„Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2025 21:23 Þetta var erfitt kvöld fyrir Aron Kristjánsson og lærisveina hans í bareinska landsliðinu. Getty/TF-Images Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. Króatía var komið átta mörkum yfir í hálfleik, 17-9, og vann leikinn á endanum með fjórtán marka mun, 36-22. „Þetta var mjög erfitt og við vissum það svo sem að þetta yrði erfitt hérna. Góð stemmning og Króatar með mjög gott lið. Mér fannst við líka gera okkur þetta erfitt fyrir,“ sagði Aron Kristjánsson við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Við vorum að klikka mikið á markvörðinn í fyrri hálfleik og henda boltanum frá okkur. Við hefðum átt að vera minna undir eftir fyrri hálfleikinn því mér fannst varnarleikurinn okkar vera nokkuð góður,“ sagði Aron. „Við vorum að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur, með hraðri miðju og menn voru orðnir þreyttir. Við misstum líka út okkar tvo aðallleikmenn í sókninni,“ sagði Aron. „Við erum búnir að vera í svolitlu brasi með mannskapinn og það heldur bara áfram,“ sagði Aron. Hann var ekki með örvhenta skyttu í kvöld. „Nei ég er ekki með örvhenta skyttu og það vantar mjög marga leikmenn þegar við förum inn i mótið. Það er brekka og menn vilja líka yngja upp liðið. Það er því mikið af ungum strákum og rosalega mikil reynsla fyrir þá að fá svona leiki,“ sagði Aron. „Ég sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun þegar tempóið er orðið mikið. Vonandi að menn læra bara á því,“ sagði Aron. „Þetta er búið að vera ótrúlegur undirbúningur, endalaus ferðalög hingað og þangað. Ég vil ekki vera að tjá mig um það. Ég ætla að bíða með það þar til eftir mót,“ sagði Aron. Hvaða væntingar gerir hann til mótsins? „Væntingarnar hjá okkur var að reyna að sjá hvort við gætum safnað vopnum hérna og bætt okkur leik eftir leik. Að vera klárir á móti Argentínu og reyna að vinna þann leik,“ sagði Aron. „Þetta var mjög slæmur leikur fyrir okkur út af því að við missum tvo mjög góða sóknarmenn út. Annar þeirra var að koma til baka. Við höldum samt ótrauðir áfram og reynum að byggja okkur upp þannig að við séum tilbúnir á móti Argentínu,“ sagði Aron. Klippa: Aron eftir tapið gegn Króatíu HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
Króatía var komið átta mörkum yfir í hálfleik, 17-9, og vann leikinn á endanum með fjórtán marka mun, 36-22. „Þetta var mjög erfitt og við vissum það svo sem að þetta yrði erfitt hérna. Góð stemmning og Króatar með mjög gott lið. Mér fannst við líka gera okkur þetta erfitt fyrir,“ sagði Aron Kristjánsson við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Við vorum að klikka mikið á markvörðinn í fyrri hálfleik og henda boltanum frá okkur. Við hefðum átt að vera minna undir eftir fyrri hálfleikinn því mér fannst varnarleikurinn okkar vera nokkuð góður,“ sagði Aron. „Við vorum að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur, með hraðri miðju og menn voru orðnir þreyttir. Við misstum líka út okkar tvo aðallleikmenn í sókninni,“ sagði Aron. „Við erum búnir að vera í svolitlu brasi með mannskapinn og það heldur bara áfram,“ sagði Aron. Hann var ekki með örvhenta skyttu í kvöld. „Nei ég er ekki með örvhenta skyttu og það vantar mjög marga leikmenn þegar við förum inn i mótið. Það er brekka og menn vilja líka yngja upp liðið. Það er því mikið af ungum strákum og rosalega mikil reynsla fyrir þá að fá svona leiki,“ sagði Aron. „Ég sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun þegar tempóið er orðið mikið. Vonandi að menn læra bara á því,“ sagði Aron. „Þetta er búið að vera ótrúlegur undirbúningur, endalaus ferðalög hingað og þangað. Ég vil ekki vera að tjá mig um það. Ég ætla að bíða með það þar til eftir mót,“ sagði Aron. Hvaða væntingar gerir hann til mótsins? „Væntingarnar hjá okkur var að reyna að sjá hvort við gætum safnað vopnum hérna og bætt okkur leik eftir leik. Að vera klárir á móti Argentínu og reyna að vinna þann leik,“ sagði Aron. „Þetta var mjög slæmur leikur fyrir okkur út af því að við missum tvo mjög góða sóknarmenn út. Annar þeirra var að koma til baka. Við höldum samt ótrauðir áfram og reynum að byggja okkur upp þannig að við séum tilbúnir á móti Argentínu,“ sagði Aron. Klippa: Aron eftir tapið gegn Króatíu
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira