Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson og Martin Swift skrifa 14. janúar 2025 07:00 Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári. Við krefjumst þess að flug á borð við útsýnisflug með þyrlum, einkaþotur og kennsluflug verði fundinn sem fyrst annar staður. Á bak við okkur er fjöldi fólks úr flestum hverfum höfuðborgarsvæðinsins sem telur lífsgæði sín líða fyrir flugumferð og umvif á vellinum. Við teljum að tími sé kominn á að stjórnmálafólk hjá ríki, borg og sveitarfélögum í kringum völlinn láti af því að líta undan á meðan augljós vandi blasir við. Það fer ekki saman að höfuðborgarsvæði þar sem flest fólk á landinu lifir sínu lífi og stærstur hluti þjónustu við landsmenn er staðsett, og illa skilgreindur flugvöllur á undanþágum ætli bæði að stækka, dafna og þróast án tilliti til hins. Hvað er undir í þessum nýjustu vandræðum? Annars vegar öryggi flugfarþega og hins vegar öryggi og lífsgæði á fjölmennasta svæði landsins. Bæði skipta máli, og þess vegna undirrituðu Reykjavíkurborg og ríkisstjórnin á sínum tíma samkomulag um að finna flugumferðinni annan stað. En með því að tímasetja og skilyrða ekki aðgerðir var almenningur og flugsamfélagið afvegaleitt þannig að stjórnmálafólk gat staðið fyrir framan báða aðila og talið þeim trú um að þeir væru að vinna að þeirra hag, án þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Með þessi óljósu loforð byggja fólk og fyrirtæki sér híbýli, skóla, spítala, baðlón og atvinnuhúsnæði á meðan þyrlum, einkaþotum og ýmis konar flugi er beint í auknum mæli inn á sama svæði. Terry Pratchett yrði hrifinn af þessari sögu, en að lifa lífi sínu innan hennar veldur bæði íbúum og flugsamfélaginu óþarfa hugarangri. Svör borgarstjóra í viðtölum vegna nýjustu vendinganna voru í takt við annað í málefnum flugvallarins. Hann er eðlilega ekki tilbúinn í að standa fyrir framan Reykvíkinga eftir að vera búinn að höggva svöðusár í eitt þeirra ástsælasta útivistasvæði. Hann er samt tilbúinn að höggva tré, en hversu mörg er ekki á hreinu. Því að í þessu sem öðru tengdu vellinum ríkir upplýsingaóreiða og óljóst hvar vald og ábyrgð liggur. Meðlimir Hljóðmarkar óska eftir því við nýja ríkisstjórn og sveitarfélögin í kringum flugvöllinn að láta af þessum vandræðagangi. Nú er mál að hefja tímasettar aðgerðir við að tryggja að lífsgæði íbúa á höfðuborgarsvæðinu séu í takti við nútímalegar kröfur um að draga úr hávaða og loftmengun, sem og að tryggja flugöryggi með því að færa allt óþarfa flug úr Vatnsmýrinni hið fyrsta. Sömuleiðis að tryggja flugsamfélaginu og farþegum þeirra, sem meðlimir okkar tilheyra einnig, nútímalega aðstöðu utan fjölmennstu byggðar landsins. Hljóðmörk gerir ekki athugasemd við nauðsynlegt sjúkraflug um völlinn, né áætlunarflug á helstu byggðarkjarna landsbyggðarinnar. En það er í besta falli vandræðalegt fyrir nútímasamfélag að halda áfram úti bílastæði fyrir auðmenn í stærsta bakgarði almennings á Íslandi. Höfundar eru meðlimir í Hljóðmörk, samtökum um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári. Við krefjumst þess að flug á borð við útsýnisflug með þyrlum, einkaþotur og kennsluflug verði fundinn sem fyrst annar staður. Á bak við okkur er fjöldi fólks úr flestum hverfum höfuðborgarsvæðinsins sem telur lífsgæði sín líða fyrir flugumferð og umvif á vellinum. Við teljum að tími sé kominn á að stjórnmálafólk hjá ríki, borg og sveitarfélögum í kringum völlinn láti af því að líta undan á meðan augljós vandi blasir við. Það fer ekki saman að höfuðborgarsvæði þar sem flest fólk á landinu lifir sínu lífi og stærstur hluti þjónustu við landsmenn er staðsett, og illa skilgreindur flugvöllur á undanþágum ætli bæði að stækka, dafna og þróast án tilliti til hins. Hvað er undir í þessum nýjustu vandræðum? Annars vegar öryggi flugfarþega og hins vegar öryggi og lífsgæði á fjölmennasta svæði landsins. Bæði skipta máli, og þess vegna undirrituðu Reykjavíkurborg og ríkisstjórnin á sínum tíma samkomulag um að finna flugumferðinni annan stað. En með því að tímasetja og skilyrða ekki aðgerðir var almenningur og flugsamfélagið afvegaleitt þannig að stjórnmálafólk gat staðið fyrir framan báða aðila og talið þeim trú um að þeir væru að vinna að þeirra hag, án þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Með þessi óljósu loforð byggja fólk og fyrirtæki sér híbýli, skóla, spítala, baðlón og atvinnuhúsnæði á meðan þyrlum, einkaþotum og ýmis konar flugi er beint í auknum mæli inn á sama svæði. Terry Pratchett yrði hrifinn af þessari sögu, en að lifa lífi sínu innan hennar veldur bæði íbúum og flugsamfélaginu óþarfa hugarangri. Svör borgarstjóra í viðtölum vegna nýjustu vendinganna voru í takt við annað í málefnum flugvallarins. Hann er eðlilega ekki tilbúinn í að standa fyrir framan Reykvíkinga eftir að vera búinn að höggva svöðusár í eitt þeirra ástsælasta útivistasvæði. Hann er samt tilbúinn að höggva tré, en hversu mörg er ekki á hreinu. Því að í þessu sem öðru tengdu vellinum ríkir upplýsingaóreiða og óljóst hvar vald og ábyrgð liggur. Meðlimir Hljóðmarkar óska eftir því við nýja ríkisstjórn og sveitarfélögin í kringum flugvöllinn að láta af þessum vandræðagangi. Nú er mál að hefja tímasettar aðgerðir við að tryggja að lífsgæði íbúa á höfðuborgarsvæðinu séu í takti við nútímalegar kröfur um að draga úr hávaða og loftmengun, sem og að tryggja flugöryggi með því að færa allt óþarfa flug úr Vatnsmýrinni hið fyrsta. Sömuleiðis að tryggja flugsamfélaginu og farþegum þeirra, sem meðlimir okkar tilheyra einnig, nútímalega aðstöðu utan fjölmennstu byggðar landsins. Hljóðmörk gerir ekki athugasemd við nauðsynlegt sjúkraflug um völlinn, né áætlunarflug á helstu byggðarkjarna landsbyggðarinnar. En það er í besta falli vandræðalegt fyrir nútímasamfélag að halda áfram úti bílastæði fyrir auðmenn í stærsta bakgarði almennings á Íslandi. Höfundar eru meðlimir í Hljóðmörk, samtökum um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvelli.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun