Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2025 13:41 Justin Baldoni virðist telja að persónan hafi verið byggð á honum. Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum. Þetta kemur fram í umfjöllun Variety. Eins og fram hefur komið eiga þau Justin Baldoni og Blake Lively í harðvítugum deilum vegna meints hátternis Baldoni á setti kvikmyndarinnar It ends with us. Variety greinir frá því að nú hafi Kevin Feige forseta Marvel, Bob Iger forstjóra Disney og Tim Miller leikstjóra myndarinnar borist bréf frá lögmönnum Baldoni. Ryan Reynolds eiginmaður Blake Lively fer eins og flestir vita með aðalhlutverkið í Deadpool. Variety segir lögmann Baldoni telja að persónan „Nicepool“ hafi verið byggð á Baldoni. Með henni hafi Baldoni verið hafður að háði og spotti en um er að ræða vitlausari en um leið almennilegri útgáfu af hinum alræmda hrotta Deadpool. Hlýtur hrottaleg örlög Í myndinni, þar sem persónur brjóta gjarnan fjórða vegginn, gerir Nicepool meðal annars athugasemdir við verklag á setti myndarinnar. Hann spyr hvar nándarfulltrúi sé á settinu, það er sá sem á að fylgjast með því að fólki í mögulegum kynferðislegum aðstæðum líði vel. Þá hrósar Nicepool kvenkyns Deadpool, Ladypool sem leikin er af Blake Lively fyrir að hafa komið sér aftur í gott form eftir barnsburð. Að lokum hlýtur persónan einkar ofbeldisfullan dauðdaga og leggur ofurhetjan Deadpool sig í raun fram um að tryggja að svo verði. Lögmenn Baldoni virðast þess fullvissir um að um skot gegn honum sé að ræða. Lively hefur áður tilkynnt að hún undirbúi nú lögsókn gegn Baldoni fyrir meint kynferðislegt áreiti á tökustað. Hún sakar hann auk þess um að hafa lagt í óprúttna áróðursherferð gegn henni í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar og grafa undan trúverðugleika hennar ef ske kynni að hún myndi gera ásakanir sínar opinberar. Fram kemur í frétt Variety að Marvel og Disney vilji ekki tjá sig um bréf lögmanns Baldoni. Ekki heldur lögmenn hjónanna. Í bréfinu fer lögmaðurinn fram á að öllum gögnum um samskipti vegna persónunnar og söguþráð myndarinnar verði varðveitt. Bíó og sjónvarp Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Variety. Eins og fram hefur komið eiga þau Justin Baldoni og Blake Lively í harðvítugum deilum vegna meints hátternis Baldoni á setti kvikmyndarinnar It ends with us. Variety greinir frá því að nú hafi Kevin Feige forseta Marvel, Bob Iger forstjóra Disney og Tim Miller leikstjóra myndarinnar borist bréf frá lögmönnum Baldoni. Ryan Reynolds eiginmaður Blake Lively fer eins og flestir vita með aðalhlutverkið í Deadpool. Variety segir lögmann Baldoni telja að persónan „Nicepool“ hafi verið byggð á Baldoni. Með henni hafi Baldoni verið hafður að háði og spotti en um er að ræða vitlausari en um leið almennilegri útgáfu af hinum alræmda hrotta Deadpool. Hlýtur hrottaleg örlög Í myndinni, þar sem persónur brjóta gjarnan fjórða vegginn, gerir Nicepool meðal annars athugasemdir við verklag á setti myndarinnar. Hann spyr hvar nándarfulltrúi sé á settinu, það er sá sem á að fylgjast með því að fólki í mögulegum kynferðislegum aðstæðum líði vel. Þá hrósar Nicepool kvenkyns Deadpool, Ladypool sem leikin er af Blake Lively fyrir að hafa komið sér aftur í gott form eftir barnsburð. Að lokum hlýtur persónan einkar ofbeldisfullan dauðdaga og leggur ofurhetjan Deadpool sig í raun fram um að tryggja að svo verði. Lögmenn Baldoni virðast þess fullvissir um að um skot gegn honum sé að ræða. Lively hefur áður tilkynnt að hún undirbúi nú lögsókn gegn Baldoni fyrir meint kynferðislegt áreiti á tökustað. Hún sakar hann auk þess um að hafa lagt í óprúttna áróðursherferð gegn henni í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar og grafa undan trúverðugleika hennar ef ske kynni að hún myndi gera ásakanir sínar opinberar. Fram kemur í frétt Variety að Marvel og Disney vilji ekki tjá sig um bréf lögmanns Baldoni. Ekki heldur lögmenn hjónanna. Í bréfinu fer lögmaðurinn fram á að öllum gögnum um samskipti vegna persónunnar og söguþráð myndarinnar verði varðveitt.
Bíó og sjónvarp Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira