Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 10. janúar 2025 10:01 Mikilvægi Norðurslóða fer vaxandi meðal annars vegna loftslagsbreytinga. Siglingaleiðir eru að opnast og miklar auðlindir sem áður voru óaðgengilegar eru að verða nýtanlegar. Nýlegar fréttir um endurnýjaðan áhuga Donald Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, á yfirráðum yfir Grænlandi hafa vakið mikla athygli og ugg sumstaðar ekki síst í Danmörku. Trump lét meðal annars hafa eftir sér. "For purposes of National Security and Freedom throughout the World, theUnited Statesof America feels that the ownership and control of Greenland is an absolute necessity." Á nýlegum blaðamannafundi útilokaði Donald Trump ekki að grípa til hernaðarlega aðgerða eða viðskipaþvingana til að ná fram sínum vilja sínum. Hann sagði að nú væru skip frá Rússlandi og Kína um allt á norðurslóðum sem hann túlkar sem ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Spyrja má hvort það sem nú er að gerast á norðurslóðum tengist ekki Úkraínustríðinu og þeirri hörðu stórveldasamkeppni sem stríðið hefur leitt af sér? Baráttan um Svartahafið Úkraínustríðið snýst að verulegu leyti um yfirráð yfir Svaratahafinu. Að Svartahafinu liggja Búlgaría, Georgía, Rúmenía, Rússland, Türkiye og Úkraína. Búlgaría, Rúmenía og Türkiye eru aðilar að NATO og á NATO fundinum fræga í Búkarest í apríl 2008 var talað um að Georgía og Úkraínu færu í NATO. Þá hefði Rússland orðið eina landið við Svartahafið sem ekki er í NATO. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á því að Rússlandi, sem lítur á NATO sem óvin, en ekki varnarbandalag, telur þetta ógn við síða stöðu við Svartahafið og sitt þjóðaröryggi. Siglingaleiðir um Svartahafið eru líka mikilvægar fyrir Rússland því landið hefur nú mjög takmarkaðan aðgang að sjó. Viðbrögð Rússneskara stjórnvalda við fyrirhugaðri stækkun NATO urðu því hörð. Átök urðu í Georgíu í ágúst 2008 og svo stríðið í Úkraínu sem enn stendur yfir og sér ekki fyrir endann á. Spennan á Eystrasaltinu Vegna átakanna í Úkraínu ákváðu Finnland og Svíþjóð að sækja um aðild að NATO. Finnland fékk aðild 2023 en Svíþjóð ári síðar 2024. Löndin sem liggja að Eystrasaltinu eru: Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Eistland, Lettland, Litáen, Pólland, Þýskaland og loks Rússland. Af þessum níu löndum eru öll NATO ríki nema Rússland. Rússland hefur aðgang að Eystrasalti við St. Pétursborg, milli Finnlands og Eistlands og svo við Kaliningrad, sem er hluti af Rússlandi á milli Litáen og Póllands. Rússland upplifir sig nú sem einangað á þessu svæði. Nú berast fréttir af því að sæstrengir hafa verði skemmdir eða rofnir í Eystrasaltinu. Haustið 2022 var Nord Stream 2 gasleiðslan milli Rússlands og Þýskalands eyðilögð sem hefur skaðað Þýska hagkerfið og haft lamandi áhrif á efnahag Evrópu. Mun alvarlegri átök geta hæglega brotist út á Eystrasaltinu hvenær sem er og svo breiðst út. Átök á norðurslóðum? Í Norðurskautsráðinu eru átta ríki: Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Öll ríkin eru nú NATO ríki nema Rússland. Þetta er ein meginástæða þess að samvinna Rússlands og Kína er orðin náin á þessu svæði og Kína skilgreinir sig nú sem “Near-Arctic State.” Það má ímynda sér að best væri fyrir Rússland að sitja sem mest eitt að auðlindum sínum á þessum slóðum en þegar þarna eru sjö NATO ríki kemur varla á óvart að Rússland leiti bandamanna á þessu svæði. Kína sem er útflutningsdrifið hagkerfi þarf siglingleiðir og hefur augljósa hagsmuni að vinna með Rússlandi á norðurslóðum. Vegna Úkraínustríðsins hafa utanríkisviðskipti milli Rússlands og Kína vaxið mikið og Kína þarf á auðlindum Rússlands að halda. Samvinna Kína og Rússlands hefur styrkt stöðu Kína mikið í stórveldasamkeppninni við Bandaríkin. Það er nánast ekkert talsamband á milli Bandaríkjanna og Rússlands og viðskiptastríð við Kína. Spennan bara vex og engir tilburðir til að lægja öldurnar. Eins og Donald Trump segir eru skip frá Kína og Rússlandi nú allstaðar á norðurslóðum. Á friðartímum er mögulegt fyrir Danmörku að fara með utanríkis- og öryggismál Grænlands. Nú eru hinsvegar ófriðartímar og Rússland hefur yfirburðastöðu á norðurslóðum og er í bandalagi við stórveldið Kína. Á sama tíma vilja Bandaríkin styrkja sína stöðu á þessu svæði. Danmörk hefur sent mikið af vopnum til Úkraínu með þeim skilaboðum að Úkraínumenn sigri Rússa á vígvellinum. Samband Danmerkur og Rússlands er því mjög slæmt. Sjálfstætt Grænland og samskipti við Bandaríkin Útaf fyrir sig gætu nánari samskipti Grænlands við Bandaríkin orðið til góðs fyrir Grænland. Grænland er að leggja lokahönd á nýja stjórnarskrá, sjá https://www.ft.dk/samling/20222/almdel/GRU/bilag/54/2702267/index.htm Grænland vill fullt sjálfstæði. Það myndi kalla á að Grænlendingar tækju sæti í alþjóðastofnunum í eigin nafni og undir eigin fána. Grænlendingar þurfa því nauðsynleg að víkka út sitt samstarf við aðrar þjóðir, ekki síst við Bandaríkin. Náið samstarf við Bandaríkin á meðan á seinni heimstyrjöldinni stóð og í kaldastríðinu kom sér að mörgu leyti vel fyrir Ísland. Nú er skollið á nýtt kalt stríð og Grænland þarf að vera í sambandi við Bandaríkin. Í raun má segja má að samvinna Grænlendinga við Bandaríkin í öryggismálum sé nauðsyn, eins samstarf við Kanada um auðlindanýtingu á norðurslóðum. Ísland gæti verið viss fyrirmynd þ.e. smáríki sem hefur komið sér upp stjórnkerfi þrátt fyrir fámenni. Stríðið í Úkraínu hefur leitt til enn frekari stækkunar NATO, sem á norðurslóðum hefur leitt til náinnar samvinnu milli Rússlands og Kína á þessu svæði. Bandaríks yfirvöld virðast meta stöðuna að á þessu svæði þannig að valdajafnvægið hafi raskast. Krafan um yfirráð yfir Grænlandi sem er ekki ný af nálinni verður því sterkari en áður og nú krefst Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna eignahalds og yfirráða yfir Grænlandi. Það er hinsvegar spurning hvort samvinna og samstarf dugar ekki milli Bandaríkjanna og sjálfstæðs Grænlands. Öryggishagsmunir beggja fara saman og stórveldasamkeppnin sem nú er komin upp á þessu svæði kallar á breytingar. Yfirlýsingar Trump myndu því leiða til þess að sjálfstæði Grænlands yrði flýtt, í stað yfirtöku sem er ekki í samræmi við hina svokölluðu „rules based-international order“ sem höfð hefur verið í hávegum á leiðtogafundum NATO. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Mikilvægi Norðurslóða fer vaxandi meðal annars vegna loftslagsbreytinga. Siglingaleiðir eru að opnast og miklar auðlindir sem áður voru óaðgengilegar eru að verða nýtanlegar. Nýlegar fréttir um endurnýjaðan áhuga Donald Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, á yfirráðum yfir Grænlandi hafa vakið mikla athygli og ugg sumstaðar ekki síst í Danmörku. Trump lét meðal annars hafa eftir sér. "For purposes of National Security and Freedom throughout the World, theUnited Statesof America feels that the ownership and control of Greenland is an absolute necessity." Á nýlegum blaðamannafundi útilokaði Donald Trump ekki að grípa til hernaðarlega aðgerða eða viðskipaþvingana til að ná fram sínum vilja sínum. Hann sagði að nú væru skip frá Rússlandi og Kína um allt á norðurslóðum sem hann túlkar sem ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Spyrja má hvort það sem nú er að gerast á norðurslóðum tengist ekki Úkraínustríðinu og þeirri hörðu stórveldasamkeppni sem stríðið hefur leitt af sér? Baráttan um Svartahafið Úkraínustríðið snýst að verulegu leyti um yfirráð yfir Svaratahafinu. Að Svartahafinu liggja Búlgaría, Georgía, Rúmenía, Rússland, Türkiye og Úkraína. Búlgaría, Rúmenía og Türkiye eru aðilar að NATO og á NATO fundinum fræga í Búkarest í apríl 2008 var talað um að Georgía og Úkraínu færu í NATO. Þá hefði Rússland orðið eina landið við Svartahafið sem ekki er í NATO. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á því að Rússlandi, sem lítur á NATO sem óvin, en ekki varnarbandalag, telur þetta ógn við síða stöðu við Svartahafið og sitt þjóðaröryggi. Siglingaleiðir um Svartahafið eru líka mikilvægar fyrir Rússland því landið hefur nú mjög takmarkaðan aðgang að sjó. Viðbrögð Rússneskara stjórnvalda við fyrirhugaðri stækkun NATO urðu því hörð. Átök urðu í Georgíu í ágúst 2008 og svo stríðið í Úkraínu sem enn stendur yfir og sér ekki fyrir endann á. Spennan á Eystrasaltinu Vegna átakanna í Úkraínu ákváðu Finnland og Svíþjóð að sækja um aðild að NATO. Finnland fékk aðild 2023 en Svíþjóð ári síðar 2024. Löndin sem liggja að Eystrasaltinu eru: Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Eistland, Lettland, Litáen, Pólland, Þýskaland og loks Rússland. Af þessum níu löndum eru öll NATO ríki nema Rússland. Rússland hefur aðgang að Eystrasalti við St. Pétursborg, milli Finnlands og Eistlands og svo við Kaliningrad, sem er hluti af Rússlandi á milli Litáen og Póllands. Rússland upplifir sig nú sem einangað á þessu svæði. Nú berast fréttir af því að sæstrengir hafa verði skemmdir eða rofnir í Eystrasaltinu. Haustið 2022 var Nord Stream 2 gasleiðslan milli Rússlands og Þýskalands eyðilögð sem hefur skaðað Þýska hagkerfið og haft lamandi áhrif á efnahag Evrópu. Mun alvarlegri átök geta hæglega brotist út á Eystrasaltinu hvenær sem er og svo breiðst út. Átök á norðurslóðum? Í Norðurskautsráðinu eru átta ríki: Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Öll ríkin eru nú NATO ríki nema Rússland. Þetta er ein meginástæða þess að samvinna Rússlands og Kína er orðin náin á þessu svæði og Kína skilgreinir sig nú sem “Near-Arctic State.” Það má ímynda sér að best væri fyrir Rússland að sitja sem mest eitt að auðlindum sínum á þessum slóðum en þegar þarna eru sjö NATO ríki kemur varla á óvart að Rússland leiti bandamanna á þessu svæði. Kína sem er útflutningsdrifið hagkerfi þarf siglingleiðir og hefur augljósa hagsmuni að vinna með Rússlandi á norðurslóðum. Vegna Úkraínustríðsins hafa utanríkisviðskipti milli Rússlands og Kína vaxið mikið og Kína þarf á auðlindum Rússlands að halda. Samvinna Kína og Rússlands hefur styrkt stöðu Kína mikið í stórveldasamkeppninni við Bandaríkin. Það er nánast ekkert talsamband á milli Bandaríkjanna og Rússlands og viðskiptastríð við Kína. Spennan bara vex og engir tilburðir til að lægja öldurnar. Eins og Donald Trump segir eru skip frá Kína og Rússlandi nú allstaðar á norðurslóðum. Á friðartímum er mögulegt fyrir Danmörku að fara með utanríkis- og öryggismál Grænlands. Nú eru hinsvegar ófriðartímar og Rússland hefur yfirburðastöðu á norðurslóðum og er í bandalagi við stórveldið Kína. Á sama tíma vilja Bandaríkin styrkja sína stöðu á þessu svæði. Danmörk hefur sent mikið af vopnum til Úkraínu með þeim skilaboðum að Úkraínumenn sigri Rússa á vígvellinum. Samband Danmerkur og Rússlands er því mjög slæmt. Sjálfstætt Grænland og samskipti við Bandaríkin Útaf fyrir sig gætu nánari samskipti Grænlands við Bandaríkin orðið til góðs fyrir Grænland. Grænland er að leggja lokahönd á nýja stjórnarskrá, sjá https://www.ft.dk/samling/20222/almdel/GRU/bilag/54/2702267/index.htm Grænland vill fullt sjálfstæði. Það myndi kalla á að Grænlendingar tækju sæti í alþjóðastofnunum í eigin nafni og undir eigin fána. Grænlendingar þurfa því nauðsynleg að víkka út sitt samstarf við aðrar þjóðir, ekki síst við Bandaríkin. Náið samstarf við Bandaríkin á meðan á seinni heimstyrjöldinni stóð og í kaldastríðinu kom sér að mörgu leyti vel fyrir Ísland. Nú er skollið á nýtt kalt stríð og Grænland þarf að vera í sambandi við Bandaríkin. Í raun má segja má að samvinna Grænlendinga við Bandaríkin í öryggismálum sé nauðsyn, eins samstarf við Kanada um auðlindanýtingu á norðurslóðum. Ísland gæti verið viss fyrirmynd þ.e. smáríki sem hefur komið sér upp stjórnkerfi þrátt fyrir fámenni. Stríðið í Úkraínu hefur leitt til enn frekari stækkunar NATO, sem á norðurslóðum hefur leitt til náinnar samvinnu milli Rússlands og Kína á þessu svæði. Bandaríks yfirvöld virðast meta stöðuna að á þessu svæði þannig að valdajafnvægið hafi raskast. Krafan um yfirráð yfir Grænlandi sem er ekki ný af nálinni verður því sterkari en áður og nú krefst Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna eignahalds og yfirráða yfir Grænlandi. Það er hinsvegar spurning hvort samvinna og samstarf dugar ekki milli Bandaríkjanna og sjálfstæðs Grænlands. Öryggishagsmunir beggja fara saman og stórveldasamkeppnin sem nú er komin upp á þessu svæði kallar á breytingar. Yfirlýsingar Trump myndu því leiða til þess að sjálfstæði Grænlands yrði flýtt, í stað yfirtöku sem er ekki í samræmi við hina svokölluðu „rules based-international order“ sem höfð hefur verið í hávegum á leiðtogafundum NATO. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun