Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2025 11:32 Í froststillu síðustu vikna hefur Reykjavíkurborg og umhverfi hennar skartað sínu allra fegursta. Margbreytileg litasamsetning miðsvetrarbirtunnar dregur mörg út undir bert loft til að njóta súrefnis, hreyfingar og næra sálina í skammdeginu. Útilífsborgin Reykjavík er sannarlega fjölbreytt en markmið og hlutverk hennar er meðal annars að stuðla að aukinni þátttöku borgarbúa í almennri útiveru, hreyfingu og stuðla þannig að bættri lýðheilsu. Leitast er við að koma til móts við mismunandi áhugasvið fólks tengt útilífi til dæmis með því að bæta þjónustu og skapa aðstöðu til þess í borginni samhliða að styðja við aðila og félög sem vinna með útivist í sínu starfi þannig að hægt sé skapa vettvang til að auka gæði og framboð útivistar fyrir sem flesta hópa. Svara kalli íbúa. Austurheiðar – hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga Eitt af kosningaloforðum Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar 2022 var einmitt að efla Austurheiðar með markvissari hætti sem bæði fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Skapa umgjörð fyrir fólk á öllum aldri með ólík áhugamál til að njóta og nota útivistar og náttúrulegs umhverfis við borgarmörkin. En hvað eru Austurheiðar? Fyrir þau sem ekki þekkja til eru Austurheiðar víðáttumikið heiðaland sem nær yfir Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur. Heiðin er mikið til skógi vaxin og lúpínubreiður þekja stóran hluta svæðisins en svæðið nýtist hópum eins og hestafólki, fjallahjólreiðamönnum, fyrir göngu og utanvegahlaup og jafnvel vetraríþróttir eins og gönguskíði. Þannig eru Austurheiðar hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga - útivistarsvæði til að njóta náttúru, heilbrigðs lífsstíls og útiveru allt árið um kring. Loksins gönguskíðaspor í Austurheiðum Lýðheilsustefna Reykjavíkurborgar og stefna í Íþróttamálum til 2030 eru mikilvægir leiðarvísar fyrir að skapa heilsueflandi og öruggt samfélag þar sem fólk á öllum æviskeiðum hefur jöfn tækifæri til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu. Sporið og Útilífsborgin gerðu með sér samning síðasta haust, um að efla tækifæri borgarbúa til að stunda skíðagöngu í borgarlandinu og um leið hana gera aðgengilegri fyrir öll, líka þau sem aldrei hafa stigið á gönguskíði. Samið var um að Sporið muni í vetur annast lagningu og viðhald skíðagönguspora, leggja janvel tvöfalt gönguskíðaspor þar sem því verður við komið. Í veðurfari síðustu vikna hafa skapast aðstæður til að leggja gönguskíðaspor á Rauðavatni, Hólmsheiði og Langavatni en tekist hefur að tengja svæðin saman í spori sem gerir lengsta hring allt að 15 km langan. Þúsundir þúsundir borgarbúa hafa nýtt sér gönguskíðasporin til hreyfingar og útiveru síðustu misserin, mörg prófað að stíga á gönguskíði í fyrsta sinn því Sporið hefur verið að bjóða upp á leigu á gönguskíðabúnaði og námskeið fyrir þau sem þurfa við Rauðavatn. Lífsgæðaborgin fyrir öll - allt árið um kring. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að geta stundað fjölbreytta útivist eftir árstíðum og hefur meirihlutinn í borginni, fyrir tilstuðlan Samfylkingarinnar, lagt mikið upp úr því að skapa umgjörð þannig að íbúar geti sinnt og nært líkamlega, andlega og félagslega heilsu allt árið um kring. Mikil tækifæri felast í áframhaldandi þróunar til útivistar á Rauðavatni og Hólmsheiði en svæðið tengist inn á Græna trefillinn sem er heiti yfir skógræktar- og útivistarsvæði við útmörk sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu en sjálfbær ferðaþjónusta er framtíðin og efni í aðra grein. Komdu út að Vetrar- leika Fyrir þau sem hafa ekki komið að Rauðavatni, gengið hringinn í kringum vatnið á upplýstum stíg, jafnvel tekið aukahring inn á stígakerfi Hólmsheiðar eða stoppað við áningu með kakóbolla með fjallasýn Bláfjalla fyrir augum vil ég segja: Velkomin í Austurborgina - Velkomin að upplifa dásemdir Austurheiða. Velkomin í Útilífsborgina Reykjavík. Komdu út að Vetrar-leika í svartasta skammdeginu, taka inn bleikrauða liti miðsvetrarbirtunnar, til að ganga, til að hlaupa, til að hjóla, til að skíða, til að viðra hundinn, til að taka skautasnúning á skautasvelli eða eiga trúnó með vinum. Sjáumst á Austurheiðum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, íbúi í austurborginni og elskar miðsvetrarbirtuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Skíðaíþróttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Sjá meira
Í froststillu síðustu vikna hefur Reykjavíkurborg og umhverfi hennar skartað sínu allra fegursta. Margbreytileg litasamsetning miðsvetrarbirtunnar dregur mörg út undir bert loft til að njóta súrefnis, hreyfingar og næra sálina í skammdeginu. Útilífsborgin Reykjavík er sannarlega fjölbreytt en markmið og hlutverk hennar er meðal annars að stuðla að aukinni þátttöku borgarbúa í almennri útiveru, hreyfingu og stuðla þannig að bættri lýðheilsu. Leitast er við að koma til móts við mismunandi áhugasvið fólks tengt útilífi til dæmis með því að bæta þjónustu og skapa aðstöðu til þess í borginni samhliða að styðja við aðila og félög sem vinna með útivist í sínu starfi þannig að hægt sé skapa vettvang til að auka gæði og framboð útivistar fyrir sem flesta hópa. Svara kalli íbúa. Austurheiðar – hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga Eitt af kosningaloforðum Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar 2022 var einmitt að efla Austurheiðar með markvissari hætti sem bæði fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Skapa umgjörð fyrir fólk á öllum aldri með ólík áhugamál til að njóta og nota útivistar og náttúrulegs umhverfis við borgarmörkin. En hvað eru Austurheiðar? Fyrir þau sem ekki þekkja til eru Austurheiðar víðáttumikið heiðaland sem nær yfir Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur. Heiðin er mikið til skógi vaxin og lúpínubreiður þekja stóran hluta svæðisins en svæðið nýtist hópum eins og hestafólki, fjallahjólreiðamönnum, fyrir göngu og utanvegahlaup og jafnvel vetraríþróttir eins og gönguskíði. Þannig eru Austurheiðar hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga - útivistarsvæði til að njóta náttúru, heilbrigðs lífsstíls og útiveru allt árið um kring. Loksins gönguskíðaspor í Austurheiðum Lýðheilsustefna Reykjavíkurborgar og stefna í Íþróttamálum til 2030 eru mikilvægir leiðarvísar fyrir að skapa heilsueflandi og öruggt samfélag þar sem fólk á öllum æviskeiðum hefur jöfn tækifæri til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu. Sporið og Útilífsborgin gerðu með sér samning síðasta haust, um að efla tækifæri borgarbúa til að stunda skíðagöngu í borgarlandinu og um leið hana gera aðgengilegri fyrir öll, líka þau sem aldrei hafa stigið á gönguskíði. Samið var um að Sporið muni í vetur annast lagningu og viðhald skíðagönguspora, leggja janvel tvöfalt gönguskíðaspor þar sem því verður við komið. Í veðurfari síðustu vikna hafa skapast aðstæður til að leggja gönguskíðaspor á Rauðavatni, Hólmsheiði og Langavatni en tekist hefur að tengja svæðin saman í spori sem gerir lengsta hring allt að 15 km langan. Þúsundir þúsundir borgarbúa hafa nýtt sér gönguskíðasporin til hreyfingar og útiveru síðustu misserin, mörg prófað að stíga á gönguskíði í fyrsta sinn því Sporið hefur verið að bjóða upp á leigu á gönguskíðabúnaði og námskeið fyrir þau sem þurfa við Rauðavatn. Lífsgæðaborgin fyrir öll - allt árið um kring. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að geta stundað fjölbreytta útivist eftir árstíðum og hefur meirihlutinn í borginni, fyrir tilstuðlan Samfylkingarinnar, lagt mikið upp úr því að skapa umgjörð þannig að íbúar geti sinnt og nært líkamlega, andlega og félagslega heilsu allt árið um kring. Mikil tækifæri felast í áframhaldandi þróunar til útivistar á Rauðavatni og Hólmsheiði en svæðið tengist inn á Græna trefillinn sem er heiti yfir skógræktar- og útivistarsvæði við útmörk sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu en sjálfbær ferðaþjónusta er framtíðin og efni í aðra grein. Komdu út að Vetrar- leika Fyrir þau sem hafa ekki komið að Rauðavatni, gengið hringinn í kringum vatnið á upplýstum stíg, jafnvel tekið aukahring inn á stígakerfi Hólmsheiðar eða stoppað við áningu með kakóbolla með fjallasýn Bláfjalla fyrir augum vil ég segja: Velkomin í Austurborgina - Velkomin að upplifa dásemdir Austurheiða. Velkomin í Útilífsborgina Reykjavík. Komdu út að Vetrar-leika í svartasta skammdeginu, taka inn bleikrauða liti miðsvetrarbirtunnar, til að ganga, til að hlaupa, til að hjóla, til að skíða, til að viðra hundinn, til að taka skautasnúning á skautasvelli eða eiga trúnó með vinum. Sjáumst á Austurheiðum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, íbúi í austurborginni og elskar miðsvetrarbirtuna.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun