleikur íslenska liðsins fékk auðvitað mikla athygli enda frábær í leiknum. Íslensku strákarnir voru gríðarlega grimmir í vörninni og létu Slóvena aldrei vaða yfir sig. „Orkustigið er ofboðslega hátt og menn voru bara fastir fyrir í leiknum. Það var bara hundur í mönnum sem skipti gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ sagði Einar Jónsson í Besta sætinu. „Ég er ánægður með það. Þetta hafa verið einkennismerki okkar landsliða í gegnum árin. Mér finnst það stundum hafa týnst svolítið undanfarið. Það er greinilegt að Snorri er að leggja mikla áherslu á þetta,“ sagði Einar. „Það tókst heldur betur vel í dag [gær] því auðvitað eiga menn að vera dálítið, svona eins og hann [Snorri] segir. Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur,“ sagði Einar. „Ásgeir þú hefur spilað á mörgum svona mótum. Er ekki partur af því að ná langt í íþróttum að vera smá fífl,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara hundrað prósent. Það er nauðsynlegt. Þú þarft ekkert að vera algjör hálfviti en þú getur verið mjög fastur fyrir. Svo horfir þú bara í hina áttina eða segir honum að grjóthalda kjafti í andlitið á honum. Hvernig sem þú gerir það skiptir ekki öllu máli ,“ sagði Ásgeir. „Bara að það sé alvöru ‚physical presence'. Það munar geðveikt miklu. Þess vegna var línumaðurinn þeirra orðinn svona pirraður. það var verið að djöflast í honum allan helvítið leikinn. Hann er pottþétt ekkert vanur því,“ sagði Ásgeir. Það má hlusta á allt spjallið þeirra um leikinn hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira