Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. janúar 2025 07:00 Caitlin Clark vonast til að fagna þriðja meistaratitli Kansas City Chiefs í röð áður en WNBA-deildin hefst á nýjan leik. Matthew Holst/Getty Images Caitlin Clark, ein þekktasta íþróttakona heims um þessar mundir, er harður aðdáandi tvöfaldra NFL-meistara Kansas City Chiefs. Hún tekur þó ekki í mál að fólk haldi hana aðeins halda með liðinu eftir gríðarlega velgengni undanfarin ár. Clark var þegar orðin heimsfræg þegar hún var valin fyrst allra í nýliðavali WNBA-deildarinnar fyrir síðasta keppnistímabil. Hún hafði brotið hvert metið á fætur öðru í háskólaboltanum og gerði slíkt hið sama með Indiana Fever í WNBA. Hún hefur undanfarið notið þess að vera í verðskulduðu fríi enda fór WNBA-deildin af stað nær strax eftir að síðasta tímabili hennar í háskóla lauk. Nýtti Clark þann tíma meðal annars til þess að mæta í hlaðvarpið New Heights en þáttastjórnendur eru bræðurnir Jason og Travis Kelce. Sá síðarnefndi er einn af frægari leikmönnum NFL-deildarinnar og leikur með liðinu sem Caitlin heldur með, meisturum Kansas City Chiefs. Þá er Travis einnig þekktur fyrir að vera í sambandi með tónlistarkonunni Taylor Swift. Í viðtali sínu við þá bræður kom í ljós að Caitlin styður Travis og félaga. Ástæðan er einföld, þegar hún var að alast upp var Chiefs næst heimili hennar af þeim liðum sem spila í NFL. Þá er faðir hennar mikill aðdáandi. Don't ever accuse @CaitlinClark22 of being a bandwagon Chiefs fan NEW EPISODE OUT NOW!!! @audible_com pic.twitter.com/YH6LyRwbau— New Heights (@newheightshow) January 2, 2025 „Við höfum alltaf verið miklir aðdáendur. Árangurinn undanfarin ár hefur gert það enn skemmtilegra. Við reyndum að fara öll saman, frænkur og frændur, á einn leik á tímabili. Við höfum reynt að halda í þá hefð og fórum öll á leikinn á jóladag á síðasta ári,“ sagði Clark meðal annars. Kansas City Chiefs er sem stendur með bestan árangur allra liða í NFL-deildinni, 15 sigra og eitt tap. Þar sem sæti í úrslitakeppninni er tryggt mun liðið hvíla sína bestu menn í lokaumferð NFL-deildarinnar sem fram fer um helgina. Hvað Caitlin Clark og Indiana Fever varðar þá hefst næsta WNBA-tímabil þann 16. maí næstkomandi og vonast liðið til að komast lengur en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar að þessu sinni. Körfubolti WNBA NFL Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Clark var þegar orðin heimsfræg þegar hún var valin fyrst allra í nýliðavali WNBA-deildarinnar fyrir síðasta keppnistímabil. Hún hafði brotið hvert metið á fætur öðru í háskólaboltanum og gerði slíkt hið sama með Indiana Fever í WNBA. Hún hefur undanfarið notið þess að vera í verðskulduðu fríi enda fór WNBA-deildin af stað nær strax eftir að síðasta tímabili hennar í háskóla lauk. Nýtti Clark þann tíma meðal annars til þess að mæta í hlaðvarpið New Heights en þáttastjórnendur eru bræðurnir Jason og Travis Kelce. Sá síðarnefndi er einn af frægari leikmönnum NFL-deildarinnar og leikur með liðinu sem Caitlin heldur með, meisturum Kansas City Chiefs. Þá er Travis einnig þekktur fyrir að vera í sambandi með tónlistarkonunni Taylor Swift. Í viðtali sínu við þá bræður kom í ljós að Caitlin styður Travis og félaga. Ástæðan er einföld, þegar hún var að alast upp var Chiefs næst heimili hennar af þeim liðum sem spila í NFL. Þá er faðir hennar mikill aðdáandi. Don't ever accuse @CaitlinClark22 of being a bandwagon Chiefs fan NEW EPISODE OUT NOW!!! @audible_com pic.twitter.com/YH6LyRwbau— New Heights (@newheightshow) January 2, 2025 „Við höfum alltaf verið miklir aðdáendur. Árangurinn undanfarin ár hefur gert það enn skemmtilegra. Við reyndum að fara öll saman, frænkur og frændur, á einn leik á tímabili. Við höfum reynt að halda í þá hefð og fórum öll á leikinn á jóladag á síðasta ári,“ sagði Clark meðal annars. Kansas City Chiefs er sem stendur með bestan árangur allra liða í NFL-deildinni, 15 sigra og eitt tap. Þar sem sæti í úrslitakeppninni er tryggt mun liðið hvíla sína bestu menn í lokaumferð NFL-deildarinnar sem fram fer um helgina. Hvað Caitlin Clark og Indiana Fever varðar þá hefst næsta WNBA-tímabil þann 16. maí næstkomandi og vonast liðið til að komast lengur en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar að þessu sinni.
Körfubolti WNBA NFL Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum