Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir og Birna Sigrún Hallsdóttir skrifa 14. janúar 2025 14:00 Nú fyrir helgi var tilkynnt að Jóhann Páll Jóhannsson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefði ákveðið að Ísland muni áfram nýta svokallaðan ETS-sveigjanleika á árunum 2026–2030. Við undirritaðar fjölluðum ítarlega um ETS-sveigjanleikann í grein á vefsíðunni Himinn og haf síðasta vor. Eins og þar var lýst hefur Ísland, líkt og nokkur önnur ríki í Evrópu, nýtt sér þann möguleika að flytja tiltekinn fjölda uppboðsheimilda sinna í ETS-kerfinu (viðskiptakerfi með losunarheimildir) yfir í ESR-kerfið (kerfi um losunartakmarkanir ríkja) í þeim tilgangi að létta á skuldbindingum sínum um samdrátt samfélagslosunar. Um er að ræða losunarheimildir sem Ísland hefði að öðrum kosti getað selt fyrirtækjum sem heyra undir ETS-kerfið á EES-svæðinu – og haft af sölunni umtalsverðar tekjur. Í fréttatilkynningu um áframhaldandi nýtingu sveigjanleikans kom fram að ákvörðun ráðherra byggðist á tillögu stýrihóps sem í sátu starfsmenn umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og Umhverfis- og orkustofnunar. Hópurinn hafi bent á að nýting ETS-sveigjanleikans „geti haft bein áhrif á fjármál ríkisins vegna tapaðra tekna af uppboðum losunarheimilda,“ en að yrði hann ekki nýttur gæti það leitt til þess að Ísland þyrfti að kaupa losunarheimildir úr ESR-kerfinu. Fram kemur í fréttatilkynningunni að óvissa ríki bæði um framboð og verð á slíkum heimildum. Þörf á aukinni umfjöllun um áhrifin á hagsmuni Íslands Eins og við bentum á í grein okkar síðasta vor hefur ákvörðun um nýtingu sveigjanleikans veruleg áhrif á stöðu og hagsmuni Íslands. Hún verðskuldar að okkar mati meiri og gagnrýnni umræðu en hún hefur fengið hingað til, ekki síst á vettvangi Alþingis. Með þetta í huga gefur ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tilefni til að benda á nokkur atriði: Ákvörðun um að nýta ETS-sveigjanleikann leiðir, með óafturkræfum hætti, til afskráningar á losunarheimildum sem Ísland hefði að öðrum kosti getað boðið upp til fyrirtækja sem taka þátt í ETS-kerfinu (á öllu EES-svæðinu). Ákvörðunin sem kynnt var fyrir helgi er bindandi fyrir árin 2026 og 2027, en hana má endurskoða fyrir árslok 2027. Ákvörðunin veldur íslenska ríkinu umtalsverðum tekjumissi. Áætlað er að Ísland hafi nú þegar afsalað sér um 7 milljörðum króna vegna nýtingar sveigjanleikans á árunum 2021–2025. Áframhaldandi nýting hans árin 2026 og 2027 felur í sér afsal tekna sem áætlað er að nemi samtals um tveimur milljörðum króna. Vart þarf að taka fram að þessir fjármunir hefðu haft mikla þýðingu við fjármögnun loftslagsaðgerða á Íslandi og hefðu þannig getað stuðlað að því að dregið yrði úr samfélagslosun hérlendis til framtíðar. Athygli vekur að miðað við fyrirliggjandi gögn hefur nýting ETS-sveigjanleikans, með tilheyrandi tekjutapi, hingað til ekki reynst nauðsynleg vegna losunarskuldbindinga Íslands. Tölur ársins 2024 liggja ekki fyrir, en ljóst er að á árunum 2021–2023 var samfélagslosun Íslands innan skuldbindinga samkvæmt ESR-reglugerðinni. Því myndaðist afgangur af svokölluðum landsheimildum Íslands (AEA) á hverju þessara ára. Tiltekinn hluta þeirra heimilda má flytja milli ára og ýmist nýta síðar eða selja öðrum ríkjum, að því gefnu að markaður verði fyrir slíkar heimildir. Af þessu má helst draga þá ályktun að með áframhaldandi nýtingu sveigjanleikans sé verið að safna í eins konar varasjóð landsheimilda fyrir samfélagslosun Íslands á komandi árum. Slík nálgun gefur að okkar mati til kynna að nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi takmarkaða trú á þeim aðgerðum sem settar voru fram í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Í því samhengi skal bent á að aðgerðaáætlunin var sögð byggja á útreikningum sem sýni að hún muni skila allt að 45% samdrætti samfélagslosunar fyrir 2030 ef vel gengur að innleiða aðgerðir. Engu að síður kýs ráðherra nú að afsala Íslandi fjármunum sem sannarlega munar um til að hrinda slíkum aðgerðum í framkvæmd – aðgerðum sem ekki eingöngu er þörf á vegna alþjóðlegra skuldbindinga heldur einnig til að ná megi lögfestu markmiði um kolefnishlutleysi landsins árið 2040. Miðað við fyrrnefnda fréttatilkynningu virðist þetta gert til að forðast möguleg kaup á landsheimildum síðar ef illa gengur að draga úr samfélagslosun hér á landi. Hert á markmiðum en hægt á aðgerðum? Ef horft er til loftslagsmarkmiða Íslands hlýtur það að vekja spurningar að íslensk stjórnvöld velji nú, árið 2025, að létta eins mikið á skuldbindingum sínum á sviði samfélagslosunar og EES-reglur leyfa. Hafa verður í huga að Íslandi er aðeins heimilt, en ekki skylt, að nýta ETS-sveigjanleikann og stendur jafnframt til boða að nýta hann aðeins að hluta til. Í því samhengi skal bent á að núverandi krafa EES-samningsins kveður á um 29% samdrátt samfélagslosunar á Íslandi fyrir 2030, miðað við 2005, en líklegt er talið að krafan hækki í um 40% innan tíðar. Þessar kröfur eru langtum minni en loftslagsmarkmiðin sem tveir af þremur stjórnarflokkum kynntu í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Ljóst er því að ákvörðun um nýtingu ETS-sveigjanleikans gengur í þveröfuga átt við stefnu þessara flokka, enda miðar hún sem fyrr segir að því að létta á þrýstingi um að draga úr samfélagslosun á Íslandi. Um leið afsalar hún ríkissjóði umtalsverðum fjármunum sem nýta hefði mátt til orkuskipta, innviðauppbyggingar og annarra mikilvægra loftslagsverkefna. Í þessu ljósi verður að spyrja: Hvaða skilaboð sendir umrædd ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra almenningi og atvinnulífi nú innan við mánuði eftir að ný ríkisstjórn ítrekaði markmið um kolefnishlutleysi Íslands árið 2040 í stefnuyfirlýsingu sinni? Hrafnhildur Bragadóttir og Birna Sigrún Hallsdóttir. Höfundar eru sérfræðingar í loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hrafnhildur Bragadóttir Birna Sigrún Hallsdóttir Tengdar fréttir Loftslagsáætlun á hugmyndastigi Síðastliðinn föstudag kynntu fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nýja og uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem hefur verið í vinnslu síðastliðin tvö ár í þéttu samstarfi stjórnvalda og atvinnulífsins. Stórauknum fjölda aðgerða var lýst sem fagnaðarefni, en áætlunin hefur að geyma 150 aðgerðir í stað 50 áður. 19. júní 2024 20:32 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Nú fyrir helgi var tilkynnt að Jóhann Páll Jóhannsson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefði ákveðið að Ísland muni áfram nýta svokallaðan ETS-sveigjanleika á árunum 2026–2030. Við undirritaðar fjölluðum ítarlega um ETS-sveigjanleikann í grein á vefsíðunni Himinn og haf síðasta vor. Eins og þar var lýst hefur Ísland, líkt og nokkur önnur ríki í Evrópu, nýtt sér þann möguleika að flytja tiltekinn fjölda uppboðsheimilda sinna í ETS-kerfinu (viðskiptakerfi með losunarheimildir) yfir í ESR-kerfið (kerfi um losunartakmarkanir ríkja) í þeim tilgangi að létta á skuldbindingum sínum um samdrátt samfélagslosunar. Um er að ræða losunarheimildir sem Ísland hefði að öðrum kosti getað selt fyrirtækjum sem heyra undir ETS-kerfið á EES-svæðinu – og haft af sölunni umtalsverðar tekjur. Í fréttatilkynningu um áframhaldandi nýtingu sveigjanleikans kom fram að ákvörðun ráðherra byggðist á tillögu stýrihóps sem í sátu starfsmenn umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og Umhverfis- og orkustofnunar. Hópurinn hafi bent á að nýting ETS-sveigjanleikans „geti haft bein áhrif á fjármál ríkisins vegna tapaðra tekna af uppboðum losunarheimilda,“ en að yrði hann ekki nýttur gæti það leitt til þess að Ísland þyrfti að kaupa losunarheimildir úr ESR-kerfinu. Fram kemur í fréttatilkynningunni að óvissa ríki bæði um framboð og verð á slíkum heimildum. Þörf á aukinni umfjöllun um áhrifin á hagsmuni Íslands Eins og við bentum á í grein okkar síðasta vor hefur ákvörðun um nýtingu sveigjanleikans veruleg áhrif á stöðu og hagsmuni Íslands. Hún verðskuldar að okkar mati meiri og gagnrýnni umræðu en hún hefur fengið hingað til, ekki síst á vettvangi Alþingis. Með þetta í huga gefur ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tilefni til að benda á nokkur atriði: Ákvörðun um að nýta ETS-sveigjanleikann leiðir, með óafturkræfum hætti, til afskráningar á losunarheimildum sem Ísland hefði að öðrum kosti getað boðið upp til fyrirtækja sem taka þátt í ETS-kerfinu (á öllu EES-svæðinu). Ákvörðunin sem kynnt var fyrir helgi er bindandi fyrir árin 2026 og 2027, en hana má endurskoða fyrir árslok 2027. Ákvörðunin veldur íslenska ríkinu umtalsverðum tekjumissi. Áætlað er að Ísland hafi nú þegar afsalað sér um 7 milljörðum króna vegna nýtingar sveigjanleikans á árunum 2021–2025. Áframhaldandi nýting hans árin 2026 og 2027 felur í sér afsal tekna sem áætlað er að nemi samtals um tveimur milljörðum króna. Vart þarf að taka fram að þessir fjármunir hefðu haft mikla þýðingu við fjármögnun loftslagsaðgerða á Íslandi og hefðu þannig getað stuðlað að því að dregið yrði úr samfélagslosun hérlendis til framtíðar. Athygli vekur að miðað við fyrirliggjandi gögn hefur nýting ETS-sveigjanleikans, með tilheyrandi tekjutapi, hingað til ekki reynst nauðsynleg vegna losunarskuldbindinga Íslands. Tölur ársins 2024 liggja ekki fyrir, en ljóst er að á árunum 2021–2023 var samfélagslosun Íslands innan skuldbindinga samkvæmt ESR-reglugerðinni. Því myndaðist afgangur af svokölluðum landsheimildum Íslands (AEA) á hverju þessara ára. Tiltekinn hluta þeirra heimilda má flytja milli ára og ýmist nýta síðar eða selja öðrum ríkjum, að því gefnu að markaður verði fyrir slíkar heimildir. Af þessu má helst draga þá ályktun að með áframhaldandi nýtingu sveigjanleikans sé verið að safna í eins konar varasjóð landsheimilda fyrir samfélagslosun Íslands á komandi árum. Slík nálgun gefur að okkar mati til kynna að nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi takmarkaða trú á þeim aðgerðum sem settar voru fram í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Í því samhengi skal bent á að aðgerðaáætlunin var sögð byggja á útreikningum sem sýni að hún muni skila allt að 45% samdrætti samfélagslosunar fyrir 2030 ef vel gengur að innleiða aðgerðir. Engu að síður kýs ráðherra nú að afsala Íslandi fjármunum sem sannarlega munar um til að hrinda slíkum aðgerðum í framkvæmd – aðgerðum sem ekki eingöngu er þörf á vegna alþjóðlegra skuldbindinga heldur einnig til að ná megi lögfestu markmiði um kolefnishlutleysi landsins árið 2040. Miðað við fyrrnefnda fréttatilkynningu virðist þetta gert til að forðast möguleg kaup á landsheimildum síðar ef illa gengur að draga úr samfélagslosun hér á landi. Hert á markmiðum en hægt á aðgerðum? Ef horft er til loftslagsmarkmiða Íslands hlýtur það að vekja spurningar að íslensk stjórnvöld velji nú, árið 2025, að létta eins mikið á skuldbindingum sínum á sviði samfélagslosunar og EES-reglur leyfa. Hafa verður í huga að Íslandi er aðeins heimilt, en ekki skylt, að nýta ETS-sveigjanleikann og stendur jafnframt til boða að nýta hann aðeins að hluta til. Í því samhengi skal bent á að núverandi krafa EES-samningsins kveður á um 29% samdrátt samfélagslosunar á Íslandi fyrir 2030, miðað við 2005, en líklegt er talið að krafan hækki í um 40% innan tíðar. Þessar kröfur eru langtum minni en loftslagsmarkmiðin sem tveir af þremur stjórnarflokkum kynntu í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Ljóst er því að ákvörðun um nýtingu ETS-sveigjanleikans gengur í þveröfuga átt við stefnu þessara flokka, enda miðar hún sem fyrr segir að því að létta á þrýstingi um að draga úr samfélagslosun á Íslandi. Um leið afsalar hún ríkissjóði umtalsverðum fjármunum sem nýta hefði mátt til orkuskipta, innviðauppbyggingar og annarra mikilvægra loftslagsverkefna. Í þessu ljósi verður að spyrja: Hvaða skilaboð sendir umrædd ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra almenningi og atvinnulífi nú innan við mánuði eftir að ný ríkisstjórn ítrekaði markmið um kolefnishlutleysi Íslands árið 2040 í stefnuyfirlýsingu sinni? Hrafnhildur Bragadóttir og Birna Sigrún Hallsdóttir. Höfundar eru sérfræðingar í loftslagsmálum.
Loftslagsáætlun á hugmyndastigi Síðastliðinn föstudag kynntu fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nýja og uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem hefur verið í vinnslu síðastliðin tvö ár í þéttu samstarfi stjórnvalda og atvinnulífsins. Stórauknum fjölda aðgerða var lýst sem fagnaðarefni, en áætlunin hefur að geyma 150 aðgerðir í stað 50 áður. 19. júní 2024 20:32
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar