Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar 11. janúar 2025 12:01 Notkun hugvíkkandi efna á Íslandi hefur vakið mikla athygli á síðustu misserum. Hugvíkkandi efni hafa lengi verið notuð í meðferðarskyni, meðal annars meðal frumbyggjaþjóða í S-Ameríku og Afríku. Áhugi vísindafólks og rannsakenda færist svo alltaf í aukana þar sem hugvíkkandi efni sýna fram á ákveðna meðferðarmöguleika og lækningarmátt við geðröskunum á borð við þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun og áfengis- og/eða vímuefnafíknar. Þrátt fyrir að hugvíkkandi efni hafa almennt verið tengd við afþreyingarnotkun og undirheimana, hafa rannsóknir síðustu ára sýnt fram á að þau geta verið öflugt meðferðarúrræði, þegar þau eru notuð undir eftirliti fagaðila og í réttum aðstæðum og hugarfari hverju sinni. Við hjá Eden Foundation, sem stöndum að ráðstefnunni Psychedelics as Medicine, teljum það því mikilvægt að upplýsa almenning um mögulegan lækningamátt hugvíkkandi efna og rjúfa bannhelgina sem á þeim hvílir. Viðhorf flestra til hugvíkkandi efna, og ríkjandi umræðan síðustu áratugi um skaðsemi þeirra, er ákaflega bjagað og oftar en ekki byggt á misskilningi, ótta og upplýsingaóreiðu. Nýjar ranns ó knir og vísindalegur áhugi Á síðustu áratugum hefur áhugi vísindamanna á hugvíkkandi efnum aukist og rannsóknir hafa sýnt fram á margvísleg jákvæð áhrif þeirra á geðheilbrigði einstaklinga. Rannsóknir á hugvíkkandi efnum í klínískum aðstæðum hafa sýnt fram á að þessi efni geta meðal annars minnkað einkenni alvarlegs þunglyndis og áfallastreituröskunnar. Í einhverjum tilfellum hafa hugvíkkandi meðferðir minnkað einkenni fólks svo um munar, svo mikið að þau mælast undir greiningarmörkum. Það er ávinningur sem sjaldan sést með hefðbundnum meðferðum. Hugvíkkandi efni eru gædd þeim eiginleikum að auka aðgengi okkar að bældum tilfinningum og hjálpa okkur að vinna úr erfiðum minningum og sársaukafullri lífsreynslu á annan hátt en hefðbundin lyf eru fær um að gera. Þessi meðferðarnálgun er afar frábrugðin hefðbundnum meðferðarúrræðum og lyfjum sem oft miða að því að draga úr einkennum frekar en að leysa tilfinningalega og sálfræðilega rót vandans, en það er akkúrat það sem hugvíkkandi efni gera. Það mætti segja að hugvíkkandi efni bjóða upp á fjölbreyttar aðferðir fyrir okkur til að sækja heilunina sem býr nú þegar innra með okkur öllum. Þörfin fyrir á rei ðanlegri upplýsingamiðlun Eitt stærsta vandamálið sem kemur í veg fyrir að hugvíkkandi meðferðarúrræði verði víðtækari og aðgengilegt er takmörkuð þekking almennings og innbyggður ótti við hugvíkkandi efni. Saga þessara efna, þá sérstaklega frá árinu 1970, þegar Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseti ákvað að segja öllum hugbreytandi efnum stríð á hendur. Hluti af stefnu Nixons var að flokka hugvíkkandi lyf án tillit til lækningamátt þeirra sem „schedule one drug“ og setja þau í flokk með fíkniefnum og lyfjum sem ekki hefur verið sýnt fram á að hafi læknisfræðileg áhrif. Þar með lokaði Nixon á frekari rannsóknir á hugvíkkandi efnum sem voru á þessum tíma nú þegar farnar að lofa góðu. Umfjöllun um hugvíkkandi efni voru í kjölfarið lituð af neikvæðum áróðri sem setti þau í sama flokk og hættuleg efni án tillits til lækningalegra eiginleika þeirra. Þetta viðhorf hefur leitt til þess að hugvíkkandi efni eru enn á bannlista í mörgum löndum og eru því ekki aðgengileg sem lögleg meðferðarúrræði. Þessu viljum við breyta. Það er okkur því afar mikilvægt að miðla áreiðanlegum upplýsingum til þess að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um raunverulega virkni og áhrif hugvíkkandi efna, sérstaklega í læknisfræðilegu samhengi þar sem þau eru notuð undir eftirliti fagaðila. Ástæðan er sú að með áreiðanlegri upplýsingamiðlun myndast skilningur á hugvíkkandi efnum í læknisfræðilegum tilgangi, sem leiðir til þess að hægt sé að rjúfa þann ótta sem kemur í veg fyrir þróun og innleiðingu nýrra meðferðarúrræða með hugvíkkandi efnum. Ávinningur og mikilv æ gi faglegs eftirlits Það hefur nú þegar verið sýnt fram á að hugvíkkandi efni geta haft jákvæð áhrif á geðheilbrigði einstaklinga, en aðeins þegar þau eru notuð með réttu eftirliti fagfólks. Klínískar aðferðir við notkun þessara efna byggja á að þau séu gefin við sérstakar aðstæður og oft í samvinnu með samtalsmeðferð, þar sem faglærðir meðferðaraðilar veita stuðning á meðan einstaklingurinn vinnur með tilfinningar sínar og hugsanir. Mikilvægt er að almennur skilningur á þessum meðferðum fari fram samhliða rannsóknum svo að fólk sé meðvitað um bæði mögulegan ávinning og áhættu þess að nota þessi efni án eftirlits. Siðferðileg ábyrgð í samf é lagslegri umræðu Við sem samfélag berum siðferðilega ábyrgð á því að viðurkenna þá möguleika sem hugvíkkandi efni bjóða upp á til að hjálpa fólki í vanda, sérstaklega þar sem önnur meðferðarúrræði hafa reynst takmörkuð. Fræðsla og opinská samfélagsleg umræða getur haft mikið vægi í þessu samhengi þar sem þær stuðla að breyttum viðhorfum og stuðning við nýjar meðferðir. Einnig er nauðsynlegt að veita einstaklingum áreiðanlegar upplýsingar svo það geti tekið upplýstar ákvarðanir og nýti sér ekki hugvíkkandi meðferðir í röngum tilgangi eða á áhættusaman hátt. Mín ósk er sú að með aukinni umræðu og rannsóknum verður frekari vitundarvakning um ávinning og möguleika hugvíkkandi efna sem meðferðarúrræði. Með réttri upplýsingagjöf, faglegu eftirliti og skýrri stefnumótun er von til þess að hugvíkkandi efni geti í framtíðinni orðið samþykkt meðferðarúrræði sem bætir lífsgæði einstaklinga. Við erum komin á mikilvægt stig í þróun geðheilbrigðismeðferða og það er á ábyrgð samfélagsins að bregðast við með opnum huga og víðsýni. Þannig mun almenn og fagleg fræðsla á hugvíkkandi efnum ekki aðeins stuðla að bættu geðheilbrigði, heldur einnig að þróun í geðheilbrigðisþjónustu sem byggir á nýjum og vísindalega studdum aðferðum. Við getum stuðlað að breytingum í sameiningu Að mínu mati er það lykilatriði til að breyta viðhorfum samfélagsins gagnvart hugvíkkandi efnum, vegna þess að þau eru framtíðin okkar. Þau eru mikilvægur hlekkur í framþróun mannsins og vitundar okkar. Ég mun halda áfram að fræða og miðla upplýsingum til þín í þeirri von um að stuðla að jákvæðum breytingum með því að auka skilning á möguleikum og ávinning hugvíkkandi meðferða. Ástæðan er sú að það er einlæg ósk mín að í framtíðinni geti sem flest notið góðs af þeim ávinning og tækifærum sem hugvíkkandi efni hafa upp á að bjóða til hins betra og geta leiðbeint einstaklingum heim í hjartað sitt. Höfundur er eigandi Eden Foundation og framkvæmdarstjóri Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar í Hörpu 27.-28.febrúar. H ö fundur hefur lokið M.A. í Integrative Psychedelic Therapy Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Hugvíkkandi efni Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Notkun hugvíkkandi efna á Íslandi hefur vakið mikla athygli á síðustu misserum. Hugvíkkandi efni hafa lengi verið notuð í meðferðarskyni, meðal annars meðal frumbyggjaþjóða í S-Ameríku og Afríku. Áhugi vísindafólks og rannsakenda færist svo alltaf í aukana þar sem hugvíkkandi efni sýna fram á ákveðna meðferðarmöguleika og lækningarmátt við geðröskunum á borð við þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun og áfengis- og/eða vímuefnafíknar. Þrátt fyrir að hugvíkkandi efni hafa almennt verið tengd við afþreyingarnotkun og undirheimana, hafa rannsóknir síðustu ára sýnt fram á að þau geta verið öflugt meðferðarúrræði, þegar þau eru notuð undir eftirliti fagaðila og í réttum aðstæðum og hugarfari hverju sinni. Við hjá Eden Foundation, sem stöndum að ráðstefnunni Psychedelics as Medicine, teljum það því mikilvægt að upplýsa almenning um mögulegan lækningamátt hugvíkkandi efna og rjúfa bannhelgina sem á þeim hvílir. Viðhorf flestra til hugvíkkandi efna, og ríkjandi umræðan síðustu áratugi um skaðsemi þeirra, er ákaflega bjagað og oftar en ekki byggt á misskilningi, ótta og upplýsingaóreiðu. Nýjar ranns ó knir og vísindalegur áhugi Á síðustu áratugum hefur áhugi vísindamanna á hugvíkkandi efnum aukist og rannsóknir hafa sýnt fram á margvísleg jákvæð áhrif þeirra á geðheilbrigði einstaklinga. Rannsóknir á hugvíkkandi efnum í klínískum aðstæðum hafa sýnt fram á að þessi efni geta meðal annars minnkað einkenni alvarlegs þunglyndis og áfallastreituröskunnar. Í einhverjum tilfellum hafa hugvíkkandi meðferðir minnkað einkenni fólks svo um munar, svo mikið að þau mælast undir greiningarmörkum. Það er ávinningur sem sjaldan sést með hefðbundnum meðferðum. Hugvíkkandi efni eru gædd þeim eiginleikum að auka aðgengi okkar að bældum tilfinningum og hjálpa okkur að vinna úr erfiðum minningum og sársaukafullri lífsreynslu á annan hátt en hefðbundin lyf eru fær um að gera. Þessi meðferðarnálgun er afar frábrugðin hefðbundnum meðferðarúrræðum og lyfjum sem oft miða að því að draga úr einkennum frekar en að leysa tilfinningalega og sálfræðilega rót vandans, en það er akkúrat það sem hugvíkkandi efni gera. Það mætti segja að hugvíkkandi efni bjóða upp á fjölbreyttar aðferðir fyrir okkur til að sækja heilunina sem býr nú þegar innra með okkur öllum. Þörfin fyrir á rei ðanlegri upplýsingamiðlun Eitt stærsta vandamálið sem kemur í veg fyrir að hugvíkkandi meðferðarúrræði verði víðtækari og aðgengilegt er takmörkuð þekking almennings og innbyggður ótti við hugvíkkandi efni. Saga þessara efna, þá sérstaklega frá árinu 1970, þegar Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseti ákvað að segja öllum hugbreytandi efnum stríð á hendur. Hluti af stefnu Nixons var að flokka hugvíkkandi lyf án tillit til lækningamátt þeirra sem „schedule one drug“ og setja þau í flokk með fíkniefnum og lyfjum sem ekki hefur verið sýnt fram á að hafi læknisfræðileg áhrif. Þar með lokaði Nixon á frekari rannsóknir á hugvíkkandi efnum sem voru á þessum tíma nú þegar farnar að lofa góðu. Umfjöllun um hugvíkkandi efni voru í kjölfarið lituð af neikvæðum áróðri sem setti þau í sama flokk og hættuleg efni án tillits til lækningalegra eiginleika þeirra. Þetta viðhorf hefur leitt til þess að hugvíkkandi efni eru enn á bannlista í mörgum löndum og eru því ekki aðgengileg sem lögleg meðferðarúrræði. Þessu viljum við breyta. Það er okkur því afar mikilvægt að miðla áreiðanlegum upplýsingum til þess að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um raunverulega virkni og áhrif hugvíkkandi efna, sérstaklega í læknisfræðilegu samhengi þar sem þau eru notuð undir eftirliti fagaðila. Ástæðan er sú að með áreiðanlegri upplýsingamiðlun myndast skilningur á hugvíkkandi efnum í læknisfræðilegum tilgangi, sem leiðir til þess að hægt sé að rjúfa þann ótta sem kemur í veg fyrir þróun og innleiðingu nýrra meðferðarúrræða með hugvíkkandi efnum. Ávinningur og mikilv æ gi faglegs eftirlits Það hefur nú þegar verið sýnt fram á að hugvíkkandi efni geta haft jákvæð áhrif á geðheilbrigði einstaklinga, en aðeins þegar þau eru notuð með réttu eftirliti fagfólks. Klínískar aðferðir við notkun þessara efna byggja á að þau séu gefin við sérstakar aðstæður og oft í samvinnu með samtalsmeðferð, þar sem faglærðir meðferðaraðilar veita stuðning á meðan einstaklingurinn vinnur með tilfinningar sínar og hugsanir. Mikilvægt er að almennur skilningur á þessum meðferðum fari fram samhliða rannsóknum svo að fólk sé meðvitað um bæði mögulegan ávinning og áhættu þess að nota þessi efni án eftirlits. Siðferðileg ábyrgð í samf é lagslegri umræðu Við sem samfélag berum siðferðilega ábyrgð á því að viðurkenna þá möguleika sem hugvíkkandi efni bjóða upp á til að hjálpa fólki í vanda, sérstaklega þar sem önnur meðferðarúrræði hafa reynst takmörkuð. Fræðsla og opinská samfélagsleg umræða getur haft mikið vægi í þessu samhengi þar sem þær stuðla að breyttum viðhorfum og stuðning við nýjar meðferðir. Einnig er nauðsynlegt að veita einstaklingum áreiðanlegar upplýsingar svo það geti tekið upplýstar ákvarðanir og nýti sér ekki hugvíkkandi meðferðir í röngum tilgangi eða á áhættusaman hátt. Mín ósk er sú að með aukinni umræðu og rannsóknum verður frekari vitundarvakning um ávinning og möguleika hugvíkkandi efna sem meðferðarúrræði. Með réttri upplýsingagjöf, faglegu eftirliti og skýrri stefnumótun er von til þess að hugvíkkandi efni geti í framtíðinni orðið samþykkt meðferðarúrræði sem bætir lífsgæði einstaklinga. Við erum komin á mikilvægt stig í þróun geðheilbrigðismeðferða og það er á ábyrgð samfélagsins að bregðast við með opnum huga og víðsýni. Þannig mun almenn og fagleg fræðsla á hugvíkkandi efnum ekki aðeins stuðla að bættu geðheilbrigði, heldur einnig að þróun í geðheilbrigðisþjónustu sem byggir á nýjum og vísindalega studdum aðferðum. Við getum stuðlað að breytingum í sameiningu Að mínu mati er það lykilatriði til að breyta viðhorfum samfélagsins gagnvart hugvíkkandi efnum, vegna þess að þau eru framtíðin okkar. Þau eru mikilvægur hlekkur í framþróun mannsins og vitundar okkar. Ég mun halda áfram að fræða og miðla upplýsingum til þín í þeirri von um að stuðla að jákvæðum breytingum með því að auka skilning á möguleikum og ávinning hugvíkkandi meðferða. Ástæðan er sú að það er einlæg ósk mín að í framtíðinni geti sem flest notið góðs af þeim ávinning og tækifærum sem hugvíkkandi efni hafa upp á að bjóða til hins betra og geta leiðbeint einstaklingum heim í hjartað sitt. Höfundur er eigandi Eden Foundation og framkvæmdarstjóri Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar í Hörpu 27.-28.febrúar. H ö fundur hefur lokið M.A. í Integrative Psychedelic Therapy
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun