„Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2025 21:36 Dagur Sigurðsson er með króatíska landsliðið á heimavelli á þessu heimsmeistaramóti. Getty/Luka Stanzl/ Dagur Sigurðsson byrjaði vel með króatíska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld því liðið vann þá fjórtán marka sigur á Barein í fyrsta leik. Það var mikil stemmning í höllinni og Króatar töku öll völd frá byrjun leiks. Dagur var þarna að fara illa með gamlan félaga úr landsliðinu því Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein. „Ég er ekki frá því að það sé frekar gott að hafa klárað þetta svona. Við vorum einbeittir og flottir í byrjun. Við náðum að keyra á þá,“ sagði Dagur Sigurðsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Það verður samt að segjast eins og er að Aron er ekki öfundsverður. Hann var með hálflaskað lið fyrir mót og menn ekki alveg í standi. Það er erfitt í þessum bransa,“ sagði Dagur. Hvernig var fyrir Dag að stýra króatíska landsliðinu á heimavelli? „Það er skemmtilegt. Þetta er blóðheitt og það eru læti. Við eigum eftir að sjá þegar við verðum settir upp við vegginn líka hvernig þetta virkar þá,“ sagði Dagur en finnur hann fyrir pressu? „Nei ekki þannig lagað. Ég veit alveg að ég þarf að vinna leiki en ég er tiltölulega rólegur með það allt saman.,“ sagði Dagur. „Þeir eru vanir að skipta hratt um þjálfara og ég læt mér ekkert bregða þótt að það gerist,“ sagði Dagur en hverjar eru væntingarnar til liðsins? „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það, í hvaða sæti ég á að lenda. Ég vona að ég geti bætt okkar leik og að við verðum sterkir,“ sagði Dagur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Dagur eftir sigur á Barein HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Fleiri fréttir „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Sjá meira
Það var mikil stemmning í höllinni og Króatar töku öll völd frá byrjun leiks. Dagur var þarna að fara illa með gamlan félaga úr landsliðinu því Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein. „Ég er ekki frá því að það sé frekar gott að hafa klárað þetta svona. Við vorum einbeittir og flottir í byrjun. Við náðum að keyra á þá,“ sagði Dagur Sigurðsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Það verður samt að segjast eins og er að Aron er ekki öfundsverður. Hann var með hálflaskað lið fyrir mót og menn ekki alveg í standi. Það er erfitt í þessum bransa,“ sagði Dagur. Hvernig var fyrir Dag að stýra króatíska landsliðinu á heimavelli? „Það er skemmtilegt. Þetta er blóðheitt og það eru læti. Við eigum eftir að sjá þegar við verðum settir upp við vegginn líka hvernig þetta virkar þá,“ sagði Dagur en finnur hann fyrir pressu? „Nei ekki þannig lagað. Ég veit alveg að ég þarf að vinna leiki en ég er tiltölulega rólegur með það allt saman.,“ sagði Dagur. „Þeir eru vanir að skipta hratt um þjálfara og ég læt mér ekkert bregða þótt að það gerist,“ sagði Dagur en hverjar eru væntingarnar til liðsins? „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það, í hvaða sæti ég á að lenda. Ég vona að ég geti bætt okkar leik og að við verðum sterkir,“ sagði Dagur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Dagur eftir sigur á Barein
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Fleiri fréttir „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Sjá meira