Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 16:49 Rúnar stýrði sínum mönnum gegn stórliði Kiel í dag. Vísir/Getty Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum í danska og þýska handboltanum í dag. Guðmundur Guðmundsson og lið hans Fredericia stóð í ströngu í toppslag gegn Álaborg. Í Danmörku voru lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia í eldlínunni en þeir mættu liði Álaborgar á útivelli. Fyrir leikinn var lið Fredericia í 3. sæti deildarinnar en Álaborg í 2. sæti og leikurinn gott tækifæri fyrir gestina að minnka muninn á toppliðin tvö en GOG og Álaborg voru jöfn að stigum á toppnum fyrir leiki dagsins. Liðin skiptust á forystunni í fyrri hálfleiknum en heimamenn í Álaborg leiddu 14-13 að honum loknum. Heimamenn héldu frumkvæðinu allt þar til um miðbik seinni hálfleiks en þá breytti lið Fredericia stöðunni úr 20-18 fyrir Álaborg yfir í 23-21 sér í vil. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Álaborg komst í 31-30 þegar rúm mínúta var eftir og lið Fredericia skaut í stöng í sinni síðustu sókn og tókst ekki að jafna metin. Heimamenn bættu við einu marki undir lokin og unnu að lokum 32-30 sigur. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Fredericia í dag en komst ekki á blað og þá var Arnór Viðarsson utan hóps. Guðmundur Guðmundsson er á sinni þriðju leiktíð með Fredericia.EPA/Claus Fisker Topplið GOG tók á móti Skanderborg en Kristján Örn Kristjánsson leikur með síðarnefnda liðinu. Kristján Örn skoraði eitt mark í 35-34 sigri heimaliðsins en GOG virtist ætla að vinna öruggan sigur eftir að hafa verið með 19-13 forystu í hálfleik. Gestirnir úr Skanderborg komu hins vegar til baka í síðari hálfleik og voru nálægt því að ná stigi á erfiðum útivelli. GOG og Álaborg eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar með 27 stig en Bjerringbro Silkeborg og Frederica eru með 21 stig í 3. - 4. sæti. Í Silkeborg tók heimalið Bjerringbro-Silkeborg á móti Holstebro en Arnór Atlason er þjálfari Holstebro. Skemmst er frá því að segja að heimamenn unnu öruggan sigur, lokatölur 36-27 og skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk fyrir heimamenn og komu þau bæði af vítalínunni. Elvar Ásgeirsson og Ágúst Elí Björgvinsson voru báðir í liði Ribe Esbjerg sem tapaði 25-22 á heimavelli gegn Sönderjyske. Elvar skoraði tvö mörk í leiknum og þá átti Ágúst Elí fínan leik í markinu og varði tíu skot eða rúmlega 30% af þeim skotum sem hann fékk á sig. Andri og Viggó atkvæðamiklir gegn Kiel Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson létu til sín taka þegar Leipzig, lið Rúnars Sigtryggssonar þjálfara, mætti Kiel í hörkuleik. Kiel var 18-15 yfir í hálfleik en heimamenn í Leipzig náðu svo smám saman að jafna metin, í 23-23, og komust svo yfir, 25-24, þegar þrettán mínútur voru eftir. Þá skelltu gestirnir frá Kiel í lás og skoruðu næstu sex mörk í röð, og tryggðu sér í raun sigurinn. Lokatölur 32-28 Kiel í vil. Andri og Viggó skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Leipzig en Lukas Binder var markahæstur með átta mörk. Hjá Kiel var Bence Imre markahæstur með átta mörk. Kiel er eftir sigurinn með 22 stig í 2.-4. sæti ásamt Füchse Berlín og Hannover sem eiga leik til góða. Leipzig er í 12. sæti með tólf stig eftir fimmtán leiki. Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Í Danmörku voru lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia í eldlínunni en þeir mættu liði Álaborgar á útivelli. Fyrir leikinn var lið Fredericia í 3. sæti deildarinnar en Álaborg í 2. sæti og leikurinn gott tækifæri fyrir gestina að minnka muninn á toppliðin tvö en GOG og Álaborg voru jöfn að stigum á toppnum fyrir leiki dagsins. Liðin skiptust á forystunni í fyrri hálfleiknum en heimamenn í Álaborg leiddu 14-13 að honum loknum. Heimamenn héldu frumkvæðinu allt þar til um miðbik seinni hálfleiks en þá breytti lið Fredericia stöðunni úr 20-18 fyrir Álaborg yfir í 23-21 sér í vil. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Álaborg komst í 31-30 þegar rúm mínúta var eftir og lið Fredericia skaut í stöng í sinni síðustu sókn og tókst ekki að jafna metin. Heimamenn bættu við einu marki undir lokin og unnu að lokum 32-30 sigur. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Fredericia í dag en komst ekki á blað og þá var Arnór Viðarsson utan hóps. Guðmundur Guðmundsson er á sinni þriðju leiktíð með Fredericia.EPA/Claus Fisker Topplið GOG tók á móti Skanderborg en Kristján Örn Kristjánsson leikur með síðarnefnda liðinu. Kristján Örn skoraði eitt mark í 35-34 sigri heimaliðsins en GOG virtist ætla að vinna öruggan sigur eftir að hafa verið með 19-13 forystu í hálfleik. Gestirnir úr Skanderborg komu hins vegar til baka í síðari hálfleik og voru nálægt því að ná stigi á erfiðum útivelli. GOG og Álaborg eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar með 27 stig en Bjerringbro Silkeborg og Frederica eru með 21 stig í 3. - 4. sæti. Í Silkeborg tók heimalið Bjerringbro-Silkeborg á móti Holstebro en Arnór Atlason er þjálfari Holstebro. Skemmst er frá því að segja að heimamenn unnu öruggan sigur, lokatölur 36-27 og skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk fyrir heimamenn og komu þau bæði af vítalínunni. Elvar Ásgeirsson og Ágúst Elí Björgvinsson voru báðir í liði Ribe Esbjerg sem tapaði 25-22 á heimavelli gegn Sönderjyske. Elvar skoraði tvö mörk í leiknum og þá átti Ágúst Elí fínan leik í markinu og varði tíu skot eða rúmlega 30% af þeim skotum sem hann fékk á sig. Andri og Viggó atkvæðamiklir gegn Kiel Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson létu til sín taka þegar Leipzig, lið Rúnars Sigtryggssonar þjálfara, mætti Kiel í hörkuleik. Kiel var 18-15 yfir í hálfleik en heimamenn í Leipzig náðu svo smám saman að jafna metin, í 23-23, og komust svo yfir, 25-24, þegar þrettán mínútur voru eftir. Þá skelltu gestirnir frá Kiel í lás og skoruðu næstu sex mörk í röð, og tryggðu sér í raun sigurinn. Lokatölur 32-28 Kiel í vil. Andri og Viggó skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Leipzig en Lukas Binder var markahæstur með átta mörk. Hjá Kiel var Bence Imre markahæstur með átta mörk. Kiel er eftir sigurinn með 22 stig í 2.-4. sæti ásamt Füchse Berlín og Hannover sem eiga leik til góða. Leipzig er í 12. sæti með tólf stig eftir fimmtán leiki.
Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti