Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 17. janúar 2025 19:32 Nú eru tíu mánuðir liðnir síðan samningur ríkisins við Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) losnaði og samningaviðræður hafa engan árangur borið. Að óbreyttu fara prófessorar í verkfall á næstu vikum. Það er ekki óeðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort það skipti einhverju máli? Eru prófessorar ómissandi starfstétt eins og hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar, svo dæmi séu tekin? Augljósu afleiðingarnar yrðu þær að prófessorar mættu ekki kenna, ekki sinna námsmati, ekki leiðbeina lokaverkefnum og ekki útskrifa nemendur. Brautskráning á að fara fram í febrúar, en ekkert yrði af henni ef prófessorar verða í verkfalli! Nýir læknar og grunnskólakennarar yrðu að bíða lengur eftir sínum prófgráðum. Doktorsvarnir geta heldur ekki farið fram, en þær eru oft skipulagðar fjóra mánuði fram í tímann og eru lokahnykkur margra ára rannsóknarvinnu nemenda. Mikið er því í húfi fyrir nemendur sem leggja hart að sér til þess að mennta sig og reiða sig á námslán. Það sem er minna augljóst þeim sem ekki starfa við háskóla er hvaða afleiðingar verkfall prófessora myndi hafa fyrir rannsóknarstörf og nýsköpun í landinu. Prófessorar sinna rannsóknum á öllum sviðum íslensks þjóðfélags; rannsóknir á blóði, taugaröskunum, meðferðum gegn þunglyndi, allskonar lífsýnum, ensímum, genum, sjúkdómum, jarðskjálftum, eldgosum, öldrun, þjóðaröryggismálum, efnahagsmálum, alþjóðasamskiptum, loftslagsmálum og svo mætti lengi telja. Þessi rannsóknarverkefni kosta sum milljarða og eru mörg fjármögnuð með opinberu fé. Þau myndu leggjast af með tilheyrandi vinnutapi fyrir þá nemendur, tæknifólk og aðra sem koma að rannsóknunum. Tap bæði á viðkvæmum gögnum (svo sem lífsýnum sem ekki bíða) og þekkingu fyrir þjóðina er erfitt að telja í krónum og aurum. Svo það sé sagt, þá væri það verkfallsbrot ef aðrir gengju í störf prófessora á þessum vettvangi. Sá þáttur starfa prófessora sem fæstir þekkja sennilega er stjórnun, en prófessorar sinna stórum hluta stjórnunar háskólanna. Loks erum við mörg sem komum fram í krafti sérþekkingar okkar og stöðu á opinberum vettvangi og munum ekki gera það séum við í verkfalli, þótt vitaskuld yrðu veittar undanþágur sem varða þjóðaröryggi og almannavarnir. Nýlega sendi stjórn félags prófessora frá sér niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsfólks. Þar kom í ljós að rúmlega 70% prófessora styðja verkfallsaðgerðir í einhverju formi. Það er því raunveruleg hætta á því að opinberir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands séu að missa prófessorana sína í verkfall. Starfsfólk háskólanna er langþreytt á endalausum niðurskurði undanfarinna ára og er að þrotum komið. Nýleg rannsókn sýnir að stór hluti akademísks starfsfólks á Íslandi er í hættu á kulnun. Þar er ekki við stjórnendur háskólanna að sakast, heldur stjórnvöld sem hafa ekki fjármagnað háskólastigið þrátt fyrir fögur fyrirheit. Það er aðkallandi verkefni að leysa þessa kjaradeilu og bæta kjör prófessora og ég skora á stjórnvöld að gera það hið snarasta. Höfundur er frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands og prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Nú eru tíu mánuðir liðnir síðan samningur ríkisins við Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) losnaði og samningaviðræður hafa engan árangur borið. Að óbreyttu fara prófessorar í verkfall á næstu vikum. Það er ekki óeðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort það skipti einhverju máli? Eru prófessorar ómissandi starfstétt eins og hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar, svo dæmi séu tekin? Augljósu afleiðingarnar yrðu þær að prófessorar mættu ekki kenna, ekki sinna námsmati, ekki leiðbeina lokaverkefnum og ekki útskrifa nemendur. Brautskráning á að fara fram í febrúar, en ekkert yrði af henni ef prófessorar verða í verkfalli! Nýir læknar og grunnskólakennarar yrðu að bíða lengur eftir sínum prófgráðum. Doktorsvarnir geta heldur ekki farið fram, en þær eru oft skipulagðar fjóra mánuði fram í tímann og eru lokahnykkur margra ára rannsóknarvinnu nemenda. Mikið er því í húfi fyrir nemendur sem leggja hart að sér til þess að mennta sig og reiða sig á námslán. Það sem er minna augljóst þeim sem ekki starfa við háskóla er hvaða afleiðingar verkfall prófessora myndi hafa fyrir rannsóknarstörf og nýsköpun í landinu. Prófessorar sinna rannsóknum á öllum sviðum íslensks þjóðfélags; rannsóknir á blóði, taugaröskunum, meðferðum gegn þunglyndi, allskonar lífsýnum, ensímum, genum, sjúkdómum, jarðskjálftum, eldgosum, öldrun, þjóðaröryggismálum, efnahagsmálum, alþjóðasamskiptum, loftslagsmálum og svo mætti lengi telja. Þessi rannsóknarverkefni kosta sum milljarða og eru mörg fjármögnuð með opinberu fé. Þau myndu leggjast af með tilheyrandi vinnutapi fyrir þá nemendur, tæknifólk og aðra sem koma að rannsóknunum. Tap bæði á viðkvæmum gögnum (svo sem lífsýnum sem ekki bíða) og þekkingu fyrir þjóðina er erfitt að telja í krónum og aurum. Svo það sé sagt, þá væri það verkfallsbrot ef aðrir gengju í störf prófessora á þessum vettvangi. Sá þáttur starfa prófessora sem fæstir þekkja sennilega er stjórnun, en prófessorar sinna stórum hluta stjórnunar háskólanna. Loks erum við mörg sem komum fram í krafti sérþekkingar okkar og stöðu á opinberum vettvangi og munum ekki gera það séum við í verkfalli, þótt vitaskuld yrðu veittar undanþágur sem varða þjóðaröryggi og almannavarnir. Nýlega sendi stjórn félags prófessora frá sér niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsfólks. Þar kom í ljós að rúmlega 70% prófessora styðja verkfallsaðgerðir í einhverju formi. Það er því raunveruleg hætta á því að opinberir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands séu að missa prófessorana sína í verkfall. Starfsfólk háskólanna er langþreytt á endalausum niðurskurði undanfarinna ára og er að þrotum komið. Nýleg rannsókn sýnir að stór hluti akademísks starfsfólks á Íslandi er í hættu á kulnun. Þar er ekki við stjórnendur háskólanna að sakast, heldur stjórnvöld sem hafa ekki fjármagnað háskólastigið þrátt fyrir fögur fyrirheit. Það er aðkallandi verkefni að leysa þessa kjaradeilu og bæta kjör prófessora og ég skora á stjórnvöld að gera það hið snarasta. Höfundur er frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands og prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun