„Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2024 13:54 Svipurinn gefur það kannski ekki til kynna en Þórir Hergeirsson hefur verið óhemju sigursæll sem þjálfari Noregs. Getty/Igor Soban Þórir Hergeirsson tekur lífinu rólega eftir að hafa hampað enn einum Evróputitlinum með norska kvennalandsliðinu í handbolta á sunnudaginn var. Tímapunktur mótsins sé góður, nú taki við jólaundirbúningur. Þórir stýrði Noregi í síðasta sinn er liðið vann Danmörku í úrslitaleik EM á sunnudaginn var. Noregur vann þar sjötta Evróputitil liðsins undir stjórn Þóris sem hefur stýrt landsliðinu frá 2009, eftir að hafa áður verið aðstoðarþjálfari frá 2001. Aðspurður hvort það sé sokkið inn að starfi hans með norska liðið sé lokið segir Þórir: „Já og nei. Þetta er svolítið skrýtið. Það er einhvern veginn allt á fullu, svo er leikurinn búinn og margt sem gerist beint eftir leik. Svo fer fólk heim og maður er varla búinn að ná áttum ennþá. Það kemur af alvöru einhvern tímann á nýja árinu þegar maður er vanur því að fara í eftirvinnu. Þá kemur sjálfsagt einhver tilfinning sem er öðruvísi,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild. En hvað hefurðu verið að gera þessa daga eftir mót? „Það er nú mest lítið. Ég er eiginlega bara búinn að vera að jafna mig, þessa tvo daga. Hef tekið því rólega, slappað af og náð áttum, það er aðallega það,“ segir Þórir. Leikið er knappt, á tveggja daga fresti, á stórmótunum og sinna öllu sem þeim fylgja. Mikið álag fylgi en Þórir segir mótin á góðum tíma, gott sé að koma heim í jólaundirbúning eftir álagstíð. „Ég hef alltaf sagt það að þetta er fullkominn tími að hafa þessi mót rétt fyrir jól. Þegar jólin koma fara allir í smá frí og kúpla sig út. Þetta er mjög góður tímapunktur og geta komið heim í rólegheit eftir mót, að slappa af með vinum og fjölskyldu,“ segir Þórir. Nánar verður rætt við Þóri í Sportpakkanum sem er klukkan 18:45 á Stöð 2 í kvöld. Handbolti Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Þórir stýrði Noregi í síðasta sinn er liðið vann Danmörku í úrslitaleik EM á sunnudaginn var. Noregur vann þar sjötta Evróputitil liðsins undir stjórn Þóris sem hefur stýrt landsliðinu frá 2009, eftir að hafa áður verið aðstoðarþjálfari frá 2001. Aðspurður hvort það sé sokkið inn að starfi hans með norska liðið sé lokið segir Þórir: „Já og nei. Þetta er svolítið skrýtið. Það er einhvern veginn allt á fullu, svo er leikurinn búinn og margt sem gerist beint eftir leik. Svo fer fólk heim og maður er varla búinn að ná áttum ennþá. Það kemur af alvöru einhvern tímann á nýja árinu þegar maður er vanur því að fara í eftirvinnu. Þá kemur sjálfsagt einhver tilfinning sem er öðruvísi,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild. En hvað hefurðu verið að gera þessa daga eftir mót? „Það er nú mest lítið. Ég er eiginlega bara búinn að vera að jafna mig, þessa tvo daga. Hef tekið því rólega, slappað af og náð áttum, það er aðallega það,“ segir Þórir. Leikið er knappt, á tveggja daga fresti, á stórmótunum og sinna öllu sem þeim fylgja. Mikið álag fylgi en Þórir segir mótin á góðum tíma, gott sé að koma heim í jólaundirbúning eftir álagstíð. „Ég hef alltaf sagt það að þetta er fullkominn tími að hafa þessi mót rétt fyrir jól. Þegar jólin koma fara allir í smá frí og kúpla sig út. Þetta er mjög góður tímapunktur og geta komið heim í rólegheit eftir mót, að slappa af með vinum og fjölskyldu,“ segir Þórir. Nánar verður rætt við Þóri í Sportpakkanum sem er klukkan 18:45 á Stöð 2 í kvöld.
Handbolti Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira