Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar 15. desember 2024 08:00 Á morgun verðum við að standa við loforðin sem við gáfum í gær. Árið 2024 er það heitasta í sögu mælinga. Útlit er fyrir að meðalhiti jarðar yfir árið verði 1,5°C meiri í ár en fyrir iðnbyltingu. Markmið heims er að halda hlýnun innan við 1,5°C frá þeim tíma, þetta er því áfall þó að vitað hafi verið í hvað stefndi. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera hvað við getum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tilheyrandi raski á lofthjúpnum okkar allra, til að tryggja að þessar hitatölur verði ekki normið. Við Íslendingar höfum, líkt og aðrar þjóðir, skuldbundið okkur til loftslagsaðgerða. Við höfum lofað að draga úr svokallaðri samfélagslosun um 41% til ársins 2030, miðað við árið 2005. Tíminn er vissulega naumur en þetta er samt hægt, við höfum nú þegar náð 11% samdrætti. Það liggur skýrt fyrir hvaða athafnir okkar valda hve mikilli losun; 33% samfélagslosunar kemur frá vegasamgöngum, 22% frá landbúnaði og 17% frá fiskiskipum. Aðeins 7% koma frá orkuvinnslu sem er einstakt á heimsvísu. Aðrir flokkar vega enn minna. Bruni jarðefnaeldsneytis er ábyrgur fyrir helmingi samfélagslosunar okkar, 1,5 milljón tonnum árlega. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar þessi olía líka háar fjárhæðir eða um 65 milljarða kr. á ári hverju. Við verðum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Í stað þess þarf að koma meiri endurnýjanleg orka. Loftslagsmál verða ekki rædd af neinu viti án þess að ræða orkumál og umræðan hefur farið batnandi. Við vefengjum ekki lengur þau vísindi sem rökstyðja og staðfesta loftslagsbreytingar af mannavöldum. Við ræðum þess í stað til hvaða aðgerða við eigum að grípa til að sporna við þeim. Það er mikil framför og við skulum gæta þess að fara ekki í gamla farið. Skilja vandann og vilja leysa hann Viðhorfskannanir sýna að 95% Íslendinga telja að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. 86% þjóðarinnar telja að loftslagsbreytingar séu vandamál og um 64% hafa miklar eða mjög miklar áhyggjur af umhverfismálum. Yngra fólk er líklegra til að vera áhyggjufullt en það sem eldra er.¹ Það vekur bjartsýni að um 80% telja að aðgerðir í loftslagsmálum muni skapa komandi kynslóðum betra líf og stuðla að bættri heilsu fólks. Rannsóknir sýna að stór hluti þjóðarinnar er tilbúinn til að leggja þó nokkuð á sig til að hafa áhrif til hins betra.² Öðrum málaflokkum er gjarnan teflt fram sem mikilvægari og brýnni. Verðbólga, heilbrigðismál og húsnæðismál eru sögð standa fólki nær. En er rétt að setja mál fram á þennan hátt? Loftslagsbreytingar hafa víðtæk áhrif á samfélög um allan heim. Þeim fylgir aukið álag á heilbrigðiskerfi, aukning fólksflutninga, auknar líkur á áföllum í landbúnaði og sjávarútvegi, sem og rof og skemmdir á innviðum. Jafnvel þótt við verðum ekki verst úti hér á landi þá stólum við á virðiskeðjur sem ná til annarra ríkja. Áföll þar hafa áhrif á framboð og verð matvæla og annarra landbúnaðarvara sem og aðrar nauðsynja- og neysluvörur. Þá eru ekki upptalin áhrifin á heilsu manna, aukin útbreiðsla sjúkdóma og hrikalegar afleiðingar á líf þeirra sem minnst hafa á milli handanna eða búa við ótryggustu aðstæðurnar. Raunhæf framtíðarsýn Aðgerðum gegn loftslagsbreytingum fylgja líka tækifæri. Þær hafa hraðað þróun endurnýjanlegs eldsneytis og gert sjálfbærar lausnir að raunhæfum kostum. Við getum aukið innlenda orkunotkun og dregið um leið úr notkun á orku sem framleidd er í öðrum ríkjum. Þannig spörum við háar fjárhæðir um leið og við bætum loftgæði. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum ýta undir nýsköpun og tækninýjungar á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærrar atvinnustarfsemi. Að lokum getur Ísland, með því að vera leiðandi í loftslagsaðgerðum, styrkt alþjóðlega stöðu sína og verið áfram ein þeirra þjóða sem litið er á sem fyrirmynd annarra í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Framtíðarsýn okkar hjá Landsvirkjun er sjálfbær heimur knúinn endurnýjanlegri orku. Við vitum að sú sýn okkar er raunhæf ef við höldum hlýnun jarðar í skefjum, í samræmi við skuldbindingar heimsbyggðarinnar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun. ¹ (PDF) Hvað finnst Íslendingum um umhverfismál og loftslagsbreytingar? Niðurstöður úr Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni 2010 og 2020 ² Íslendingar eru reiðubúnir til aðgerða í loftslagsmálum - Loftslagsráð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Loftslagsmál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Á morgun verðum við að standa við loforðin sem við gáfum í gær. Árið 2024 er það heitasta í sögu mælinga. Útlit er fyrir að meðalhiti jarðar yfir árið verði 1,5°C meiri í ár en fyrir iðnbyltingu. Markmið heims er að halda hlýnun innan við 1,5°C frá þeim tíma, þetta er því áfall þó að vitað hafi verið í hvað stefndi. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera hvað við getum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tilheyrandi raski á lofthjúpnum okkar allra, til að tryggja að þessar hitatölur verði ekki normið. Við Íslendingar höfum, líkt og aðrar þjóðir, skuldbundið okkur til loftslagsaðgerða. Við höfum lofað að draga úr svokallaðri samfélagslosun um 41% til ársins 2030, miðað við árið 2005. Tíminn er vissulega naumur en þetta er samt hægt, við höfum nú þegar náð 11% samdrætti. Það liggur skýrt fyrir hvaða athafnir okkar valda hve mikilli losun; 33% samfélagslosunar kemur frá vegasamgöngum, 22% frá landbúnaði og 17% frá fiskiskipum. Aðeins 7% koma frá orkuvinnslu sem er einstakt á heimsvísu. Aðrir flokkar vega enn minna. Bruni jarðefnaeldsneytis er ábyrgur fyrir helmingi samfélagslosunar okkar, 1,5 milljón tonnum árlega. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar þessi olía líka háar fjárhæðir eða um 65 milljarða kr. á ári hverju. Við verðum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Í stað þess þarf að koma meiri endurnýjanleg orka. Loftslagsmál verða ekki rædd af neinu viti án þess að ræða orkumál og umræðan hefur farið batnandi. Við vefengjum ekki lengur þau vísindi sem rökstyðja og staðfesta loftslagsbreytingar af mannavöldum. Við ræðum þess í stað til hvaða aðgerða við eigum að grípa til að sporna við þeim. Það er mikil framför og við skulum gæta þess að fara ekki í gamla farið. Skilja vandann og vilja leysa hann Viðhorfskannanir sýna að 95% Íslendinga telja að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. 86% þjóðarinnar telja að loftslagsbreytingar séu vandamál og um 64% hafa miklar eða mjög miklar áhyggjur af umhverfismálum. Yngra fólk er líklegra til að vera áhyggjufullt en það sem eldra er.¹ Það vekur bjartsýni að um 80% telja að aðgerðir í loftslagsmálum muni skapa komandi kynslóðum betra líf og stuðla að bættri heilsu fólks. Rannsóknir sýna að stór hluti þjóðarinnar er tilbúinn til að leggja þó nokkuð á sig til að hafa áhrif til hins betra.² Öðrum málaflokkum er gjarnan teflt fram sem mikilvægari og brýnni. Verðbólga, heilbrigðismál og húsnæðismál eru sögð standa fólki nær. En er rétt að setja mál fram á þennan hátt? Loftslagsbreytingar hafa víðtæk áhrif á samfélög um allan heim. Þeim fylgir aukið álag á heilbrigðiskerfi, aukning fólksflutninga, auknar líkur á áföllum í landbúnaði og sjávarútvegi, sem og rof og skemmdir á innviðum. Jafnvel þótt við verðum ekki verst úti hér á landi þá stólum við á virðiskeðjur sem ná til annarra ríkja. Áföll þar hafa áhrif á framboð og verð matvæla og annarra landbúnaðarvara sem og aðrar nauðsynja- og neysluvörur. Þá eru ekki upptalin áhrifin á heilsu manna, aukin útbreiðsla sjúkdóma og hrikalegar afleiðingar á líf þeirra sem minnst hafa á milli handanna eða búa við ótryggustu aðstæðurnar. Raunhæf framtíðarsýn Aðgerðum gegn loftslagsbreytingum fylgja líka tækifæri. Þær hafa hraðað þróun endurnýjanlegs eldsneytis og gert sjálfbærar lausnir að raunhæfum kostum. Við getum aukið innlenda orkunotkun og dregið um leið úr notkun á orku sem framleidd er í öðrum ríkjum. Þannig spörum við háar fjárhæðir um leið og við bætum loftgæði. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum ýta undir nýsköpun og tækninýjungar á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærrar atvinnustarfsemi. Að lokum getur Ísland, með því að vera leiðandi í loftslagsaðgerðum, styrkt alþjóðlega stöðu sína og verið áfram ein þeirra þjóða sem litið er á sem fyrirmynd annarra í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Framtíðarsýn okkar hjá Landsvirkjun er sjálfbær heimur knúinn endurnýjanlegri orku. Við vitum að sú sýn okkar er raunhæf ef við höldum hlýnun jarðar í skefjum, í samræmi við skuldbindingar heimsbyggðarinnar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun. ¹ (PDF) Hvað finnst Íslendingum um umhverfismál og loftslagsbreytingar? Niðurstöður úr Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni 2010 og 2020 ² Íslendingar eru reiðubúnir til aðgerða í loftslagsmálum - Loftslagsráð
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun