„Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2025 09:32 Hafsteinn Óli kátur í Zagreb í gær. vísir/vilhelm Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga hjá honum. Hann var í hópnum, missti sætið en var svo kallaður aftur inn. Klippa: Mikill rússibani síðustu daga „Þetta er búið að vera ákveðið ævintýri. Ég átti að fara heim í morgun en svo komu meiðsli og ég datt því inn. Konan var spennt að fá mig heim en hún verður að bíða aðeins lengur,“ sagði Hafsteinn Óli kátur í Zagreb í gær. Hafsteinn, sem leikur með Gróttu í Olís-deildinni, spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar á móti í Kúveit í síðasta mánuði. Þar mættu Grænhöfðaeyjar heimaliði Kúveit, Barein og Túnis. „Fyrir síðustu jól heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hann viðurkennir að það verði mjög sérstakt að spila við Ísland í kvöld. „Þetta er dálítið sérstakt. Maður er alinn upp við að horfa á þessa stráka í landsliðinu. Ég var að vonast til þess að spila einhvern tímann með Íslandi á stórmóti en ekki hinum megin á vellinum. Þetta verður bara gaman.“ Grænhöfðaeyjar eru ekki með hátt skrifað handboltalið en Hafsteinn Óli segir að liðið sé spennandi. „Þarna eru margir strákar að spila í Evrópu. Þetta er hörkulið og ef allt gengur upp getur þetta lið spilað góðan handbolta,“ segir okkar maður en hvað getur liðið hans gert á þessu móti? „Við höfum engu að tapa gegn Íslandi og Slóveníu en stólum á tvö stig gegn Kúbu í lokin,“ segir Hafsteinn Óli brattur og bætir við að ágætlega gangi þrátt fyrir tungumálaörðugleika. „Ég er ekki byrjaður að læra móðurmálið en nokkrir þarna tala ensku. Nokkrir tala bara portúgölsku og kreólsku en það er bara þýtt fyrir mig. Þetta er fínt.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Fleiri fréttir Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga hjá honum. Hann var í hópnum, missti sætið en var svo kallaður aftur inn. Klippa: Mikill rússibani síðustu daga „Þetta er búið að vera ákveðið ævintýri. Ég átti að fara heim í morgun en svo komu meiðsli og ég datt því inn. Konan var spennt að fá mig heim en hún verður að bíða aðeins lengur,“ sagði Hafsteinn Óli kátur í Zagreb í gær. Hafsteinn, sem leikur með Gróttu í Olís-deildinni, spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar á móti í Kúveit í síðasta mánuði. Þar mættu Grænhöfðaeyjar heimaliði Kúveit, Barein og Túnis. „Fyrir síðustu jól heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hann viðurkennir að það verði mjög sérstakt að spila við Ísland í kvöld. „Þetta er dálítið sérstakt. Maður er alinn upp við að horfa á þessa stráka í landsliðinu. Ég var að vonast til þess að spila einhvern tímann með Íslandi á stórmóti en ekki hinum megin á vellinum. Þetta verður bara gaman.“ Grænhöfðaeyjar eru ekki með hátt skrifað handboltalið en Hafsteinn Óli segir að liðið sé spennandi. „Þarna eru margir strákar að spila í Evrópu. Þetta er hörkulið og ef allt gengur upp getur þetta lið spilað góðan handbolta,“ segir okkar maður en hvað getur liðið hans gert á þessu móti? „Við höfum engu að tapa gegn Íslandi og Slóveníu en stólum á tvö stig gegn Kúbu í lokin,“ segir Hafsteinn Óli brattur og bætir við að ágætlega gangi þrátt fyrir tungumálaörðugleika. „Ég er ekki byrjaður að læra móðurmálið en nokkrir þarna tala ensku. Nokkrir tala bara portúgölsku og kreólsku en það er bara þýtt fyrir mig. Þetta er fínt.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Fleiri fréttir Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Sjá meira