Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 17. janúar 2025 19:32 Nú eru tíu mánuðir liðnir síðan samningur ríkisins við Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) losnaði og samningaviðræður hafa engan árangur borið. Að óbreyttu fara prófessorar í verkfall á næstu vikum. Það er ekki óeðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort það skipti einhverju máli? Eru prófessorar ómissandi starfstétt eins og hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar, svo dæmi séu tekin? Augljósu afleiðingarnar yrðu þær að prófessorar mættu ekki kenna, ekki sinna námsmati, ekki leiðbeina lokaverkefnum og ekki útskrifa nemendur. Brautskráning á að fara fram í febrúar, en ekkert yrði af henni ef prófessorar verða í verkfalli! Nýir læknar og grunnskólakennarar yrðu að bíða lengur eftir sínum prófgráðum. Doktorsvarnir geta heldur ekki farið fram, en þær eru oft skipulagðar fjóra mánuði fram í tímann og eru lokahnykkur margra ára rannsóknarvinnu nemenda. Mikið er því í húfi fyrir nemendur sem leggja hart að sér til þess að mennta sig og reiða sig á námslán. Það sem er minna augljóst þeim sem ekki starfa við háskóla er hvaða afleiðingar verkfall prófessora myndi hafa fyrir rannsóknarstörf og nýsköpun í landinu. Prófessorar sinna rannsóknum á öllum sviðum íslensks þjóðfélags; rannsóknir á blóði, taugaröskunum, meðferðum gegn þunglyndi, allskonar lífsýnum, ensímum, genum, sjúkdómum, jarðskjálftum, eldgosum, öldrun, þjóðaröryggismálum, efnahagsmálum, alþjóðasamskiptum, loftslagsmálum og svo mætti lengi telja. Þessi rannsóknarverkefni kosta sum milljarða og eru mörg fjármögnuð með opinberu fé. Þau myndu leggjast af með tilheyrandi vinnutapi fyrir þá nemendur, tæknifólk og aðra sem koma að rannsóknunum. Tap bæði á viðkvæmum gögnum (svo sem lífsýnum sem ekki bíða) og þekkingu fyrir þjóðina er erfitt að telja í krónum og aurum. Svo það sé sagt, þá væri það verkfallsbrot ef aðrir gengju í störf prófessora á þessum vettvangi. Sá þáttur starfa prófessora sem fæstir þekkja sennilega er stjórnun, en prófessorar sinna stórum hluta stjórnunar háskólanna. Loks erum við mörg sem komum fram í krafti sérþekkingar okkar og stöðu á opinberum vettvangi og munum ekki gera það séum við í verkfalli, þótt vitaskuld yrðu veittar undanþágur sem varða þjóðaröryggi og almannavarnir. Nýlega sendi stjórn félags prófessora frá sér niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsfólks. Þar kom í ljós að rúmlega 70% prófessora styðja verkfallsaðgerðir í einhverju formi. Það er því raunveruleg hætta á því að opinberir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands séu að missa prófessorana sína í verkfall. Starfsfólk háskólanna er langþreytt á endalausum niðurskurði undanfarinna ára og er að þrotum komið. Nýleg rannsókn sýnir að stór hluti akademísks starfsfólks á Íslandi er í hættu á kulnun. Þar er ekki við stjórnendur háskólanna að sakast, heldur stjórnvöld sem hafa ekki fjármagnað háskólastigið þrátt fyrir fögur fyrirheit. Það er aðkallandi verkefni að leysa þessa kjaradeilu og bæta kjör prófessora og ég skora á stjórnvöld að gera það hið snarasta. Höfundur er frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands og prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Nú eru tíu mánuðir liðnir síðan samningur ríkisins við Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) losnaði og samningaviðræður hafa engan árangur borið. Að óbreyttu fara prófessorar í verkfall á næstu vikum. Það er ekki óeðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort það skipti einhverju máli? Eru prófessorar ómissandi starfstétt eins og hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar, svo dæmi séu tekin? Augljósu afleiðingarnar yrðu þær að prófessorar mættu ekki kenna, ekki sinna námsmati, ekki leiðbeina lokaverkefnum og ekki útskrifa nemendur. Brautskráning á að fara fram í febrúar, en ekkert yrði af henni ef prófessorar verða í verkfalli! Nýir læknar og grunnskólakennarar yrðu að bíða lengur eftir sínum prófgráðum. Doktorsvarnir geta heldur ekki farið fram, en þær eru oft skipulagðar fjóra mánuði fram í tímann og eru lokahnykkur margra ára rannsóknarvinnu nemenda. Mikið er því í húfi fyrir nemendur sem leggja hart að sér til þess að mennta sig og reiða sig á námslán. Það sem er minna augljóst þeim sem ekki starfa við háskóla er hvaða afleiðingar verkfall prófessora myndi hafa fyrir rannsóknarstörf og nýsköpun í landinu. Prófessorar sinna rannsóknum á öllum sviðum íslensks þjóðfélags; rannsóknir á blóði, taugaröskunum, meðferðum gegn þunglyndi, allskonar lífsýnum, ensímum, genum, sjúkdómum, jarðskjálftum, eldgosum, öldrun, þjóðaröryggismálum, efnahagsmálum, alþjóðasamskiptum, loftslagsmálum og svo mætti lengi telja. Þessi rannsóknarverkefni kosta sum milljarða og eru mörg fjármögnuð með opinberu fé. Þau myndu leggjast af með tilheyrandi vinnutapi fyrir þá nemendur, tæknifólk og aðra sem koma að rannsóknunum. Tap bæði á viðkvæmum gögnum (svo sem lífsýnum sem ekki bíða) og þekkingu fyrir þjóðina er erfitt að telja í krónum og aurum. Svo það sé sagt, þá væri það verkfallsbrot ef aðrir gengju í störf prófessora á þessum vettvangi. Sá þáttur starfa prófessora sem fæstir þekkja sennilega er stjórnun, en prófessorar sinna stórum hluta stjórnunar háskólanna. Loks erum við mörg sem komum fram í krafti sérþekkingar okkar og stöðu á opinberum vettvangi og munum ekki gera það séum við í verkfalli, þótt vitaskuld yrðu veittar undanþágur sem varða þjóðaröryggi og almannavarnir. Nýlega sendi stjórn félags prófessora frá sér niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsfólks. Þar kom í ljós að rúmlega 70% prófessora styðja verkfallsaðgerðir í einhverju formi. Það er því raunveruleg hætta á því að opinberir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands séu að missa prófessorana sína í verkfall. Starfsfólk háskólanna er langþreytt á endalausum niðurskurði undanfarinna ára og er að þrotum komið. Nýleg rannsókn sýnir að stór hluti akademísks starfsfólks á Íslandi er í hættu á kulnun. Þar er ekki við stjórnendur háskólanna að sakast, heldur stjórnvöld sem hafa ekki fjármagnað háskólastigið þrátt fyrir fögur fyrirheit. Það er aðkallandi verkefni að leysa þessa kjaradeilu og bæta kjör prófessora og ég skora á stjórnvöld að gera það hið snarasta. Höfundur er frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands og prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun