Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar 14. janúar 2025 16:33 Hér á eftir ætla ég að rökfæra hvernig græðgi og skortur á samkeppni á Íslandi hefur gegnumsýrt okkar samfélag lengi, skert samkeppnishæfni landsins í stöðugri baráttu almennings fyrir að fá laun sem duga og bótakerfi sem sniðið er að þörfum fjárfesta beinir 9,6 milljörðum (2023) af skattfé til þeirra með tilheyrandi hækkun verðbólgu og kostnaðar við að lifa.Einnig sökum samlíkingar margra á milli húsnæðisbraskara, leigusala og gróðrarvonar sem ætti kannski bara að vera möguleg á ólöglegum fíkniefnamarkaði landsins, ákvað ég að kanna það – en er það svo? Verðbólguþróun í samhengi við húsnæðismarkaðinn Við köllum hana verðbólgu, eða jafnvel verðbólguvæntingar þar sem “markaðurinn” er spurður hversu mikið á að græða umfram kostnað á næstunni. En verðbólgan á Íslandi hefur að mestu verið borin uppi af þróun fasteignamarkaðar þar sem fáir aðilar halda heilli þjóð í helgreipum græðginnar, eins og sést vel á þessari grein hér frá Bandalagi háskólamanna sem sýnir fram á tvöföldun á hagnaði fjárfesta á byggingarmarkaði frá 2018. Merkilegt er að skoða þróun verðbólgu í þessu samhengi, eða frá því að lóðabrask og verktakar fóru að kosta þjóðina í formi verðbólgu og gríðarlegrar hækkunar húsnæðisverðs. Og sést þá að þessi þróun hefst á sama tíma og verktakar fara að tvöfalda hverja krónu af sínum framkvæmdum. Sem endaði síðan í því að mögulega þeir sömu verktakar eru ekki að ná að byggja í dag, sökum vaxtakostnaðar – sem aftur kemur til út af verðbólguþróun – sem er í raun að mestu þeim sjálfum um að kenna. Talandi um að skjóta sig í fótinn! 2014–2017: Meðalverðbólga var um 1,8% á ári. 2018–2022: Verðbólga jókst og náði hámarki í júlí 2022 með 9,9%. Í október 2022 var hún komin niður í 9,4% (heimild: Seðlabankinn). 2023: Verðbólga hjaðnaði í 5,4% í september 2023 (heimild: Landsbankinn). 2024: Spáð er að verðbólga verði 6,0% árið 2024. Hlutfallslegar hækkanir í samanburði við Danmörku og Spán (2014–2024) Þegar borin er saman verðþróun á helstu nauðsynjavörum á Íslandi (egg, kartöflur, kjúklingabringa, mjólk og bensín) kemur skaðsemi hinnar íslensku græðgi berlega í ljós og hvernig launaþróun hér er í sífellu kapphlaupi til að halda í. Ef við hins vegar bætum húsnæðiskostnaði við þá sést að kapphlaupið er tapað og þarf stórkostlegar breytingar til að ná aftur vopnum okkar. Ísland Danmörk Spánn Matvara 51,0% 21,2% 36,4% Húsnæði 205,8% 80,2% 69,3% Meðallaun 115,4% 38,2% 47,1% Þarna sést berlega að launahækkanir eru að halda ágætlega í hvað varðar matvöruverð hér á landi, þótt hækkunin sé umtalsverð og meiri en annars staðar. En er það gott fyrir samkeppnishæfni landsins að það þurfi þessar launahækkanir til að halda í við verð á nauðsynjavörum? Þegar ráðnir eru inn erlendir sérfræðingar til starfa hérlendis þá fara þeir inn á þá síðu sem ég nota til upplýsingaöflunar, numeo.com, og fá að vita kostnaðinn við að búa hér. Þar sjá þeir húsnæðiskostnað sem er úr öllu samhengi við Evrópu, hvort sem er til leigu eða kaups. Það má því leiða líkur að því að þessi þróun skerði samkeppnishæfni landsins og jafnvel stuðli að því að erlent starfsfólk tæknifyrirtækja vinni eingöngu í fjarvinnu og borgi því skatt sinn erlendis. Minn launagreiðandi er með ⅓ af sínu starfsfólki erlendis sem borgar sín gjöld þar en fær sín laun frá okkar hagkerfi. Verðþróun á fíkniefnum (2013–2023) Á síðustu árum hefur stundum verið talað um að framlegð fjárfesta á húsnæðismarkaði og leigusala séu á pari við fíkniefnasala, sem varð þess valdandi að ég ákvað að kanna þá fullyrðingu. Hafði ég því samband við sjúkrahúsið Vog og fékk frá þeim verðþróun á fíkniefnum sem hafa ekki bara lækkað í verði í krónum talið, heldur er lækkunin nær því að vera þreföld miðað við kaupmátt. Það er mjög sterk vísbending um að eitthvað mikið sé að á hinum “frjálsa” íslenska markaði þegar við sjáum ólöglega vöru lækka í verði, sem þarf ekki bara að taka áhættu á að selja, heldur líka flytja til landsins og fjármagna með frelsið í húfi – samt lækkar varan! Hlutfallsleg breyting Kannabis -7,8% (verðlækkun) Afmetamín -25,4% (verðlækkun) Kókaín -4,9% (verðlækkun) E-töflur -19,6% (verðlækkun) Viljum við búa í samfélagi þar sem brask með grunnþörf okkar, sem húsnæði er, gefur von um gróða sem er mun meiri en á markaði með ólögleg fíkniefni? Hvernig varð þetta svona? Leigjendasamtökin sendu árið 2016 erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem varað var við uppkaupum leigufélaga og fjárfesta á íbúðum til að geta hækkað fasteigna- og leiguverð. Tölurnar hér ofar í greininni sýna að það hefur raungerst svo um munar. Ég set húsnæði undir sama hatt, hvort sem það er leiga eða kaup á húsnæði, því samfylgni milli þessara tveggja þátta er tvöföld hérlendis samanborið við Evrópu. Það sýnir í raun að hækkun leiguverðs, sem hefur verið hátt í 200% á þessum tíma, er grunnþáttur í hækkun húsnæðisverðs. En af hverju er hægt að hækka leigu svona gríðarlega mikið? Er það út af þeirri staðreynd að yfirgnæfandi hluti stuðningskerfis ríkisins er í formi húsaleigubóta, og eru leigjendur eða öllu heldur leigusalar styrktir um 9,6 milljarða árlega (2023)? Þessi ráðstöfun á skattfé Íslendinga inn á óregluvæddan leigumarkað olli bæði furðu og kátínu á meðal ráðstefnugesta á alþjóðaþingi leigjendasamtakanna. Var þá spurt hvort leigan hækkaði ekki bara í beinu framhaldi af hækkun bóta – svarið er auðvitað “já.” Allt tal um að skortinum sé um að kenna er afvegaleiðing, því réttara væri að segja að skortstaðan á húsnæðismarkaði gefi tækifæri sem fjárfestar nýti sér til hækkana, sem væru erfiðar án gríðarlegs ríkisstuðnings í formi húsaleigubóta til fjárfesta. Tækifæri sem nýtt var til að gera stóran hluta landsmanna að leiguliðum – en í dag er fjórða hvert heimili á leigumarkaði. Við sjáum að í landi hins óhefta kapítalisma hafa átt sér stað stórkostlegar hamfarir í LA, en þar er talið að 10.000 heimili hafi orðið eldi að bráð og þarf það fólk því húsnæði. Í neyðarástandi eins og er - þá er bannað að hækka leigu, það er ólöglegt. Hér á landi hefur okkar vantað 10 til 15.000 íbúðir í langan tíma – sannarlega neyðarástand – en leigusalar hér eru næstum því hvattir til að hækka leigu með hækkun bóta og algerri andstöðu stjórnvalda til að stíga inn í ástandið. Vert er að benda á að í starfshóp um lagfæringar á leigumarkaði var ekki einn einasti leigjandi – en nokkrir leigusalar. Einn þeirra lýsti því yfir að nú hefði verðið á íbúðum hans félags hækkað það mikið, að það yrði að hækka húsaleigubætur svo hægt væri að hækka leiguverð. Hann vildi því fá meira af skattfé okkar fyrir sig út af því að hann átti meira en áður. Það er alveg ljóst að við verðum öll að eiga heimili og samkvæmt alþjóðasamningum höfum við skuldbundið okkur til þess að útvega borgurum okkar húsnæði á “eðlilegu” verði. OECD miðar við hámark 40% af ráðstöfunartekjum, en leigjendur hérlendis borga í það minnsta 50% og allt upp undir 80% af sínum útborguðu launum í leigu, sem er þó þegar niðurgreidd af skattfé almennings. Það er vægast sagt óeðlilegt þegar skipulega var dregið úr félagslegum úrræðum fólks á húsnæðismarkaði frá aldamótum og sérstaklega frá hruni. 30.000 Íslendingum, sem í raun ættu að eiga rétt á þessum lausnum, var hent í kjaft leigufélaganna þar sem fjöldi nær varla að lifa svo vel sé, sökum græðgi fárra ríkra manna. Á Íslandi er einungis 3% húsnæðis félagslegt á meðan það er 20% í Danmörku og 30% í Hollandi. Hér á landi er ekki nóg að vera undir tekjuviðmiðunum, heldur þarf að sýna fram á sögu áfalla til að eiga sjens á félagslegri lausn, sem er fáránlegt í alla staði. Tek það fram að ég er ekki að kalla fjárfesta fíkniefnasala og þeim er víst frjálst að verðleggja sína vöru eins og þeim hentar. Þetta er frekar spurning um siðferði þeirra stjórnmálamanna sem hafa látið þetta óáreitt lengi og valdið okkur öllum miklum skaða. Það má síðan velda því fyrir sér hvor hópurinn sé skaðlegri, fíkniefnasalar eða húsnæðisbraskarar ? Fyrir heila þjóð þá má segja að braskararnir séu verri - sérstaklega þegar horft er til áhrifa þeirra á stjórn landsins, en fyrir einstaklingana er fátt verra en að ánetjast fíkniefnum. Lausnin Í aðdraganda kosninga kynntu leigjendasamtökin kerfi sem byggir á viðmiðunarverði sem ríkið hefur sjálft notað á sínum leiguíbúðum í 30 ár. Við afnemum tvísköttun þá sem leigjendur þurfa að sætta sig við. Við snúum bótakerfinu við á þann hátt að leigusalar gætu fengið bætur á meðan vextir eru háir, en svo drægi úr þegar vextir lækkuðu. Kerfi sem skilar leiguverðum á áþekkan stað og það væri hefði það fylgt annarri verðþróun og myndi spara skattgreiðendum milljarða árlega. Kerfi sem myndi klárlega stemma stigu við sífeldum verðhækkunum á húsnæði. Kerfið miðar einfaldlega við að leigutakinn myndi borga byggingarkostnað íbúðar á 20 árum, sem hljómar mikið – er það ekki? Samt myndi slíkt lækka leiguverð um 35 til 40%, sem ætti að vera góð vísbending um þá græðgi sem á leigumarkaði ríkir. Í samtali við mig á Samstöðinni lýstu bæði Jóhann Páll, þingmaður Samfylkingar, og Ragnar Þór í Flokki Fólksins því yfir að þeir vildu skoða þessa lausn betur ef þeir kæmust til áhrifa – þetta má sjá á upptökum sem finna má á YouTube. Hef ég fulla trú á þeim, en fyrirstaðan er sú að við fengum með þeim í stjórn skammsýna hægri menn í Viðreisn, sem vilja alls ekki hlutast til um þá óheftu græðgi sem ríkir á leigumarkaði, þrátt fyrir að borga 9.600.000.000 í húsaleigubætur árið 2023 – fyrir utan félagslegar bætur frá sveitarfélögunum. Þetta kallar maður varla frelsi til að græða? Frekar heimsku til að græða svo það skaði aðra, eða í raun okkur öll. Hér er hlekkur inn á hugmynd okkar að lausn sem við köllum viðmiðunarverð leigu – kerfi sem hundruðir hafa skoðað og hafa hvorki fræðimenn né aðrir geta sett út á efnislega enn. Lausn sem í raun besta sparnaðaráðið þegar vel er að gáð ! Viðmiðunarverð húsaleigu. Höfundur er félagi í leigjendasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á eftir ætla ég að rökfæra hvernig græðgi og skortur á samkeppni á Íslandi hefur gegnumsýrt okkar samfélag lengi, skert samkeppnishæfni landsins í stöðugri baráttu almennings fyrir að fá laun sem duga og bótakerfi sem sniðið er að þörfum fjárfesta beinir 9,6 milljörðum (2023) af skattfé til þeirra með tilheyrandi hækkun verðbólgu og kostnaðar við að lifa.Einnig sökum samlíkingar margra á milli húsnæðisbraskara, leigusala og gróðrarvonar sem ætti kannski bara að vera möguleg á ólöglegum fíkniefnamarkaði landsins, ákvað ég að kanna það – en er það svo? Verðbólguþróun í samhengi við húsnæðismarkaðinn Við köllum hana verðbólgu, eða jafnvel verðbólguvæntingar þar sem “markaðurinn” er spurður hversu mikið á að græða umfram kostnað á næstunni. En verðbólgan á Íslandi hefur að mestu verið borin uppi af þróun fasteignamarkaðar þar sem fáir aðilar halda heilli þjóð í helgreipum græðginnar, eins og sést vel á þessari grein hér frá Bandalagi háskólamanna sem sýnir fram á tvöföldun á hagnaði fjárfesta á byggingarmarkaði frá 2018. Merkilegt er að skoða þróun verðbólgu í þessu samhengi, eða frá því að lóðabrask og verktakar fóru að kosta þjóðina í formi verðbólgu og gríðarlegrar hækkunar húsnæðisverðs. Og sést þá að þessi þróun hefst á sama tíma og verktakar fara að tvöfalda hverja krónu af sínum framkvæmdum. Sem endaði síðan í því að mögulega þeir sömu verktakar eru ekki að ná að byggja í dag, sökum vaxtakostnaðar – sem aftur kemur til út af verðbólguþróun – sem er í raun að mestu þeim sjálfum um að kenna. Talandi um að skjóta sig í fótinn! 2014–2017: Meðalverðbólga var um 1,8% á ári. 2018–2022: Verðbólga jókst og náði hámarki í júlí 2022 með 9,9%. Í október 2022 var hún komin niður í 9,4% (heimild: Seðlabankinn). 2023: Verðbólga hjaðnaði í 5,4% í september 2023 (heimild: Landsbankinn). 2024: Spáð er að verðbólga verði 6,0% árið 2024. Hlutfallslegar hækkanir í samanburði við Danmörku og Spán (2014–2024) Þegar borin er saman verðþróun á helstu nauðsynjavörum á Íslandi (egg, kartöflur, kjúklingabringa, mjólk og bensín) kemur skaðsemi hinnar íslensku græðgi berlega í ljós og hvernig launaþróun hér er í sífellu kapphlaupi til að halda í. Ef við hins vegar bætum húsnæðiskostnaði við þá sést að kapphlaupið er tapað og þarf stórkostlegar breytingar til að ná aftur vopnum okkar. Ísland Danmörk Spánn Matvara 51,0% 21,2% 36,4% Húsnæði 205,8% 80,2% 69,3% Meðallaun 115,4% 38,2% 47,1% Þarna sést berlega að launahækkanir eru að halda ágætlega í hvað varðar matvöruverð hér á landi, þótt hækkunin sé umtalsverð og meiri en annars staðar. En er það gott fyrir samkeppnishæfni landsins að það þurfi þessar launahækkanir til að halda í við verð á nauðsynjavörum? Þegar ráðnir eru inn erlendir sérfræðingar til starfa hérlendis þá fara þeir inn á þá síðu sem ég nota til upplýsingaöflunar, numeo.com, og fá að vita kostnaðinn við að búa hér. Þar sjá þeir húsnæðiskostnað sem er úr öllu samhengi við Evrópu, hvort sem er til leigu eða kaups. Það má því leiða líkur að því að þessi þróun skerði samkeppnishæfni landsins og jafnvel stuðli að því að erlent starfsfólk tæknifyrirtækja vinni eingöngu í fjarvinnu og borgi því skatt sinn erlendis. Minn launagreiðandi er með ⅓ af sínu starfsfólki erlendis sem borgar sín gjöld þar en fær sín laun frá okkar hagkerfi. Verðþróun á fíkniefnum (2013–2023) Á síðustu árum hefur stundum verið talað um að framlegð fjárfesta á húsnæðismarkaði og leigusala séu á pari við fíkniefnasala, sem varð þess valdandi að ég ákvað að kanna þá fullyrðingu. Hafði ég því samband við sjúkrahúsið Vog og fékk frá þeim verðþróun á fíkniefnum sem hafa ekki bara lækkað í verði í krónum talið, heldur er lækkunin nær því að vera þreföld miðað við kaupmátt. Það er mjög sterk vísbending um að eitthvað mikið sé að á hinum “frjálsa” íslenska markaði þegar við sjáum ólöglega vöru lækka í verði, sem þarf ekki bara að taka áhættu á að selja, heldur líka flytja til landsins og fjármagna með frelsið í húfi – samt lækkar varan! Hlutfallsleg breyting Kannabis -7,8% (verðlækkun) Afmetamín -25,4% (verðlækkun) Kókaín -4,9% (verðlækkun) E-töflur -19,6% (verðlækkun) Viljum við búa í samfélagi þar sem brask með grunnþörf okkar, sem húsnæði er, gefur von um gróða sem er mun meiri en á markaði með ólögleg fíkniefni? Hvernig varð þetta svona? Leigjendasamtökin sendu árið 2016 erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem varað var við uppkaupum leigufélaga og fjárfesta á íbúðum til að geta hækkað fasteigna- og leiguverð. Tölurnar hér ofar í greininni sýna að það hefur raungerst svo um munar. Ég set húsnæði undir sama hatt, hvort sem það er leiga eða kaup á húsnæði, því samfylgni milli þessara tveggja þátta er tvöföld hérlendis samanborið við Evrópu. Það sýnir í raun að hækkun leiguverðs, sem hefur verið hátt í 200% á þessum tíma, er grunnþáttur í hækkun húsnæðisverðs. En af hverju er hægt að hækka leigu svona gríðarlega mikið? Er það út af þeirri staðreynd að yfirgnæfandi hluti stuðningskerfis ríkisins er í formi húsaleigubóta, og eru leigjendur eða öllu heldur leigusalar styrktir um 9,6 milljarða árlega (2023)? Þessi ráðstöfun á skattfé Íslendinga inn á óregluvæddan leigumarkað olli bæði furðu og kátínu á meðal ráðstefnugesta á alþjóðaþingi leigjendasamtakanna. Var þá spurt hvort leigan hækkaði ekki bara í beinu framhaldi af hækkun bóta – svarið er auðvitað “já.” Allt tal um að skortinum sé um að kenna er afvegaleiðing, því réttara væri að segja að skortstaðan á húsnæðismarkaði gefi tækifæri sem fjárfestar nýti sér til hækkana, sem væru erfiðar án gríðarlegs ríkisstuðnings í formi húsaleigubóta til fjárfesta. Tækifæri sem nýtt var til að gera stóran hluta landsmanna að leiguliðum – en í dag er fjórða hvert heimili á leigumarkaði. Við sjáum að í landi hins óhefta kapítalisma hafa átt sér stað stórkostlegar hamfarir í LA, en þar er talið að 10.000 heimili hafi orðið eldi að bráð og þarf það fólk því húsnæði. Í neyðarástandi eins og er - þá er bannað að hækka leigu, það er ólöglegt. Hér á landi hefur okkar vantað 10 til 15.000 íbúðir í langan tíma – sannarlega neyðarástand – en leigusalar hér eru næstum því hvattir til að hækka leigu með hækkun bóta og algerri andstöðu stjórnvalda til að stíga inn í ástandið. Vert er að benda á að í starfshóp um lagfæringar á leigumarkaði var ekki einn einasti leigjandi – en nokkrir leigusalar. Einn þeirra lýsti því yfir að nú hefði verðið á íbúðum hans félags hækkað það mikið, að það yrði að hækka húsaleigubætur svo hægt væri að hækka leiguverð. Hann vildi því fá meira af skattfé okkar fyrir sig út af því að hann átti meira en áður. Það er alveg ljóst að við verðum öll að eiga heimili og samkvæmt alþjóðasamningum höfum við skuldbundið okkur til þess að útvega borgurum okkar húsnæði á “eðlilegu” verði. OECD miðar við hámark 40% af ráðstöfunartekjum, en leigjendur hérlendis borga í það minnsta 50% og allt upp undir 80% af sínum útborguðu launum í leigu, sem er þó þegar niðurgreidd af skattfé almennings. Það er vægast sagt óeðlilegt þegar skipulega var dregið úr félagslegum úrræðum fólks á húsnæðismarkaði frá aldamótum og sérstaklega frá hruni. 30.000 Íslendingum, sem í raun ættu að eiga rétt á þessum lausnum, var hent í kjaft leigufélaganna þar sem fjöldi nær varla að lifa svo vel sé, sökum græðgi fárra ríkra manna. Á Íslandi er einungis 3% húsnæðis félagslegt á meðan það er 20% í Danmörku og 30% í Hollandi. Hér á landi er ekki nóg að vera undir tekjuviðmiðunum, heldur þarf að sýna fram á sögu áfalla til að eiga sjens á félagslegri lausn, sem er fáránlegt í alla staði. Tek það fram að ég er ekki að kalla fjárfesta fíkniefnasala og þeim er víst frjálst að verðleggja sína vöru eins og þeim hentar. Þetta er frekar spurning um siðferði þeirra stjórnmálamanna sem hafa látið þetta óáreitt lengi og valdið okkur öllum miklum skaða. Það má síðan velda því fyrir sér hvor hópurinn sé skaðlegri, fíkniefnasalar eða húsnæðisbraskarar ? Fyrir heila þjóð þá má segja að braskararnir séu verri - sérstaklega þegar horft er til áhrifa þeirra á stjórn landsins, en fyrir einstaklingana er fátt verra en að ánetjast fíkniefnum. Lausnin Í aðdraganda kosninga kynntu leigjendasamtökin kerfi sem byggir á viðmiðunarverði sem ríkið hefur sjálft notað á sínum leiguíbúðum í 30 ár. Við afnemum tvísköttun þá sem leigjendur þurfa að sætta sig við. Við snúum bótakerfinu við á þann hátt að leigusalar gætu fengið bætur á meðan vextir eru háir, en svo drægi úr þegar vextir lækkuðu. Kerfi sem skilar leiguverðum á áþekkan stað og það væri hefði það fylgt annarri verðþróun og myndi spara skattgreiðendum milljarða árlega. Kerfi sem myndi klárlega stemma stigu við sífeldum verðhækkunum á húsnæði. Kerfið miðar einfaldlega við að leigutakinn myndi borga byggingarkostnað íbúðar á 20 árum, sem hljómar mikið – er það ekki? Samt myndi slíkt lækka leiguverð um 35 til 40%, sem ætti að vera góð vísbending um þá græðgi sem á leigumarkaði ríkir. Í samtali við mig á Samstöðinni lýstu bæði Jóhann Páll, þingmaður Samfylkingar, og Ragnar Þór í Flokki Fólksins því yfir að þeir vildu skoða þessa lausn betur ef þeir kæmust til áhrifa – þetta má sjá á upptökum sem finna má á YouTube. Hef ég fulla trú á þeim, en fyrirstaðan er sú að við fengum með þeim í stjórn skammsýna hægri menn í Viðreisn, sem vilja alls ekki hlutast til um þá óheftu græðgi sem ríkir á leigumarkaði, þrátt fyrir að borga 9.600.000.000 í húsaleigubætur árið 2023 – fyrir utan félagslegar bætur frá sveitarfélögunum. Þetta kallar maður varla frelsi til að græða? Frekar heimsku til að græða svo það skaði aðra, eða í raun okkur öll. Hér er hlekkur inn á hugmynd okkar að lausn sem við köllum viðmiðunarverð leigu – kerfi sem hundruðir hafa skoðað og hafa hvorki fræðimenn né aðrir geta sett út á efnislega enn. Lausn sem í raun besta sparnaðaráðið þegar vel er að gáð ! Viðmiðunarverð húsaleigu. Höfundur er félagi í leigjendasamtökunum.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun