Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. janúar 2025 12:30 Nú liggur fyrir að á næstu misserum verður aftur farið að ræða Evrópumálin hér á landi. Vegna þeirrar ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar að halda þjóðaratkvæði um það hvort taka skuli aftur upp aðildarviðræður að nýju við ESB. Athugið; taka upp aðildarviðræður að nýju! Þær voru settar á ís á sínum tíma af þáverandi utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, með alræmdu bréfi. Tilgangurinn var að verja sérhagsmunaöfl þessa lands, grímulaust. Umræðan um Evrópumál hér á landi getur verið hræðilega vanþroskuð og já, jafnvel grunnhyggin. Gott dæmi um það er viðtal við Lilju Alfreðsdóttur á Rás 2 föstudaginn 3.janúar síðastliðinn (Morgunútvarpið). Lilja er fyrrverandi ráðherra mennta og menningarmála í síðustu ríkisstjórn, en einnig var hún utanríkisráðherra árin 2016-2017. Hún er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði og hefur mikla reynslu af vinnu í alþjóðamálum. Þá er hún einnig varaformaður Framsóknarflokksins. Í viðtalinu (þar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírati, var einnig með) var meðal annars verið að fara yfir hið pólitíska svið á nýju ári. Komið var að Evrópumálunum og í sambandi við þau sagði Lilja orðrétt: „Við viljum fá betri kjör...og annað í þessu, við í Framsókn, við erum ekki hlynnt því að fara í Evrópusambandið, af því að við viljum að Ísland sé sjálfstætt áfram.“ Og síðan hélt hún áfram með því að segja að það yrði erfitt fyrir Flokk fólksins að taka á þeim málum (flokkurinn vill leyfa þjóðinni að ráða í þessum málum, það eru nú allir erfiðleikarnir). Ábyrgðarlaust tal Það er í raun með eindæmum að einn af okkar æðstu ráðamönnum skuli hér vísvitandi fara með rangfærslur. Og það er ábyrgðarlaust í þokkabót. Auðvitað veit Lilja Alfreðsdóttir að Ísland hættir ekki að vera sjálfstætt ríki, þó að við myndum ganga í ESB. Ekkert land eða þjóð hefur misst sjálfstæðið við að ganga í Evrópusambandið, meira að segja ekki Bretar (fóru inn 1973), sem árið 2016 tóku þá arfavitlausu ákvörðum (að mati höfundar) um að yfirgefa ESB. Voru þeir ófrjálsir í ESB? Svarið er nei. Eru þeir frjálsari núna? Svarið er líka nei. En, ef eitthvað er, þá glíma þeir nú við meiri vandamál nú en áður, hagvöxtur er metinn um 2,5% minni en ef þeir hefðu verið áfram í ESB. „Grýla“ búin til Ummæli Lilju eru sorglegt dæmi um vísvitandi falsanir og upplýsingaóreiðu sem andstæðingar ESB-aðildar gera sig mjög oft seka um. Hér er verið að búa til „grýlu“ og fleiri dæmi væri hægt að tína til. Að þetta komi frá fyrrum utanríkisráðherra landsins er líka með ólíkindum. Hér er Lilja að búa til og dreifa ósannindum, svo einfalt er það. En hún veit betur, það er vandamálið. Það er líka alvarlegt að hún komist upp með þetta bull, afsakið, því þetta er ekkert annað (skulum bara nota mannamál hérna). Þá komum við að mjög mikilvægu hlutverki fjölmiðla, en það er auðvitað þeirra hlutverk að sjá til þess að svona vitleysa nái ekki flugi. Auðvitað áttu þáttastjórnendur að spyrja hana út í þessi ummæli og biðja um skýringar. Komumst við upp úr skotgröfunum? Það eru 27 sjálfstæð og fullvalda ríki sem eiga aðild að ríkjasambandinu ESB. Öll hafa þau tekið þá sjálfstæðu ákvörðun að gerast aðilar á grundvelli sameiginlegra hagsmuna. Bretland tók líka þá sjálfstæðu ákvörðun að yfirgefa ESB. Fínt, gangi þeim vel. Í maí á síðasta ári sögðu hins vegar 55% í könnun að þeir sæju eftir Brexit, en um 31% töldu það hafa verið rétta ákvörðun. Þeir rembast nú við það að „betrumbæta“ tengsl sín við ESB, setja plástur á Brexit-sárið. En aftur hingað upp á sker: Reynum nú að komast upp úr þeim skotgröfum sem Evrópumálin eru greinilega aftur á leiðinni í. Vinsamlega reynum að halda bullinu í lágmarki og blaðra ekki út í loftið. Er í alvöru ekki hægt að ræða þau af skynsemi og yfirvegun, án þess að sífellt vera að grípa til staðlausra staðhæfinga? Sýnum ábyrgð í umræðunni og notumst við staðreyndir. Ekki meira bull, takk! Höfundur er stjórnmálafræðingur og sat í stjórn Evrópusamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að á næstu misserum verður aftur farið að ræða Evrópumálin hér á landi. Vegna þeirrar ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar að halda þjóðaratkvæði um það hvort taka skuli aftur upp aðildarviðræður að nýju við ESB. Athugið; taka upp aðildarviðræður að nýju! Þær voru settar á ís á sínum tíma af þáverandi utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, með alræmdu bréfi. Tilgangurinn var að verja sérhagsmunaöfl þessa lands, grímulaust. Umræðan um Evrópumál hér á landi getur verið hræðilega vanþroskuð og já, jafnvel grunnhyggin. Gott dæmi um það er viðtal við Lilju Alfreðsdóttur á Rás 2 föstudaginn 3.janúar síðastliðinn (Morgunútvarpið). Lilja er fyrrverandi ráðherra mennta og menningarmála í síðustu ríkisstjórn, en einnig var hún utanríkisráðherra árin 2016-2017. Hún er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði og hefur mikla reynslu af vinnu í alþjóðamálum. Þá er hún einnig varaformaður Framsóknarflokksins. Í viðtalinu (þar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírati, var einnig með) var meðal annars verið að fara yfir hið pólitíska svið á nýju ári. Komið var að Evrópumálunum og í sambandi við þau sagði Lilja orðrétt: „Við viljum fá betri kjör...og annað í þessu, við í Framsókn, við erum ekki hlynnt því að fara í Evrópusambandið, af því að við viljum að Ísland sé sjálfstætt áfram.“ Og síðan hélt hún áfram með því að segja að það yrði erfitt fyrir Flokk fólksins að taka á þeim málum (flokkurinn vill leyfa þjóðinni að ráða í þessum málum, það eru nú allir erfiðleikarnir). Ábyrgðarlaust tal Það er í raun með eindæmum að einn af okkar æðstu ráðamönnum skuli hér vísvitandi fara með rangfærslur. Og það er ábyrgðarlaust í þokkabót. Auðvitað veit Lilja Alfreðsdóttir að Ísland hættir ekki að vera sjálfstætt ríki, þó að við myndum ganga í ESB. Ekkert land eða þjóð hefur misst sjálfstæðið við að ganga í Evrópusambandið, meira að segja ekki Bretar (fóru inn 1973), sem árið 2016 tóku þá arfavitlausu ákvörðum (að mati höfundar) um að yfirgefa ESB. Voru þeir ófrjálsir í ESB? Svarið er nei. Eru þeir frjálsari núna? Svarið er líka nei. En, ef eitthvað er, þá glíma þeir nú við meiri vandamál nú en áður, hagvöxtur er metinn um 2,5% minni en ef þeir hefðu verið áfram í ESB. „Grýla“ búin til Ummæli Lilju eru sorglegt dæmi um vísvitandi falsanir og upplýsingaóreiðu sem andstæðingar ESB-aðildar gera sig mjög oft seka um. Hér er verið að búa til „grýlu“ og fleiri dæmi væri hægt að tína til. Að þetta komi frá fyrrum utanríkisráðherra landsins er líka með ólíkindum. Hér er Lilja að búa til og dreifa ósannindum, svo einfalt er það. En hún veit betur, það er vandamálið. Það er líka alvarlegt að hún komist upp með þetta bull, afsakið, því þetta er ekkert annað (skulum bara nota mannamál hérna). Þá komum við að mjög mikilvægu hlutverki fjölmiðla, en það er auðvitað þeirra hlutverk að sjá til þess að svona vitleysa nái ekki flugi. Auðvitað áttu þáttastjórnendur að spyrja hana út í þessi ummæli og biðja um skýringar. Komumst við upp úr skotgröfunum? Það eru 27 sjálfstæð og fullvalda ríki sem eiga aðild að ríkjasambandinu ESB. Öll hafa þau tekið þá sjálfstæðu ákvörðun að gerast aðilar á grundvelli sameiginlegra hagsmuna. Bretland tók líka þá sjálfstæðu ákvörðun að yfirgefa ESB. Fínt, gangi þeim vel. Í maí á síðasta ári sögðu hins vegar 55% í könnun að þeir sæju eftir Brexit, en um 31% töldu það hafa verið rétta ákvörðun. Þeir rembast nú við það að „betrumbæta“ tengsl sín við ESB, setja plástur á Brexit-sárið. En aftur hingað upp á sker: Reynum nú að komast upp úr þeim skotgröfum sem Evrópumálin eru greinilega aftur á leiðinni í. Vinsamlega reynum að halda bullinu í lágmarki og blaðra ekki út í loftið. Er í alvöru ekki hægt að ræða þau af skynsemi og yfirvegun, án þess að sífellt vera að grípa til staðlausra staðhæfinga? Sýnum ábyrgð í umræðunni og notumst við staðreyndir. Ekki meira bull, takk! Höfundur er stjórnmálafræðingur og sat í stjórn Evrópusamtakanna.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun