Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar 22. desember 2024 08:02 Þann 9. maí árið 2022 var Evrópuhreyfingin stofnuð og tók þá yfir eldri félög: Já Ísland og Evrópusamtökin. Evrópuhreyfingin hefur starfað af krafti síðan og unnið að því að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Ný ríkisstjórn hefur svarað kalli Evrópuhreyfingarinnar og raunar mikils meirihluta kjósenda sem sögðu skýrt og greinilega að það væri mikilvægt að halda á þessu kjörtímabili þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Ekki verður öðru trúað en að allir alþingismennirnir 63 afgreiði þingmál um slíka atkvæðagreiðslu fljótt og vel. Stjórnarsáttmáli „Með utanríkisstefnu sem byggir á mannréttindum, friði, virðingu fyrir alþjóðalögum og náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027. Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum“. Í fyrsta skipti í sögunni fá Íslendingar beina og milliliðalausa aðkomu að ákvörðunum um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þeim tímamótum fagnar Evrópuhreyfingin og um leið pólitísku hugrekki ríkisstjórnarflokkanna þriggja sem hafa sameinast um að spyrja þjóðina og leysa þannig úr þeim pólitíska vanda, eða öllu heldur flokkspólitíska ómöguleika, sem sumum stjórnmálaforingjum hefur orðið tíðrætt um. Evrópuhreyfingin mun leggja sig fram við að stuðla að upplýstri og málefnalegri umfjöllun um af hverju atkvæðagreiðslan er mikilvæg. Sömuleiðis mikilvægi þess að meirihluti þjóðarinnar greiði atkvæði með því að aðildarsamningur verði leiddur til lykta. Með þessu móti leggur þjóðin blessun sína yfir að ferlið sem Alþingi hóf með þingsályktun árið 2009 verði klárað með því að leggja fullbúin samning fyrir í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar ræðst endanlega hvort Ísland verður eitt af aðildarríkum Evrópusambandsins. Evrópuhreyfingin hvetur alla til þess að ganga til liðs við sig svo hægt sé að fylgja þessu máli til farsælla lykta. Skráið ykkur hér: www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jón Steindór Valdimarsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Þann 9. maí árið 2022 var Evrópuhreyfingin stofnuð og tók þá yfir eldri félög: Já Ísland og Evrópusamtökin. Evrópuhreyfingin hefur starfað af krafti síðan og unnið að því að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Ný ríkisstjórn hefur svarað kalli Evrópuhreyfingarinnar og raunar mikils meirihluta kjósenda sem sögðu skýrt og greinilega að það væri mikilvægt að halda á þessu kjörtímabili þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Ekki verður öðru trúað en að allir alþingismennirnir 63 afgreiði þingmál um slíka atkvæðagreiðslu fljótt og vel. Stjórnarsáttmáli „Með utanríkisstefnu sem byggir á mannréttindum, friði, virðingu fyrir alþjóðalögum og náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027. Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum“. Í fyrsta skipti í sögunni fá Íslendingar beina og milliliðalausa aðkomu að ákvörðunum um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þeim tímamótum fagnar Evrópuhreyfingin og um leið pólitísku hugrekki ríkisstjórnarflokkanna þriggja sem hafa sameinast um að spyrja þjóðina og leysa þannig úr þeim pólitíska vanda, eða öllu heldur flokkspólitíska ómöguleika, sem sumum stjórnmálaforingjum hefur orðið tíðrætt um. Evrópuhreyfingin mun leggja sig fram við að stuðla að upplýstri og málefnalegri umfjöllun um af hverju atkvæðagreiðslan er mikilvæg. Sömuleiðis mikilvægi þess að meirihluti þjóðarinnar greiði atkvæði með því að aðildarsamningur verði leiddur til lykta. Með þessu móti leggur þjóðin blessun sína yfir að ferlið sem Alþingi hóf með þingsályktun árið 2009 verði klárað með því að leggja fullbúin samning fyrir í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar ræðst endanlega hvort Ísland verður eitt af aðildarríkum Evrópusambandsins. Evrópuhreyfingin hvetur alla til þess að ganga til liðs við sig svo hægt sé að fylgja þessu máli til farsælla lykta. Skráið ykkur hér: www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun