Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar 19. desember 2024 11:32 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gegnir lykilhlutverki sem bakhjarl íslensks skólastarfs og leggur áherslu á þjónustumiðaða nálgun og aukinn stuðning við skólasamfélagið. Með nýtingu stafrænna lausna er raunhæfara að ná því markmiði og stuðla að auknum gæðum í menntun, samræmingu og miðlun þekkingar á þessu sviði. Nýlega lögðum við hjá Miðstöð menntunar í vegferð, í nánu samstarfi við kennara, um að innleiða gervigreind í íslenskt skólastarf á öruggan og skilvirkan hátt. Fyrsta verkfærið sem verður kynnt kennurum nefnist Björgin. Björgin er hönnuð til að styðja kennara við val á kennsluefni með það að markmiði að tryggja að kennarar hafi yfirlit yfir það námsefni sem er í boði og, það sem er ekki síður mikilvægt, að hver nemandi fái námsefni við hæfi. Þetta frumkvæði hefur vakið athygli alþjóðlegra aðila, þar á meðal þekktra fyrirtækja, sem hafa lýst áhuga á að styðja verkefnið. Björgin verður í fyrstu prófuð af öflugum hópi kennara sem bauð sig fram í verkefnið og mun veita endurgjöf til að styðja við áframhaldandi þróun. Það er mikilvægt að lausnin taki mið af raunverulegum þörfum kennara og veiti þeim stuðning í daglegu starfi. Með því að eiga samráð við kennara frá upphafi og tryggja að allir hafi tækifæri til að miðla sjónarmiðum sínum, greina áskoranir og koma með tillögur að nýjungum, verður lausnin sterkari og betur aðlöguð að þörfum kennara. Við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu lítum á gervigreind sem mikilvægt tækifæri til að styðja kennara í daglegu starfi sínu, auka skilvirkni í menntakerfinu og styðja við símenntun kennara. Við munum einnig að sjálfsögðu sjá til þess allar lausnir sem nýta gervigreind standist gildandi lög og reglur og séu innleiddar á ábyrgan hátt. Framtíðarmöguleikar fela meðal annars í sér að nýta gervigreind til að sérsníða námsefni að þörfum nemenda, tengja kennslu við markmið aðalnámskrár og styðja kennara í símenntun með lausnum sem veita aðgang að sérsniðnum námskeiðum, leiðsögn og faglegri þróun. Auk þess geta lausnir á sviði gervigreindar stutt kennara við að taka á móti nemendum með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn, sem stuðlar að aukinni aðlögun og fjölbreytni í skólastarfi. Gervigreind mun ekki leysa allar áskoranir menntakerfisins, en hún býður upp á öflug tæki sem geta stutt kennara, eflt nám nemenda og skapað betri skilyrði fyrir menntun framtíðarinnar. Með ábyrgri og markvissri innleiðingu, byggðri á þörfum skólasamfélagsins, er hægt að tryggja að tækifæri gervigreindar nýtist sem best til að efla íslenskt skólastarf. Að lokum er rétt að geta þess að hagnýting gervigreindar er einungis hluti af þeirri mikilvægu vegferð sem við erum í og ætlað er að styðja við íslenskt skólakerfi á sem bestan hátt. Á næstu misserum munum við til dæmis kynna ýmsar nýjar lausnir í þeim tilgangi. Þar á meðal er Frigg, sem mun veita skólum einfaldan og öruggan aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um alla nemendur. Þá er einnig unnið að heildstæðu kerfi fyrir Matsferil sem aflar upplýsinga um stöðu og framvindu nemenda á mörgum sviðum, eins og til dæmis málþroska, lesfimi, stærðfræði og lesskilningi. Þetta kerfi mun styðja við markvissari nálgun í námi og kennslu með því að auðvelda greiningu á styrkleikum og þörfum nemenda. Höfundur er stafrænn leiðtogi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gegnir lykilhlutverki sem bakhjarl íslensks skólastarfs og leggur áherslu á þjónustumiðaða nálgun og aukinn stuðning við skólasamfélagið. Með nýtingu stafrænna lausna er raunhæfara að ná því markmiði og stuðla að auknum gæðum í menntun, samræmingu og miðlun þekkingar á þessu sviði. Nýlega lögðum við hjá Miðstöð menntunar í vegferð, í nánu samstarfi við kennara, um að innleiða gervigreind í íslenskt skólastarf á öruggan og skilvirkan hátt. Fyrsta verkfærið sem verður kynnt kennurum nefnist Björgin. Björgin er hönnuð til að styðja kennara við val á kennsluefni með það að markmiði að tryggja að kennarar hafi yfirlit yfir það námsefni sem er í boði og, það sem er ekki síður mikilvægt, að hver nemandi fái námsefni við hæfi. Þetta frumkvæði hefur vakið athygli alþjóðlegra aðila, þar á meðal þekktra fyrirtækja, sem hafa lýst áhuga á að styðja verkefnið. Björgin verður í fyrstu prófuð af öflugum hópi kennara sem bauð sig fram í verkefnið og mun veita endurgjöf til að styðja við áframhaldandi þróun. Það er mikilvægt að lausnin taki mið af raunverulegum þörfum kennara og veiti þeim stuðning í daglegu starfi. Með því að eiga samráð við kennara frá upphafi og tryggja að allir hafi tækifæri til að miðla sjónarmiðum sínum, greina áskoranir og koma með tillögur að nýjungum, verður lausnin sterkari og betur aðlöguð að þörfum kennara. Við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu lítum á gervigreind sem mikilvægt tækifæri til að styðja kennara í daglegu starfi sínu, auka skilvirkni í menntakerfinu og styðja við símenntun kennara. Við munum einnig að sjálfsögðu sjá til þess allar lausnir sem nýta gervigreind standist gildandi lög og reglur og séu innleiddar á ábyrgan hátt. Framtíðarmöguleikar fela meðal annars í sér að nýta gervigreind til að sérsníða námsefni að þörfum nemenda, tengja kennslu við markmið aðalnámskrár og styðja kennara í símenntun með lausnum sem veita aðgang að sérsniðnum námskeiðum, leiðsögn og faglegri þróun. Auk þess geta lausnir á sviði gervigreindar stutt kennara við að taka á móti nemendum með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn, sem stuðlar að aukinni aðlögun og fjölbreytni í skólastarfi. Gervigreind mun ekki leysa allar áskoranir menntakerfisins, en hún býður upp á öflug tæki sem geta stutt kennara, eflt nám nemenda og skapað betri skilyrði fyrir menntun framtíðarinnar. Með ábyrgri og markvissri innleiðingu, byggðri á þörfum skólasamfélagsins, er hægt að tryggja að tækifæri gervigreindar nýtist sem best til að efla íslenskt skólastarf. Að lokum er rétt að geta þess að hagnýting gervigreindar er einungis hluti af þeirri mikilvægu vegferð sem við erum í og ætlað er að styðja við íslenskt skólakerfi á sem bestan hátt. Á næstu misserum munum við til dæmis kynna ýmsar nýjar lausnir í þeim tilgangi. Þar á meðal er Frigg, sem mun veita skólum einfaldan og öruggan aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um alla nemendur. Þá er einnig unnið að heildstæðu kerfi fyrir Matsferil sem aflar upplýsinga um stöðu og framvindu nemenda á mörgum sviðum, eins og til dæmis málþroska, lesfimi, stærðfræði og lesskilningi. Þetta kerfi mun styðja við markvissari nálgun í námi og kennslu með því að auðvelda greiningu á styrkleikum og þörfum nemenda. Höfundur er stafrænn leiðtogi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun