„Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2025 12:02 Ýmir Örn Gíslason var frábær í íslensku vörninni í gær og fagnar hér einu af mörgum stoppum íslenska liðsins í leiknum. Vísir/Vilhelm Íslendingar elska hona svokölluðu íslensku geðveiki hjá landsliðunum okkar en það þýðir líka að strákarnir okkar eru ekki að stefna á nein vinsældarverðlaun. Þeir bíta frá sér og láta vel finna fyrir sér í vörninni. Íslenska geðveikin var mætt á svæðið í frábærum sigri á Slóvenum á HM í handbolta í gærkvöldi. Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Varnarleikur íslenska liðsins fékk auðvitað mikla athygli enda frábær í leiknum. Íslensku strákarnir voru gríðarlega grimmir í vörninni og létu Slóvena aldrei vaða yfir sig. „Orkustigið er ofboðslega hátt og menn voru bara fastir fyrir í leiknum. Það var bara hundur í mönnum sem skipti gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ sagði Einar Jónsson í Besta sætinu. „Ég er ánægður með það. Þetta hafa verið einkennismerki okkar landsliða í gegnum árin. Mér finnst það stundum hafa týnst svolítið undanfarið. Það er greinilegt að Snorri er að leggja mikla áherslu á þetta,“ sagði Einar. „Það tókst heldur betur vel í dag [gær] því auðvitað eiga menn að vera dálítið, svona eins og hann [Snorri] segir. Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur,“ sagði Einar. „Ásgeir þú hefur spilað á mörgum svona mótum. Er ekki partur af því að ná langt í íþróttum að vera smá fífl,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara hundrað prósent. Það er nauðsynlegt. Þú þarft ekkert að vera algjör hálfviti en þú getur verið mjög fastur fyrir. Svo horfir þú bara í hina áttina eða segir honum að grjóthalda kjafti í andlitið á honum. Hvernig sem þú gerir það skiptir ekki öllu máli ,“ sagði Ásgeir. „Bara að það sé alvöru ‚physical presence'. Það munar geðveikt miklu. Þess vegna var línumaðurinn þeirra orðinn svona pirraður. það var verið að djöflast í honum allan helvítið leikinn. Hann er pottþétt ekkert vanur því,“ sagði Ásgeir. Það má hlusta á allt spjallið þeirra um leikinn hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Íslenska geðveikin var mætt á svæðið í frábærum sigri á Slóvenum á HM í handbolta í gærkvöldi. Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Varnarleikur íslenska liðsins fékk auðvitað mikla athygli enda frábær í leiknum. Íslensku strákarnir voru gríðarlega grimmir í vörninni og létu Slóvena aldrei vaða yfir sig. „Orkustigið er ofboðslega hátt og menn voru bara fastir fyrir í leiknum. Það var bara hundur í mönnum sem skipti gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ sagði Einar Jónsson í Besta sætinu. „Ég er ánægður með það. Þetta hafa verið einkennismerki okkar landsliða í gegnum árin. Mér finnst það stundum hafa týnst svolítið undanfarið. Það er greinilegt að Snorri er að leggja mikla áherslu á þetta,“ sagði Einar. „Það tókst heldur betur vel í dag [gær] því auðvitað eiga menn að vera dálítið, svona eins og hann [Snorri] segir. Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur,“ sagði Einar. „Ásgeir þú hefur spilað á mörgum svona mótum. Er ekki partur af því að ná langt í íþróttum að vera smá fífl,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara hundrað prósent. Það er nauðsynlegt. Þú þarft ekkert að vera algjör hálfviti en þú getur verið mjög fastur fyrir. Svo horfir þú bara í hina áttina eða segir honum að grjóthalda kjafti í andlitið á honum. Hvernig sem þú gerir það skiptir ekki öllu máli ,“ sagði Ásgeir. „Bara að það sé alvöru ‚physical presence'. Það munar geðveikt miklu. Þess vegna var línumaðurinn þeirra orðinn svona pirraður. það var verið að djöflast í honum allan helvítið leikinn. Hann er pottþétt ekkert vanur því,“ sagði Ásgeir. Það má hlusta á allt spjallið þeirra um leikinn hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira