Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Árni Jóhannsson skrifar 19. janúar 2025 21:20 Ægir Þór Steinarsson skilaði heldur betur framlagi í kvöld til að sigla sigrinum heim. vísir/Jón Gautur Ægir Þór Steinarsson var frábær í kvöld þegar Stjarnan tryggði sig inn í undanúrslit VÍS bikarsins með sigri á grönnum sínum í Álftanesi. Leikurinn endaði 88-100 en góður þriðji leikhluti Stjörnunnar fór lang með sigurinn í kvöld þegar munurinn fór upp í 20 stig. „Þetta er mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki“, sagði Ægir þegar hann var spurður út í tilfinninguna við að komast í undanúrslit bikarsins. Hann hélt áfram: „Þetta gefur stemmningu á miðju tímabili. Risastórir leiki fyrir reksturinn og stemmninguna.“ Stjörnumenn eru efstir í Bónus deildinni og hafa gert margt rétt í vetur en hvað voru þeir að gera rétt í dag? „Mér fannst við vera, eitthvað sem okkur hefur vantað í þessum leikjum eftir áramót. Það hefur vantað varnarleik og hraða sóknarlega. Mér fannst við vera með það fyrir utan síðustu 10 á móti svæði. Þá vorum við staðir og vorum að reyna að verja forystuna og svo framvegis.“ Eins og Ægir nefnir þá gáfu Stjörnumenn færi á sér, reyndu að verja forystunu í lokaleikhlutanum. Er það óumflýjanlegt að lið lendi í þessu þegar munurinn er orðinn þægilegur? „Það er bæði og. Þú vilt ekki að þeir komist á sprett og fari að hlaupa upp og niður. Við hefðum getað verið áræðnari á körfuna, vorum svolítið bara í handboltanum þannig að það er alltaf eitthvað til þess að bæta.“ Stjarnan tapaði síðasta leik og það gaf Stjörnunni smá inn í þennan leik. „Við lentum bara á einhverjum vegg sem var bara gott að lenda í. Við þurftum að finna lausnir og sjálfstraust á ný og það er bara gott.“ Hvernig er framhaldið hjá Stjörnunni að mati Ægis? „Það er bara blússandi gangur, við erum komnir í undanúrslit og leikirnir halda áfram að koma. Þannig að það er bara geggjað.“ Ægir brosti út í annað þegar hann var spurður að því hvort það væri skrýtið þegar honum væri gefið skotið en í þriðja leikhluta setti hann nokkra þrista niður sem voru galopnir. „Nei. Það er búið að vera að gefa mér skotið í nokkur ár. Stundum hittir maður og ekki og stundum verður maður að finna lausnir. Þannig að menn verða að velja hvern maður ætlar að dekka og þetta er bara skákin sem þetta er.“ VÍS-bikarinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikarsins í körfu. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100. 19. janúar 2025 18:32 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
„Þetta er mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki“, sagði Ægir þegar hann var spurður út í tilfinninguna við að komast í undanúrslit bikarsins. Hann hélt áfram: „Þetta gefur stemmningu á miðju tímabili. Risastórir leiki fyrir reksturinn og stemmninguna.“ Stjörnumenn eru efstir í Bónus deildinni og hafa gert margt rétt í vetur en hvað voru þeir að gera rétt í dag? „Mér fannst við vera, eitthvað sem okkur hefur vantað í þessum leikjum eftir áramót. Það hefur vantað varnarleik og hraða sóknarlega. Mér fannst við vera með það fyrir utan síðustu 10 á móti svæði. Þá vorum við staðir og vorum að reyna að verja forystuna og svo framvegis.“ Eins og Ægir nefnir þá gáfu Stjörnumenn færi á sér, reyndu að verja forystunu í lokaleikhlutanum. Er það óumflýjanlegt að lið lendi í þessu þegar munurinn er orðinn þægilegur? „Það er bæði og. Þú vilt ekki að þeir komist á sprett og fari að hlaupa upp og niður. Við hefðum getað verið áræðnari á körfuna, vorum svolítið bara í handboltanum þannig að það er alltaf eitthvað til þess að bæta.“ Stjarnan tapaði síðasta leik og það gaf Stjörnunni smá inn í þennan leik. „Við lentum bara á einhverjum vegg sem var bara gott að lenda í. Við þurftum að finna lausnir og sjálfstraust á ný og það er bara gott.“ Hvernig er framhaldið hjá Stjörnunni að mati Ægis? „Það er bara blússandi gangur, við erum komnir í undanúrslit og leikirnir halda áfram að koma. Þannig að það er bara geggjað.“ Ægir brosti út í annað þegar hann var spurður að því hvort það væri skrýtið þegar honum væri gefið skotið en í þriðja leikhluta setti hann nokkra þrista niður sem voru galopnir. „Nei. Það er búið að vera að gefa mér skotið í nokkur ár. Stundum hittir maður og ekki og stundum verður maður að finna lausnir. Þannig að menn verða að velja hvern maður ætlar að dekka og þetta er bara skákin sem þetta er.“
VÍS-bikarinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikarsins í körfu. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100. 19. janúar 2025 18:32 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikarsins í körfu. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100. 19. janúar 2025 18:32