Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 13. janúar 2025 11:01 Í síðustu viku féll dómur þar sem einn maður var fundinn sekur um að hafa ítrekað nauðgað andlega fatlaðri konu og látið hana hafa kynferðismök við aðra menn. Maðurinn braut einnig kynferðislega á andlega fötluðum syni konunnar og kærustu hans. Mér er gjörsamlega hulin ráðgáta hvernig þrír menn sem voru fengnir heim til brotaþola til að brjóta á henni kynferðislega voru ekki ákærðir fyrir nauðgun. Samkvæmt ákæruvaldinu þóttu málin ekki talin líkleg til sakfellingar. Þess í stað voru mennirnir vitni; vitni að nauðgunum - sem þeir tóku þátt í. Konan var aldrei spurð neins Vitni E bar að hann hafi hitt ákærða og brotaþola í tví- eða þrígang þar sem hann braut á henni. Aðspurður um það hvernig brotaþoli hefði sýnt samþykki sitt kvaðst vitnið ekki muna það vel. Vitnið segir að það sem gert var á staðnum hafi verið stýrt af ákærða en ekki konunni. Vitni G hitti ákærða og brotaþola í eitt skipti. Vitnið kveður að engar umræður hafi verið á staðnum um hvað konan vildi. Vitni H segist hafa hitt ákærða og brotaþola í tvö til þrjú skipti þar sem hann braut á konunni. Vitni H hætti svo að tala við ákærða þegar ákærði vildi fá fleiri menn til að taka þátt. Vitnið talaði lítið sem ekkert við konuna sjálfa. Allir sögðu þeir að konan hafi virst samþykk en engin samskipti voru beint við hana. Samkvæmt ofangreindum vitnisburði er vart hægt að túlka þetta sem annað en kynferðisofbeldi. Þegnar gerandi hefur samræði eða önnur kynferðismök við þolanda án samþykkis er það nauðgun samkvæmt öllum skilgreiningum þess orðs. Ekkert vitnanna hafði fengið samþykki frá konunni sjálfri fyrir því sem fram fór. Ekkert vitnanna tilkynnti ákærða til lögreglu. Samþykki er ekki túlkunaratriði Engin manneskja getur gefið samþykki fyrir hönd annarrar manneskju. Í dag er ekki hægt að fela sig á bak við þá afsökun að hafa ekki skilning á hvað samþykki er. Það er ótrúlegt að vera að skrifa þessi orð í grein árið 2025. Erum við ekki komin lengra sem samfélag í að skilja grundvallar skilgreininguna á kynferðisofbeldi? Það er ekki úr lausu lofti gripið þegar talað er um að við stöndum nú frammi fyrir verulegu bakslagi í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum enn að mata karlmenn á því hvað felst í samþykki og það er ekki boðlegt að þeir fái sífellt að fría sig ábyrgð þegar kemur að kynferðisbrotum. Hvers virði er samþykkisákvæði í lögum þar sem samþykki brotaþola þarf að liggja fyrir eða gáleysisákvæðið þegar því er ekki beitt? Dómurinn hrópandi kvenfyrirlitning Karlmenn þurfa að taka ábyrgð á því sem þeir gera. Uppræting kynbundins ofbeldis tekst ekki nema karlmenn taki ábyrgð á samskiptum, framkomu og gjörðum sínum. Í þessu tiltekna máli eru þrír brotaþolar sem hafa hlotið ómældan skaða af áralöngu ofbeldi. Ekki bara af hendi ákærða heldur einnig þeirra sem sluppu við ákæru. Þessi dómur er ekki bara hrópandi kvenfyrirlitning heldur segir okkur skýrt að þriðji aðili geti veitt samþykki. Að það megi nauðga, svo lengi sem einhver karl á internetinu leyfir þér það. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku féll dómur þar sem einn maður var fundinn sekur um að hafa ítrekað nauðgað andlega fatlaðri konu og látið hana hafa kynferðismök við aðra menn. Maðurinn braut einnig kynferðislega á andlega fötluðum syni konunnar og kærustu hans. Mér er gjörsamlega hulin ráðgáta hvernig þrír menn sem voru fengnir heim til brotaþola til að brjóta á henni kynferðislega voru ekki ákærðir fyrir nauðgun. Samkvæmt ákæruvaldinu þóttu málin ekki talin líkleg til sakfellingar. Þess í stað voru mennirnir vitni; vitni að nauðgunum - sem þeir tóku þátt í. Konan var aldrei spurð neins Vitni E bar að hann hafi hitt ákærða og brotaþola í tví- eða þrígang þar sem hann braut á henni. Aðspurður um það hvernig brotaþoli hefði sýnt samþykki sitt kvaðst vitnið ekki muna það vel. Vitnið segir að það sem gert var á staðnum hafi verið stýrt af ákærða en ekki konunni. Vitni G hitti ákærða og brotaþola í eitt skipti. Vitnið kveður að engar umræður hafi verið á staðnum um hvað konan vildi. Vitni H segist hafa hitt ákærða og brotaþola í tvö til þrjú skipti þar sem hann braut á konunni. Vitni H hætti svo að tala við ákærða þegar ákærði vildi fá fleiri menn til að taka þátt. Vitnið talaði lítið sem ekkert við konuna sjálfa. Allir sögðu þeir að konan hafi virst samþykk en engin samskipti voru beint við hana. Samkvæmt ofangreindum vitnisburði er vart hægt að túlka þetta sem annað en kynferðisofbeldi. Þegnar gerandi hefur samræði eða önnur kynferðismök við þolanda án samþykkis er það nauðgun samkvæmt öllum skilgreiningum þess orðs. Ekkert vitnanna hafði fengið samþykki frá konunni sjálfri fyrir því sem fram fór. Ekkert vitnanna tilkynnti ákærða til lögreglu. Samþykki er ekki túlkunaratriði Engin manneskja getur gefið samþykki fyrir hönd annarrar manneskju. Í dag er ekki hægt að fela sig á bak við þá afsökun að hafa ekki skilning á hvað samþykki er. Það er ótrúlegt að vera að skrifa þessi orð í grein árið 2025. Erum við ekki komin lengra sem samfélag í að skilja grundvallar skilgreininguna á kynferðisofbeldi? Það er ekki úr lausu lofti gripið þegar talað er um að við stöndum nú frammi fyrir verulegu bakslagi í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum enn að mata karlmenn á því hvað felst í samþykki og það er ekki boðlegt að þeir fái sífellt að fría sig ábyrgð þegar kemur að kynferðisbrotum. Hvers virði er samþykkisákvæði í lögum þar sem samþykki brotaþola þarf að liggja fyrir eða gáleysisákvæðið þegar því er ekki beitt? Dómurinn hrópandi kvenfyrirlitning Karlmenn þurfa að taka ábyrgð á því sem þeir gera. Uppræting kynbundins ofbeldis tekst ekki nema karlmenn taki ábyrgð á samskiptum, framkomu og gjörðum sínum. Í þessu tiltekna máli eru þrír brotaþolar sem hafa hlotið ómældan skaða af áralöngu ofbeldi. Ekki bara af hendi ákærða heldur einnig þeirra sem sluppu við ákæru. Þessi dómur er ekki bara hrópandi kvenfyrirlitning heldur segir okkur skýrt að þriðji aðili geti veitt samþykki. Að það megi nauðga, svo lengi sem einhver karl á internetinu leyfir þér það. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundu ofbeldi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun