„Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2025 09:32 Hafsteinn Óli kátur í Zagreb í gær. vísir/vilhelm Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga hjá honum. Hann var í hópnum, missti sætið en var svo kallaður aftur inn. Klippa: Mikill rússibani síðustu daga „Þetta er búið að vera ákveðið ævintýri. Ég átti að fara heim í morgun en svo komu meiðsli og ég datt því inn. Konan var spennt að fá mig heim en hún verður að bíða aðeins lengur,“ sagði Hafsteinn Óli kátur í Zagreb í gær. Hafsteinn, sem leikur með Gróttu í Olís-deildinni, spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar á móti í Kúveit í síðasta mánuði. Þar mættu Grænhöfðaeyjar heimaliði Kúveit, Barein og Túnis. „Fyrir síðustu jól heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hann viðurkennir að það verði mjög sérstakt að spila við Ísland í kvöld. „Þetta er dálítið sérstakt. Maður er alinn upp við að horfa á þessa stráka í landsliðinu. Ég var að vonast til þess að spila einhvern tímann með Íslandi á stórmóti en ekki hinum megin á vellinum. Þetta verður bara gaman.“ Grænhöfðaeyjar eru ekki með hátt skrifað handboltalið en Hafsteinn Óli segir að liðið sé spennandi. „Þarna eru margir strákar að spila í Evrópu. Þetta er hörkulið og ef allt gengur upp getur þetta lið spilað góðan handbolta,“ segir okkar maður en hvað getur liðið hans gert á þessu móti? „Við höfum engu að tapa gegn Íslandi og Slóveníu en stólum á tvö stig gegn Kúbu í lokin,“ segir Hafsteinn Óli brattur og bætir við að ágætlega gangi þrátt fyrir tungumálaörðugleika. „Ég er ekki byrjaður að læra móðurmálið en nokkrir þarna tala ensku. Nokkrir tala bara portúgölsku og kreólsku en það er bara þýtt fyrir mig. Þetta er fínt.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga hjá honum. Hann var í hópnum, missti sætið en var svo kallaður aftur inn. Klippa: Mikill rússibani síðustu daga „Þetta er búið að vera ákveðið ævintýri. Ég átti að fara heim í morgun en svo komu meiðsli og ég datt því inn. Konan var spennt að fá mig heim en hún verður að bíða aðeins lengur,“ sagði Hafsteinn Óli kátur í Zagreb í gær. Hafsteinn, sem leikur með Gróttu í Olís-deildinni, spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar á móti í Kúveit í síðasta mánuði. Þar mættu Grænhöfðaeyjar heimaliði Kúveit, Barein og Túnis. „Fyrir síðustu jól heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hann viðurkennir að það verði mjög sérstakt að spila við Ísland í kvöld. „Þetta er dálítið sérstakt. Maður er alinn upp við að horfa á þessa stráka í landsliðinu. Ég var að vonast til þess að spila einhvern tímann með Íslandi á stórmóti en ekki hinum megin á vellinum. Þetta verður bara gaman.“ Grænhöfðaeyjar eru ekki með hátt skrifað handboltalið en Hafsteinn Óli segir að liðið sé spennandi. „Þarna eru margir strákar að spila í Evrópu. Þetta er hörkulið og ef allt gengur upp getur þetta lið spilað góðan handbolta,“ segir okkar maður en hvað getur liðið hans gert á þessu móti? „Við höfum engu að tapa gegn Íslandi og Slóveníu en stólum á tvö stig gegn Kúbu í lokin,“ segir Hafsteinn Óli brattur og bætir við að ágætlega gangi þrátt fyrir tungumálaörðugleika. „Ég er ekki byrjaður að læra móðurmálið en nokkrir þarna tala ensku. Nokkrir tala bara portúgölsku og kreólsku en það er bara þýtt fyrir mig. Þetta er fínt.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita