Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. janúar 2025 12:30 Nú liggur fyrir að á næstu misserum verður aftur farið að ræða Evrópumálin hér á landi. Vegna þeirrar ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar að halda þjóðaratkvæði um það hvort taka skuli aftur upp aðildarviðræður að nýju við ESB. Athugið; taka upp aðildarviðræður að nýju! Þær voru settar á ís á sínum tíma af þáverandi utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, með alræmdu bréfi. Tilgangurinn var að verja sérhagsmunaöfl þessa lands, grímulaust. Umræðan um Evrópumál hér á landi getur verið hræðilega vanþroskuð og já, jafnvel grunnhyggin. Gott dæmi um það er viðtal við Lilju Alfreðsdóttur á Rás 2 föstudaginn 3.janúar síðastliðinn (Morgunútvarpið). Lilja er fyrrverandi ráðherra mennta og menningarmála í síðustu ríkisstjórn, en einnig var hún utanríkisráðherra árin 2016-2017. Hún er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði og hefur mikla reynslu af vinnu í alþjóðamálum. Þá er hún einnig varaformaður Framsóknarflokksins. Í viðtalinu (þar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírati, var einnig með) var meðal annars verið að fara yfir hið pólitíska svið á nýju ári. Komið var að Evrópumálunum og í sambandi við þau sagði Lilja orðrétt: „Við viljum fá betri kjör...og annað í þessu, við í Framsókn, við erum ekki hlynnt því að fara í Evrópusambandið, af því að við viljum að Ísland sé sjálfstætt áfram.“ Og síðan hélt hún áfram með því að segja að það yrði erfitt fyrir Flokk fólksins að taka á þeim málum (flokkurinn vill leyfa þjóðinni að ráða í þessum málum, það eru nú allir erfiðleikarnir). Ábyrgðarlaust tal Það er í raun með eindæmum að einn af okkar æðstu ráðamönnum skuli hér vísvitandi fara með rangfærslur. Og það er ábyrgðarlaust í þokkabót. Auðvitað veit Lilja Alfreðsdóttir að Ísland hættir ekki að vera sjálfstætt ríki, þó að við myndum ganga í ESB. Ekkert land eða þjóð hefur misst sjálfstæðið við að ganga í Evrópusambandið, meira að segja ekki Bretar (fóru inn 1973), sem árið 2016 tóku þá arfavitlausu ákvörðum (að mati höfundar) um að yfirgefa ESB. Voru þeir ófrjálsir í ESB? Svarið er nei. Eru þeir frjálsari núna? Svarið er líka nei. En, ef eitthvað er, þá glíma þeir nú við meiri vandamál nú en áður, hagvöxtur er metinn um 2,5% minni en ef þeir hefðu verið áfram í ESB. „Grýla“ búin til Ummæli Lilju eru sorglegt dæmi um vísvitandi falsanir og upplýsingaóreiðu sem andstæðingar ESB-aðildar gera sig mjög oft seka um. Hér er verið að búa til „grýlu“ og fleiri dæmi væri hægt að tína til. Að þetta komi frá fyrrum utanríkisráðherra landsins er líka með ólíkindum. Hér er Lilja að búa til og dreifa ósannindum, svo einfalt er það. En hún veit betur, það er vandamálið. Það er líka alvarlegt að hún komist upp með þetta bull, afsakið, því þetta er ekkert annað (skulum bara nota mannamál hérna). Þá komum við að mjög mikilvægu hlutverki fjölmiðla, en það er auðvitað þeirra hlutverk að sjá til þess að svona vitleysa nái ekki flugi. Auðvitað áttu þáttastjórnendur að spyrja hana út í þessi ummæli og biðja um skýringar. Komumst við upp úr skotgröfunum? Það eru 27 sjálfstæð og fullvalda ríki sem eiga aðild að ríkjasambandinu ESB. Öll hafa þau tekið þá sjálfstæðu ákvörðun að gerast aðilar á grundvelli sameiginlegra hagsmuna. Bretland tók líka þá sjálfstæðu ákvörðun að yfirgefa ESB. Fínt, gangi þeim vel. Í maí á síðasta ári sögðu hins vegar 55% í könnun að þeir sæju eftir Brexit, en um 31% töldu það hafa verið rétta ákvörðun. Þeir rembast nú við það að „betrumbæta“ tengsl sín við ESB, setja plástur á Brexit-sárið. En aftur hingað upp á sker: Reynum nú að komast upp úr þeim skotgröfum sem Evrópumálin eru greinilega aftur á leiðinni í. Vinsamlega reynum að halda bullinu í lágmarki og blaðra ekki út í loftið. Er í alvöru ekki hægt að ræða þau af skynsemi og yfirvegun, án þess að sífellt vera að grípa til staðlausra staðhæfinga? Sýnum ábyrgð í umræðunni og notumst við staðreyndir. Ekki meira bull, takk! Höfundur er stjórnmálafræðingur og sat í stjórn Evrópusamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að á næstu misserum verður aftur farið að ræða Evrópumálin hér á landi. Vegna þeirrar ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar að halda þjóðaratkvæði um það hvort taka skuli aftur upp aðildarviðræður að nýju við ESB. Athugið; taka upp aðildarviðræður að nýju! Þær voru settar á ís á sínum tíma af þáverandi utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, með alræmdu bréfi. Tilgangurinn var að verja sérhagsmunaöfl þessa lands, grímulaust. Umræðan um Evrópumál hér á landi getur verið hræðilega vanþroskuð og já, jafnvel grunnhyggin. Gott dæmi um það er viðtal við Lilju Alfreðsdóttur á Rás 2 föstudaginn 3.janúar síðastliðinn (Morgunútvarpið). Lilja er fyrrverandi ráðherra mennta og menningarmála í síðustu ríkisstjórn, en einnig var hún utanríkisráðherra árin 2016-2017. Hún er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði og hefur mikla reynslu af vinnu í alþjóðamálum. Þá er hún einnig varaformaður Framsóknarflokksins. Í viðtalinu (þar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírati, var einnig með) var meðal annars verið að fara yfir hið pólitíska svið á nýju ári. Komið var að Evrópumálunum og í sambandi við þau sagði Lilja orðrétt: „Við viljum fá betri kjör...og annað í þessu, við í Framsókn, við erum ekki hlynnt því að fara í Evrópusambandið, af því að við viljum að Ísland sé sjálfstætt áfram.“ Og síðan hélt hún áfram með því að segja að það yrði erfitt fyrir Flokk fólksins að taka á þeim málum (flokkurinn vill leyfa þjóðinni að ráða í þessum málum, það eru nú allir erfiðleikarnir). Ábyrgðarlaust tal Það er í raun með eindæmum að einn af okkar æðstu ráðamönnum skuli hér vísvitandi fara með rangfærslur. Og það er ábyrgðarlaust í þokkabót. Auðvitað veit Lilja Alfreðsdóttir að Ísland hættir ekki að vera sjálfstætt ríki, þó að við myndum ganga í ESB. Ekkert land eða þjóð hefur misst sjálfstæðið við að ganga í Evrópusambandið, meira að segja ekki Bretar (fóru inn 1973), sem árið 2016 tóku þá arfavitlausu ákvörðum (að mati höfundar) um að yfirgefa ESB. Voru þeir ófrjálsir í ESB? Svarið er nei. Eru þeir frjálsari núna? Svarið er líka nei. En, ef eitthvað er, þá glíma þeir nú við meiri vandamál nú en áður, hagvöxtur er metinn um 2,5% minni en ef þeir hefðu verið áfram í ESB. „Grýla“ búin til Ummæli Lilju eru sorglegt dæmi um vísvitandi falsanir og upplýsingaóreiðu sem andstæðingar ESB-aðildar gera sig mjög oft seka um. Hér er verið að búa til „grýlu“ og fleiri dæmi væri hægt að tína til. Að þetta komi frá fyrrum utanríkisráðherra landsins er líka með ólíkindum. Hér er Lilja að búa til og dreifa ósannindum, svo einfalt er það. En hún veit betur, það er vandamálið. Það er líka alvarlegt að hún komist upp með þetta bull, afsakið, því þetta er ekkert annað (skulum bara nota mannamál hérna). Þá komum við að mjög mikilvægu hlutverki fjölmiðla, en það er auðvitað þeirra hlutverk að sjá til þess að svona vitleysa nái ekki flugi. Auðvitað áttu þáttastjórnendur að spyrja hana út í þessi ummæli og biðja um skýringar. Komumst við upp úr skotgröfunum? Það eru 27 sjálfstæð og fullvalda ríki sem eiga aðild að ríkjasambandinu ESB. Öll hafa þau tekið þá sjálfstæðu ákvörðun að gerast aðilar á grundvelli sameiginlegra hagsmuna. Bretland tók líka þá sjálfstæðu ákvörðun að yfirgefa ESB. Fínt, gangi þeim vel. Í maí á síðasta ári sögðu hins vegar 55% í könnun að þeir sæju eftir Brexit, en um 31% töldu það hafa verið rétta ákvörðun. Þeir rembast nú við það að „betrumbæta“ tengsl sín við ESB, setja plástur á Brexit-sárið. En aftur hingað upp á sker: Reynum nú að komast upp úr þeim skotgröfum sem Evrópumálin eru greinilega aftur á leiðinni í. Vinsamlega reynum að halda bullinu í lágmarki og blaðra ekki út í loftið. Er í alvöru ekki hægt að ræða þau af skynsemi og yfirvegun, án þess að sífellt vera að grípa til staðlausra staðhæfinga? Sýnum ábyrgð í umræðunni og notumst við staðreyndir. Ekki meira bull, takk! Höfundur er stjórnmálafræðingur og sat í stjórn Evrópusamtakanna.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar