Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 17. desember 2024 08:02 Nýafstaðnar alþingiskosningar fjölluðu að miklu leyti um efnahagslegan stöðugleika og jafnvægi í ríkisfjármálum og fram kom í kosningabaráttu flokkanna sem nú sitja á alþingi að þeir vilja ná jafnvægi í ríkisrekstri. Það er mikilvægt að þau loforð séu efnd, til að skjóta styrkari stoðum undir stöðugleikann. En stöðugleiki einn og sér er ekki nóg. Við verðum líka að huga að verðmætasköpun. Til þess að hún dafni þá verður Ísland að vera samkeppnishæft. Verðmætasköpun í atvinnulífinu stendur undir velferð samfélagsins. Við megum aldrei missa sjónar á þeim verðmætum sem öflugt atvinnulíf færir okkur. Hagkerfið hefur kólnað, greiningar gera ekki ráð fyrir hagvexti í ár og sýna samdrátt í bæði landsframleiðslu og framleiðni á fyrri hluta ársins 2024. Horft fram á veginn er gert ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist og tölurnar eru í takt við viðhorf stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, hagnaður í viðskiptahagkerfinu dróst saman í fyrra og fleiri en færri stjórnendur stærri fyrirtækja gera ráð fyrir sömu þróun á þessu ári sem rétt er að ljúka. Til lengri tíma litið er Ísland í öfundsverðri stöðu – ef við nýtum tækifærin. Ísland býr yfir öllu sem þarf fyrir næsta vaxtarskeið. Við erum hlutfallslega ung þjóð og hér eru nægar auðlindir – hvort tveggja mannauður og náttúruauðlindir. Ísland býr jafnframt yfir fjármögnuðu lífeyriskerfi, meira jafnrétti kynjanna, og meiri tekju- og eignajöfnuði en flestar aðrar þjóðir. En það er til lítils að hafa öll tækifærin í hendi sér, ef þau eru ekki nýtt. Við verðum að hafa augun á verðmætasköpuninni og muna að skattar skapa ekki verðmæti, fjölbreytt og blómlegt atvinnulíf skapar verðmæti. Áherslan þarf að vera á hallalaus fjárlög með hagræðingu á útgjaldahliðinni. Til lengri tíma litið þarf að horfa til þess að Ísland er háskattaríki og það myndi efla verðmætasköpun og hagvöxt að draga úr skattbyrði. Skattar skapa ekki verðmæti en verðmæti skapa skatttekjur. Hófleg skattheimta leyfir atvinnulífi að dafna og getur skilað meiri skatttekjum en ef skatthlutföll væru hærri. Á Íslandi eru nú þegar 4. hæstu skattarnir innan OECD. Það er hægt að bæta samkeppnishæfni íslensks skattkerfis. Skatttegundir hafa nefnilega mismunandi áhrif á hegðun einstaklinga. Samsetning skatta hefur þannig áhrif á hagkerfið og þróun hagsældar. Þrepaskiptir tekjuskattar eru notaðir um allan heim en hafa þarf í huga að háir jaðarskattar hafa áhrif á vilja einstaklinga til þess að vinna og draga þannig úr framleiðni skattkerfisins. Fyrirtækjaskattar og skattar á laun og fjármagn eru sérlega skaðlegir þegar kemur að áhrifum á hagvöxt. Flest lönd innan OECD hafa áttað sig á neikvæðum áhrifum slíkra skatta og hafa skattar á fjármagn og fyrirtæki því almennt farið lækkandi á undanförnum áratugum á meðan vægi breiðari skattstofna á borð við neysluskatta hefur aukist. Þá búum við nú þegar við sértæka skatta á fyrirtæki, fjármálafyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki og ferðaþjónustufyrirtæki en það gefur auga leið að slíkir skattar draga úr samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegri samkeppni. Það má öllum vera ljóst að það eru fjölmörg tækifæri til þess að stórbæta íslenskt skattkerfi og styðja þar með við aukna verðmætasköpun sem getur aukið skatttekjur ríkissjóðs til lengri tíma án þess að auka eiginlega skattbyrði. Skilvirkara skattkerfi ætti að vera áhersluatriði næstu ríkisstjórnar, en ekki hækkun á sköttum og gjöldum enda er aukin samkeppnishæfni sjálfbærasta leiðin til að fjármagna aukna innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. Samkeppnishæfni hagkerfisins er einmitt efst á listanum yfir stefnumarkandi áherslur nýrrar framkvæmdastjórnar innan Evrópusambandsins. Það færi vel á því sama hjá nýrri ríkisstjórn hérlendis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Atvinnurekendur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýafstaðnar alþingiskosningar fjölluðu að miklu leyti um efnahagslegan stöðugleika og jafnvægi í ríkisfjármálum og fram kom í kosningabaráttu flokkanna sem nú sitja á alþingi að þeir vilja ná jafnvægi í ríkisrekstri. Það er mikilvægt að þau loforð séu efnd, til að skjóta styrkari stoðum undir stöðugleikann. En stöðugleiki einn og sér er ekki nóg. Við verðum líka að huga að verðmætasköpun. Til þess að hún dafni þá verður Ísland að vera samkeppnishæft. Verðmætasköpun í atvinnulífinu stendur undir velferð samfélagsins. Við megum aldrei missa sjónar á þeim verðmætum sem öflugt atvinnulíf færir okkur. Hagkerfið hefur kólnað, greiningar gera ekki ráð fyrir hagvexti í ár og sýna samdrátt í bæði landsframleiðslu og framleiðni á fyrri hluta ársins 2024. Horft fram á veginn er gert ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist og tölurnar eru í takt við viðhorf stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, hagnaður í viðskiptahagkerfinu dróst saman í fyrra og fleiri en færri stjórnendur stærri fyrirtækja gera ráð fyrir sömu þróun á þessu ári sem rétt er að ljúka. Til lengri tíma litið er Ísland í öfundsverðri stöðu – ef við nýtum tækifærin. Ísland býr yfir öllu sem þarf fyrir næsta vaxtarskeið. Við erum hlutfallslega ung þjóð og hér eru nægar auðlindir – hvort tveggja mannauður og náttúruauðlindir. Ísland býr jafnframt yfir fjármögnuðu lífeyriskerfi, meira jafnrétti kynjanna, og meiri tekju- og eignajöfnuði en flestar aðrar þjóðir. En það er til lítils að hafa öll tækifærin í hendi sér, ef þau eru ekki nýtt. Við verðum að hafa augun á verðmætasköpuninni og muna að skattar skapa ekki verðmæti, fjölbreytt og blómlegt atvinnulíf skapar verðmæti. Áherslan þarf að vera á hallalaus fjárlög með hagræðingu á útgjaldahliðinni. Til lengri tíma litið þarf að horfa til þess að Ísland er háskattaríki og það myndi efla verðmætasköpun og hagvöxt að draga úr skattbyrði. Skattar skapa ekki verðmæti en verðmæti skapa skatttekjur. Hófleg skattheimta leyfir atvinnulífi að dafna og getur skilað meiri skatttekjum en ef skatthlutföll væru hærri. Á Íslandi eru nú þegar 4. hæstu skattarnir innan OECD. Það er hægt að bæta samkeppnishæfni íslensks skattkerfis. Skatttegundir hafa nefnilega mismunandi áhrif á hegðun einstaklinga. Samsetning skatta hefur þannig áhrif á hagkerfið og þróun hagsældar. Þrepaskiptir tekjuskattar eru notaðir um allan heim en hafa þarf í huga að háir jaðarskattar hafa áhrif á vilja einstaklinga til þess að vinna og draga þannig úr framleiðni skattkerfisins. Fyrirtækjaskattar og skattar á laun og fjármagn eru sérlega skaðlegir þegar kemur að áhrifum á hagvöxt. Flest lönd innan OECD hafa áttað sig á neikvæðum áhrifum slíkra skatta og hafa skattar á fjármagn og fyrirtæki því almennt farið lækkandi á undanförnum áratugum á meðan vægi breiðari skattstofna á borð við neysluskatta hefur aukist. Þá búum við nú þegar við sértæka skatta á fyrirtæki, fjármálafyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki og ferðaþjónustufyrirtæki en það gefur auga leið að slíkir skattar draga úr samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegri samkeppni. Það má öllum vera ljóst að það eru fjölmörg tækifæri til þess að stórbæta íslenskt skattkerfi og styðja þar með við aukna verðmætasköpun sem getur aukið skatttekjur ríkissjóðs til lengri tíma án þess að auka eiginlega skattbyrði. Skilvirkara skattkerfi ætti að vera áhersluatriði næstu ríkisstjórnar, en ekki hækkun á sköttum og gjöldum enda er aukin samkeppnishæfni sjálfbærasta leiðin til að fjármagna aukna innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. Samkeppnishæfni hagkerfisins er einmitt efst á listanum yfir stefnumarkandi áherslur nýrrar framkvæmdastjórnar innan Evrópusambandsins. Það færi vel á því sama hjá nýrri ríkisstjórn hérlendis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun