Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar 17. janúar 2025 22:30 Með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar hefur umræðan um inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB) aftur færst í brennidepil. Viðreisn, sem hefur lengi gert ESB-aðild áberandi málstað sinn, hefur nú fengið tækifæri til áhrifa innan þessarar samsteypu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fór til Brussel á fund stækkunarstjóra ESB, og sagði talsmaður hans í kjölfarið að aðildarumsókn Íslands væri virk þrátt fyrir að Ísland hafi dregið umsókn sína til baka á sínum tíma. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að utanríkisráðherra hefði fyrst og fremst farið til að koma á eðlilegum samskiptum nýrrar ríkisstjórnar við ESB. Aðildarríki ESB greiða framlag til sambandsins, sem er notað til að fjármagna verkefni og stofnanir ESB. Ísland þyrfti að leggja fram verulegar fjárhæðir, sem gætu verið íþyngjandi fyrir litla þjóð. Með inngöngu í ESB yrði Ísland skuldbundið til að fylgja lögum og reglum sambandsins. Margir telja að þetta gæti takmarkað sveigjanleika Íslands við að setja eigin reglur sem henta sérstökum aðstæðum landsins. Aðild að ESB myndi þýða að Ísland yrði hluti af sameiginlegu tollabandalagi. Þetta gæti leitt til aukins innflutnings á ódýrari landbúnaðarvörum frá öðrum löndum innan sambandsins. Ísland hefur miklar og einstakar endurnýjanlegar orkulindir, eins og vatnsafl og jarðhita. Með ESB-aðild gæti landið þurft að opna fyrir frjálsari aðgang að auðlindunum og jafnvel samþykkja eignarhald erlendra aðila á þessum auðlindum. Sjávarútvegur, sem er ein af lykilstoðum íslensks efnahags, myndi einnig þurfa að fylgja sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins, sem gæti þýtt minni stjórn yfir eigin fiskimiðum. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Sjá meira
Með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar hefur umræðan um inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB) aftur færst í brennidepil. Viðreisn, sem hefur lengi gert ESB-aðild áberandi málstað sinn, hefur nú fengið tækifæri til áhrifa innan þessarar samsteypu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fór til Brussel á fund stækkunarstjóra ESB, og sagði talsmaður hans í kjölfarið að aðildarumsókn Íslands væri virk þrátt fyrir að Ísland hafi dregið umsókn sína til baka á sínum tíma. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að utanríkisráðherra hefði fyrst og fremst farið til að koma á eðlilegum samskiptum nýrrar ríkisstjórnar við ESB. Aðildarríki ESB greiða framlag til sambandsins, sem er notað til að fjármagna verkefni og stofnanir ESB. Ísland þyrfti að leggja fram verulegar fjárhæðir, sem gætu verið íþyngjandi fyrir litla þjóð. Með inngöngu í ESB yrði Ísland skuldbundið til að fylgja lögum og reglum sambandsins. Margir telja að þetta gæti takmarkað sveigjanleika Íslands við að setja eigin reglur sem henta sérstökum aðstæðum landsins. Aðild að ESB myndi þýða að Ísland yrði hluti af sameiginlegu tollabandalagi. Þetta gæti leitt til aukins innflutnings á ódýrari landbúnaðarvörum frá öðrum löndum innan sambandsins. Ísland hefur miklar og einstakar endurnýjanlegar orkulindir, eins og vatnsafl og jarðhita. Með ESB-aðild gæti landið þurft að opna fyrir frjálsari aðgang að auðlindunum og jafnvel samþykkja eignarhald erlendra aðila á þessum auðlindum. Sjávarútvegur, sem er ein af lykilstoðum íslensks efnahags, myndi einnig þurfa að fylgja sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins, sem gæti þýtt minni stjórn yfir eigin fiskimiðum. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar