„Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2025 21:56 Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha fékk pabbaknús eftir fyrsta leik sinn á stórmóti í kvöld, gegn Íslandi í Zagreb. VÍSIR/VILHELM „Maður er ennþá að ná að jarðtengja sig aðeins. Maður er dálítið hátt uppi núna, eftir fyrsta leik á HM, en þetta er gott fyrir reynsluna,“ sagði Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, sem afrekaði það að spila á móti Íslandi á HM í handbolta í kvöld. Hafsteinn var kallaður inn í landsliðshóp Grænhöfðaeyja rétt fyrir mótið, eftir að hafa verið í stærri æfingahópi liðsins en svo verið sendur heim. Gróttumaðurinn, sem er uppalinn hjá Fjölni en á pabba frá Grænhöfðaeyjum, spilaði ekki mikið í kvöld en kom við sögu undir lokin: „Já, ég var búinn að hita upp tvisvar sinnum og aðstoðardómarinn var búinn að segja mér að setjast niður tvisvar sinnum. Maður var orðinn dálítið pirraður og þreyttur á þessu. Ég fékk lokamínúturnar en það hefði verið gaman að koma fyrr inn á,“ sagði Hafsteinn við Henry Birgi Gunnarsson í Zagreb í kvöld. Klippa: Hafsteinn Óli eftir leikinn við Ísland Hafsteini var vel fagnað af Íslendingum á áhorfendapöllunum í kvöld, þó að hann væri að spila á móti Íslandi: „Það voru grjótharðir Íslendingar þarna og gaman að heyra í þeim. Það er mjög skemmtilegt að fá að upplifa þetta og sérstaklega á móti Íslandi, og finna þennan stuðning sem stúkan gaf manni,“ sagði Hafsteinn, áður en hann hélt inn í klefa að hlusta á ræðu portúgalska þjálfarans Jorge Rito: „Hann er ekki ennþá búinn að ræða við okkur, þannig að það kemur í ljós hvað hann segir. Við byrjuðum leikinn hræðilega, misstum boltann og Íslendingar ógeðslega fljótir fram. Við vorum komnir tíu mörkum undir á 0,1. Það var dálítið leiðinlegt og hann tekur örugglega hörkuræðu á okkur núna. Hann gerði það alla vega í hálfleik,“ sagði Hafsteinn léttur. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32 Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. 16. janúar 2025 21:46 „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25 „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19 Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Hafsteinn var kallaður inn í landsliðshóp Grænhöfðaeyja rétt fyrir mótið, eftir að hafa verið í stærri æfingahópi liðsins en svo verið sendur heim. Gróttumaðurinn, sem er uppalinn hjá Fjölni en á pabba frá Grænhöfðaeyjum, spilaði ekki mikið í kvöld en kom við sögu undir lokin: „Já, ég var búinn að hita upp tvisvar sinnum og aðstoðardómarinn var búinn að segja mér að setjast niður tvisvar sinnum. Maður var orðinn dálítið pirraður og þreyttur á þessu. Ég fékk lokamínúturnar en það hefði verið gaman að koma fyrr inn á,“ sagði Hafsteinn við Henry Birgi Gunnarsson í Zagreb í kvöld. Klippa: Hafsteinn Óli eftir leikinn við Ísland Hafsteini var vel fagnað af Íslendingum á áhorfendapöllunum í kvöld, þó að hann væri að spila á móti Íslandi: „Það voru grjótharðir Íslendingar þarna og gaman að heyra í þeim. Það er mjög skemmtilegt að fá að upplifa þetta og sérstaklega á móti Íslandi, og finna þennan stuðning sem stúkan gaf manni,“ sagði Hafsteinn, áður en hann hélt inn í klefa að hlusta á ræðu portúgalska þjálfarans Jorge Rito: „Hann er ekki ennþá búinn að ræða við okkur, þannig að það kemur í ljós hvað hann segir. Við byrjuðum leikinn hræðilega, misstum boltann og Íslendingar ógeðslega fljótir fram. Við vorum komnir tíu mörkum undir á 0,1. Það var dálítið leiðinlegt og hann tekur örugglega hörkuræðu á okkur núna. Hann gerði það alla vega í hálfleik,“ sagði Hafsteinn léttur.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32 Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. 16. janúar 2025 21:46 „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25 „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19 Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32
Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. 16. janúar 2025 21:46
„Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25
„Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19
Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50