Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar 19. desember 2024 14:31 „Einnig set ég í viðhengi reglugerðina nr. 489 frá 28 maí 2009 en þar set ég fram breytingar þær sem ég fer fram á að gerðar verði með rauðu,“ skrifaði forstjóri Hvals hf í tölvupósti til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra þann 15. maí 2018. Ráðherrann brást skjótt við og undirritaði aðeins tíu dögum síðar breytingu á reglugerð þar sem farið var að öllu að kröfum forstjórans og ákvæði sem gerði honum skylt að verka langreyðar undir þaki var fellt á brott. Enn stjórnar forstjórinn ferðinni. Nú liggur það fyrir, svart á hvítu, að Bjarni Benediktsson veitti ekki aðeins leyfi til fimm ára hvalveiða þann 4. desember sl. heldur ótímabundið þar sem í leyfisbréfinu er tvítekið að sjálfkrafa skuli veiðitimabilið framlengjast um eitt ár í byrjun desember ár hvert. Þetta er nákvæmlega það sem forstjóri Hvals hf fór fram í umsókn sinni. Aftur er það forstjóri Hvals hf sem leggur línur í matvælaráðuneytinu en ekki lýðræðisleg sjónarmið, heildarhagsmunir Íslands hvað þá dýrvelferðarsjónarmið. Fylgismenn hvalveiða hafa tekið upp á því að halda því fram að það sé hræsni að gagnrýna þessa dæmalausu ákvörðun Bjarna án þess að gagnrýna einnig ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um frestun langreyðarveiða snemmsumars 2023. Það mál er á engan hátt hliðstætt. Svandis var ekki að taka ákvörðun í starfsstjórn með afar takmarkað umboð og valdheimildir. Ákvörðunina tók hún út frá lögum um dýravelferð, enda ráðherra þess málaflokks, eftir að bæði Matvælastofnun og Fagráð um velferð dýra komust að þeirri niðurstöðu að veiðarnar væru ekki í samræmi við lög um dýravelferð. Við eftirlit 2022 kom í ljós að dauðatími hvalanna var óviðunandi í rúmlega þriðjungi tilfella. Ákvörðun Svandísar var vissulega tekin á elleftu stundu en enginn hefur almennilega getað svarað því hvað ráðherra dýravelferðarmála gat annað gert á þeim tímapúnkti en að fresta veiðunum um tvo mánuði og gefa leyfishafanum kost á því að bæta ráð sitt. Það fólst engin sérhagsmunagæsla eða spilling í ákvörðun Svandísar eins og augljóst er í tilfelli Hvals hf. nú. Fyrir liggja hrossakaup Bjarna og Jóns Gunnarssonar svo ekki verður um villst og allt það sem sonur Jóns sagði á leynilegum upptökum um samkomulag þeirra tveggja um vinargreiða til handa forstjóra Hvals hf hefur bersýnilega komið í ljós. Því er haldið fram að sambærileg fordæmi séu fyrir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um fimm ára hvalveiðileyfi. Vissulega hafa veigamiklar ákvarðanir varðandi hvali áður verið teknar á tímabili starfsstjórna en nokkur atriði valda því að þetta er ósambærileg ákvörðun og í raun dæmalaus. Helst er vísað til ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar þann 27. janúar 2009 þegar ríkisstjórnin var sprungin. Það er mikill munur á því að gefa út hvalveiðileyfi á því sama ári sem upphaf leyfisins tekur til heldur en í byrjun desember árið á undan. Ákvörðun Einars var umdeild og af mörgum einnig talin ótímabær en hún var þó tekin næstum tveimur mánuðum síðar en ákvörðun Bjarna Benediktssonar nú. Á þessu er verulega mikill munur. Ef ákvörðunin nú væri tekin, eins og þá, í lok janúar á næsta ári þá væri ný ríkisstjórn með meirihlutaumboð þjóðarinnar að öllum líkindum að taka þessa ákvörðun og hún þar með lýðræðisleg. Það voru engin haldbær rök fyrir því að taka slíka ákvörðun í því hasti sem gert var þann 4. desember. En tímapunkturinn er auðvitað engin tilviljun. Þrír flokkar sem allir lýsa sig andvíga hvalveiðum standa í stjórnarmyndunarviðræðum sem virðast á lokametrunum. Þeir hafa rúman meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Af þessum sökum er um ólýðræðislega ákvörðun og hreina valdníðslu að ræða. Það hefur einnig verið nefnt að Steingrímur J. Sigfússon stækkaði árið 2013 griðarsvæði hvala að eindreginni ósk Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. En það var líka gert með þverpólitískum stuðningi allra stjórnmálaflokka í Reykjavík, þar á meðal Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðun Bjarna nú er á engan hátt sambærileg við þessa ákvörðun Steingríms J. sem síðar var staðfest og endurákvörðuð af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur árið 2017. Útfærsla verndarsvæða með tilliti til hvalaskoðunar er allt annað og ósambærilegt við það að gefa út ótímabundið leyfi til drápa á þúsundum hvala í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, ýmsa hagsmunaaðila og vel flestar vina- og viðskiptaþjóðir Íslendinga. Það er vart hægt að ímynda sér annað en að það verði eitt af fyrstu verkum nýs ráðherra sjávarútvegsmála að vinda ofan af vitleysunni og draga þetta dæmalausa leyfisbréf til baka. Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Hvalveiðar Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Einnig set ég í viðhengi reglugerðina nr. 489 frá 28 maí 2009 en þar set ég fram breytingar þær sem ég fer fram á að gerðar verði með rauðu,“ skrifaði forstjóri Hvals hf í tölvupósti til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra þann 15. maí 2018. Ráðherrann brást skjótt við og undirritaði aðeins tíu dögum síðar breytingu á reglugerð þar sem farið var að öllu að kröfum forstjórans og ákvæði sem gerði honum skylt að verka langreyðar undir þaki var fellt á brott. Enn stjórnar forstjórinn ferðinni. Nú liggur það fyrir, svart á hvítu, að Bjarni Benediktsson veitti ekki aðeins leyfi til fimm ára hvalveiða þann 4. desember sl. heldur ótímabundið þar sem í leyfisbréfinu er tvítekið að sjálfkrafa skuli veiðitimabilið framlengjast um eitt ár í byrjun desember ár hvert. Þetta er nákvæmlega það sem forstjóri Hvals hf fór fram í umsókn sinni. Aftur er það forstjóri Hvals hf sem leggur línur í matvælaráðuneytinu en ekki lýðræðisleg sjónarmið, heildarhagsmunir Íslands hvað þá dýrvelferðarsjónarmið. Fylgismenn hvalveiða hafa tekið upp á því að halda því fram að það sé hræsni að gagnrýna þessa dæmalausu ákvörðun Bjarna án þess að gagnrýna einnig ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um frestun langreyðarveiða snemmsumars 2023. Það mál er á engan hátt hliðstætt. Svandis var ekki að taka ákvörðun í starfsstjórn með afar takmarkað umboð og valdheimildir. Ákvörðunina tók hún út frá lögum um dýravelferð, enda ráðherra þess málaflokks, eftir að bæði Matvælastofnun og Fagráð um velferð dýra komust að þeirri niðurstöðu að veiðarnar væru ekki í samræmi við lög um dýravelferð. Við eftirlit 2022 kom í ljós að dauðatími hvalanna var óviðunandi í rúmlega þriðjungi tilfella. Ákvörðun Svandísar var vissulega tekin á elleftu stundu en enginn hefur almennilega getað svarað því hvað ráðherra dýravelferðarmála gat annað gert á þeim tímapúnkti en að fresta veiðunum um tvo mánuði og gefa leyfishafanum kost á því að bæta ráð sitt. Það fólst engin sérhagsmunagæsla eða spilling í ákvörðun Svandísar eins og augljóst er í tilfelli Hvals hf. nú. Fyrir liggja hrossakaup Bjarna og Jóns Gunnarssonar svo ekki verður um villst og allt það sem sonur Jóns sagði á leynilegum upptökum um samkomulag þeirra tveggja um vinargreiða til handa forstjóra Hvals hf hefur bersýnilega komið í ljós. Því er haldið fram að sambærileg fordæmi séu fyrir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um fimm ára hvalveiðileyfi. Vissulega hafa veigamiklar ákvarðanir varðandi hvali áður verið teknar á tímabili starfsstjórna en nokkur atriði valda því að þetta er ósambærileg ákvörðun og í raun dæmalaus. Helst er vísað til ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar þann 27. janúar 2009 þegar ríkisstjórnin var sprungin. Það er mikill munur á því að gefa út hvalveiðileyfi á því sama ári sem upphaf leyfisins tekur til heldur en í byrjun desember árið á undan. Ákvörðun Einars var umdeild og af mörgum einnig talin ótímabær en hún var þó tekin næstum tveimur mánuðum síðar en ákvörðun Bjarna Benediktssonar nú. Á þessu er verulega mikill munur. Ef ákvörðunin nú væri tekin, eins og þá, í lok janúar á næsta ári þá væri ný ríkisstjórn með meirihlutaumboð þjóðarinnar að öllum líkindum að taka þessa ákvörðun og hún þar með lýðræðisleg. Það voru engin haldbær rök fyrir því að taka slíka ákvörðun í því hasti sem gert var þann 4. desember. En tímapunkturinn er auðvitað engin tilviljun. Þrír flokkar sem allir lýsa sig andvíga hvalveiðum standa í stjórnarmyndunarviðræðum sem virðast á lokametrunum. Þeir hafa rúman meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Af þessum sökum er um ólýðræðislega ákvörðun og hreina valdníðslu að ræða. Það hefur einnig verið nefnt að Steingrímur J. Sigfússon stækkaði árið 2013 griðarsvæði hvala að eindreginni ósk Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. En það var líka gert með þverpólitískum stuðningi allra stjórnmálaflokka í Reykjavík, þar á meðal Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðun Bjarna nú er á engan hátt sambærileg við þessa ákvörðun Steingríms J. sem síðar var staðfest og endurákvörðuð af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur árið 2017. Útfærsla verndarsvæða með tilliti til hvalaskoðunar er allt annað og ósambærilegt við það að gefa út ótímabundið leyfi til drápa á þúsundum hvala í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, ýmsa hagsmunaaðila og vel flestar vina- og viðskiptaþjóðir Íslendinga. Það er vart hægt að ímynda sér annað en að það verði eitt af fyrstu verkum nýs ráðherra sjávarútvegsmála að vinda ofan af vitleysunni og draga þetta dæmalausa leyfisbréf til baka. Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar