„Karfan er æði en lífið er skítt“ Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 08:02 Bryndís Gunnlaugsdóttir kveður heimili sitt í nýjasta þættinum af Grindavík. Skjáskot/Stöð 2 Sport „Mig langar bara að segja bless til þess að ljúka þessum kafla,“ segir Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir í nýjasta þættinum af Grindavík, þar sem henni er fylgt í kveðjuheimsókn á heimili sitt í Grindavík. Bryndís neyddist líkt og aðrir Grindvíkingar til að yfirgefa heimili sitt síðasta vetur, vegna eldgosanna á Reykjanesi, en var á sama tíma að reyna að gera sitt besta sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta. „Verður aldrei heimilið sem þetta var“ Í þriðja þætti heimildaþáttaraðarinnar Grindavík, sem sjá má á Stöð 2+, snýr hún aftur til Grindavíkur og tekur meðal annars ljósmyndir til að eiga til minningar um húsið sitt sem lá undir skemmdum: „Ég verð bara að sætta mig við að þetta verður aldrei heimilið sem þetta var. Verður aldrei staðurinn sem að ég og mínir vinir og fjölskylda áttum ánægjustundir. Það er of sárt að vera að koma aftur og aftur, þannig að ég vil bara segja bless,“ segir Bryndís en brot úr þessum áhrifaríku þáttum má sjá hér að neðan. Klippa: Grindavík - Bryndís kvaddi heimili sitt Bryndísi er jafnframt fylgt í leik Grindavíkur við Njarðvík sem reyndist heldur betur dramatískur: „Maður reyndi að vera bara lítill í sér heima og svo mætti ég á körfuboltaæfingu og setti upp andlit – reyndi að vera sterk og hjálpa Lalla [Þorleifi Ólafssyni aðalþjálfara] og öllum stelpunum,“ segir Bryndís en í þættinum ræðir hún einnig við kollega sinn hjá Njarðvík um sína stöðu: „Karfan er æði en lífið er skítt. Ég lít á björtu hliðarnar. Húsið mitt er líklega ónýtt og ég fæ þá alla vega bætur,“ segir Bryndís en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Heimildaþáttaröðin Grindavík er sýnd á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum og þættina má einnig finna á Stöð 2+. Fjallað er um hvern þátt í hlaðvarpsþáttunum Rammi fyrir ramma. Grindavík UMF Grindavík Grindavík (þættir) Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Bryndís neyddist líkt og aðrir Grindvíkingar til að yfirgefa heimili sitt síðasta vetur, vegna eldgosanna á Reykjanesi, en var á sama tíma að reyna að gera sitt besta sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta. „Verður aldrei heimilið sem þetta var“ Í þriðja þætti heimildaþáttaraðarinnar Grindavík, sem sjá má á Stöð 2+, snýr hún aftur til Grindavíkur og tekur meðal annars ljósmyndir til að eiga til minningar um húsið sitt sem lá undir skemmdum: „Ég verð bara að sætta mig við að þetta verður aldrei heimilið sem þetta var. Verður aldrei staðurinn sem að ég og mínir vinir og fjölskylda áttum ánægjustundir. Það er of sárt að vera að koma aftur og aftur, þannig að ég vil bara segja bless,“ segir Bryndís en brot úr þessum áhrifaríku þáttum má sjá hér að neðan. Klippa: Grindavík - Bryndís kvaddi heimili sitt Bryndísi er jafnframt fylgt í leik Grindavíkur við Njarðvík sem reyndist heldur betur dramatískur: „Maður reyndi að vera bara lítill í sér heima og svo mætti ég á körfuboltaæfingu og setti upp andlit – reyndi að vera sterk og hjálpa Lalla [Þorleifi Ólafssyni aðalþjálfara] og öllum stelpunum,“ segir Bryndís en í þættinum ræðir hún einnig við kollega sinn hjá Njarðvík um sína stöðu: „Karfan er æði en lífið er skítt. Ég lít á björtu hliðarnar. Húsið mitt er líklega ónýtt og ég fæ þá alla vega bætur,“ segir Bryndís en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Heimildaþáttaröðin Grindavík er sýnd á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum og þættina má einnig finna á Stöð 2+. Fjallað er um hvern þátt í hlaðvarpsþáttunum Rammi fyrir ramma.
Grindavík UMF Grindavík Grindavík (þættir) Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira