„Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 10:02 Þórir Hergeirsson fær að ljúka tíma sínum sem þjálfari Noregs með úrslitaleik, eftir frábæra frammistöðu liðsins til þessa á EM. EPA-EFE/MAX SLOVENCIK „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hef ég ekki tölu á hve margir úrslitaleikirnir eru orðnir,“ sagði Þórir Hergeirsson við NRK í gærkvöld, eftir að hafa stýrt Noregi til öruggs sigurs á Ungverjum í undanúrslitum EM kvenna í handbolta. Þar með er ljóst að síðasti leikur Noregs undir stjórn Þóris verður úrslitaleikur EM, gegn Danmörku á morgun klukkan 17. Það er vel við hæfi enda hafa Þórir og norska liðið nánast verið fastagestir í úrslitum stórmóta, og Noregur unnið tíu meistaratitla í þrettán úrslitaleikjum á fimmtán árum með Þóri sem þjálfara. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá staðreynd að Þórir sé nú á sínu síðasta stórmóti með norska liðinu og hann er vel meðvitaður um það, líkt og leikmenn, að á sunnudaginn taka við mikil tímamót. Ljóst er að á þeim tímamótum bætast enn ein verðlaunin í safnið, eftir frábæra frammistöðu Noregs á EM til þessa og afar sannfærandi 30-22 sigur gegn Ungverjum. „Þetta er ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega stoltur af þessum hópi. Ég verð eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur, en allt á sér sinn tíma,“ sagði Þórir við NRK. Auk þess að hafa verið aðalþjálfari Noregs í fimmtán ár var Þórir áður aðstoðarþjálfari norska liðsins frá árinu 2001, svo Þórir hefur tekið virkan þátt í velgengni liðsins í tæpan aldarfjórðung, og upplifað marga frábæra sigurleiki eins og í gær. „Hann finnur sjálfsagt eftirsjá eftir svona leiki en ég hef trú á því að hann muni með tímanum líka finna að þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Henny Reistad, ein helsta stjarna norska liðsins, sem skoraði sjö mörk í gær. Sorglegt en glaðar yfir öllum leikjunum með Þóri Þær Reistad og markvörðurinn Katrine Lunde voru eins og oft áður í stórum hlutverkum í gær, og norska liðið hefur spjarað sig frábærlega þrátt fyrir að kanónur á borð við Noru Mörk og Stine Oftedal hafi dottið út eftir Ólympíumeistaratitilinn í sumar. „Mér finnst við hafa átt stórkostlegt stórmót og það er æðislegt að geta endað það á úrslitaleik. Auðvitað er líka sorglegt að það verði síðasti leikur Þóris en við erum glaðar yfir öllum leikjunum sem við höfum átt með honum,“ sagði markvörðurinn reynslumikli Lunde. Hún hefur áður lýst því hve þakklát hún er Þóri sem gaf henni leyfi fyrr á mótinu til að ferðast heim og fljúga dóttur sinni til pabba síns í Serbíu. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Þar með er ljóst að síðasti leikur Noregs undir stjórn Þóris verður úrslitaleikur EM, gegn Danmörku á morgun klukkan 17. Það er vel við hæfi enda hafa Þórir og norska liðið nánast verið fastagestir í úrslitum stórmóta, og Noregur unnið tíu meistaratitla í þrettán úrslitaleikjum á fimmtán árum með Þóri sem þjálfara. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá staðreynd að Þórir sé nú á sínu síðasta stórmóti með norska liðinu og hann er vel meðvitaður um það, líkt og leikmenn, að á sunnudaginn taka við mikil tímamót. Ljóst er að á þeim tímamótum bætast enn ein verðlaunin í safnið, eftir frábæra frammistöðu Noregs á EM til þessa og afar sannfærandi 30-22 sigur gegn Ungverjum. „Þetta er ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega stoltur af þessum hópi. Ég verð eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur, en allt á sér sinn tíma,“ sagði Þórir við NRK. Auk þess að hafa verið aðalþjálfari Noregs í fimmtán ár var Þórir áður aðstoðarþjálfari norska liðsins frá árinu 2001, svo Þórir hefur tekið virkan þátt í velgengni liðsins í tæpan aldarfjórðung, og upplifað marga frábæra sigurleiki eins og í gær. „Hann finnur sjálfsagt eftirsjá eftir svona leiki en ég hef trú á því að hann muni með tímanum líka finna að þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Henny Reistad, ein helsta stjarna norska liðsins, sem skoraði sjö mörk í gær. Sorglegt en glaðar yfir öllum leikjunum með Þóri Þær Reistad og markvörðurinn Katrine Lunde voru eins og oft áður í stórum hlutverkum í gær, og norska liðið hefur spjarað sig frábærlega þrátt fyrir að kanónur á borð við Noru Mörk og Stine Oftedal hafi dottið út eftir Ólympíumeistaratitilinn í sumar. „Mér finnst við hafa átt stórkostlegt stórmót og það er æðislegt að geta endað það á úrslitaleik. Auðvitað er líka sorglegt að það verði síðasti leikur Þóris en við erum glaðar yfir öllum leikjunum sem við höfum átt með honum,“ sagði markvörðurinn reynslumikli Lunde. Hún hefur áður lýst því hve þakklát hún er Þóri sem gaf henni leyfi fyrr á mótinu til að ferðast heim og fljúga dóttur sinni til pabba síns í Serbíu.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira