Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar 15. desember 2024 08:00 Á morgun verðum við að standa við loforðin sem við gáfum í gær. Árið 2024 er það heitasta í sögu mælinga. Útlit er fyrir að meðalhiti jarðar yfir árið verði 1,5°C meiri í ár en fyrir iðnbyltingu. Markmið heims er að halda hlýnun innan við 1,5°C frá þeim tíma, þetta er því áfall þó að vitað hafi verið í hvað stefndi. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera hvað við getum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tilheyrandi raski á lofthjúpnum okkar allra, til að tryggja að þessar hitatölur verði ekki normið. Við Íslendingar höfum, líkt og aðrar þjóðir, skuldbundið okkur til loftslagsaðgerða. Við höfum lofað að draga úr svokallaðri samfélagslosun um 41% til ársins 2030, miðað við árið 2005. Tíminn er vissulega naumur en þetta er samt hægt, við höfum nú þegar náð 11% samdrætti. Það liggur skýrt fyrir hvaða athafnir okkar valda hve mikilli losun; 33% samfélagslosunar kemur frá vegasamgöngum, 22% frá landbúnaði og 17% frá fiskiskipum. Aðeins 7% koma frá orkuvinnslu sem er einstakt á heimsvísu. Aðrir flokkar vega enn minna. Bruni jarðefnaeldsneytis er ábyrgur fyrir helmingi samfélagslosunar okkar, 1,5 milljón tonnum árlega. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar þessi olía líka háar fjárhæðir eða um 65 milljarða kr. á ári hverju. Við verðum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Í stað þess þarf að koma meiri endurnýjanleg orka. Loftslagsmál verða ekki rædd af neinu viti án þess að ræða orkumál og umræðan hefur farið batnandi. Við vefengjum ekki lengur þau vísindi sem rökstyðja og staðfesta loftslagsbreytingar af mannavöldum. Við ræðum þess í stað til hvaða aðgerða við eigum að grípa til að sporna við þeim. Það er mikil framför og við skulum gæta þess að fara ekki í gamla farið. Skilja vandann og vilja leysa hann Viðhorfskannanir sýna að 95% Íslendinga telja að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. 86% þjóðarinnar telja að loftslagsbreytingar séu vandamál og um 64% hafa miklar eða mjög miklar áhyggjur af umhverfismálum. Yngra fólk er líklegra til að vera áhyggjufullt en það sem eldra er.¹ Það vekur bjartsýni að um 80% telja að aðgerðir í loftslagsmálum muni skapa komandi kynslóðum betra líf og stuðla að bættri heilsu fólks. Rannsóknir sýna að stór hluti þjóðarinnar er tilbúinn til að leggja þó nokkuð á sig til að hafa áhrif til hins betra.² Öðrum málaflokkum er gjarnan teflt fram sem mikilvægari og brýnni. Verðbólga, heilbrigðismál og húsnæðismál eru sögð standa fólki nær. En er rétt að setja mál fram á þennan hátt? Loftslagsbreytingar hafa víðtæk áhrif á samfélög um allan heim. Þeim fylgir aukið álag á heilbrigðiskerfi, aukning fólksflutninga, auknar líkur á áföllum í landbúnaði og sjávarútvegi, sem og rof og skemmdir á innviðum. Jafnvel þótt við verðum ekki verst úti hér á landi þá stólum við á virðiskeðjur sem ná til annarra ríkja. Áföll þar hafa áhrif á framboð og verð matvæla og annarra landbúnaðarvara sem og aðrar nauðsynja- og neysluvörur. Þá eru ekki upptalin áhrifin á heilsu manna, aukin útbreiðsla sjúkdóma og hrikalegar afleiðingar á líf þeirra sem minnst hafa á milli handanna eða búa við ótryggustu aðstæðurnar. Raunhæf framtíðarsýn Aðgerðum gegn loftslagsbreytingum fylgja líka tækifæri. Þær hafa hraðað þróun endurnýjanlegs eldsneytis og gert sjálfbærar lausnir að raunhæfum kostum. Við getum aukið innlenda orkunotkun og dregið um leið úr notkun á orku sem framleidd er í öðrum ríkjum. Þannig spörum við háar fjárhæðir um leið og við bætum loftgæði. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum ýta undir nýsköpun og tækninýjungar á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærrar atvinnustarfsemi. Að lokum getur Ísland, með því að vera leiðandi í loftslagsaðgerðum, styrkt alþjóðlega stöðu sína og verið áfram ein þeirra þjóða sem litið er á sem fyrirmynd annarra í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Framtíðarsýn okkar hjá Landsvirkjun er sjálfbær heimur knúinn endurnýjanlegri orku. Við vitum að sú sýn okkar er raunhæf ef við höldum hlýnun jarðar í skefjum, í samræmi við skuldbindingar heimsbyggðarinnar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun. ¹ (PDF) Hvað finnst Íslendingum um umhverfismál og loftslagsbreytingar? Niðurstöður úr Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni 2010 og 2020 ² Íslendingar eru reiðubúnir til aðgerða í loftslagsmálum - Loftslagsráð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Loftslagsmál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Á morgun verðum við að standa við loforðin sem við gáfum í gær. Árið 2024 er það heitasta í sögu mælinga. Útlit er fyrir að meðalhiti jarðar yfir árið verði 1,5°C meiri í ár en fyrir iðnbyltingu. Markmið heims er að halda hlýnun innan við 1,5°C frá þeim tíma, þetta er því áfall þó að vitað hafi verið í hvað stefndi. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera hvað við getum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tilheyrandi raski á lofthjúpnum okkar allra, til að tryggja að þessar hitatölur verði ekki normið. Við Íslendingar höfum, líkt og aðrar þjóðir, skuldbundið okkur til loftslagsaðgerða. Við höfum lofað að draga úr svokallaðri samfélagslosun um 41% til ársins 2030, miðað við árið 2005. Tíminn er vissulega naumur en þetta er samt hægt, við höfum nú þegar náð 11% samdrætti. Það liggur skýrt fyrir hvaða athafnir okkar valda hve mikilli losun; 33% samfélagslosunar kemur frá vegasamgöngum, 22% frá landbúnaði og 17% frá fiskiskipum. Aðeins 7% koma frá orkuvinnslu sem er einstakt á heimsvísu. Aðrir flokkar vega enn minna. Bruni jarðefnaeldsneytis er ábyrgur fyrir helmingi samfélagslosunar okkar, 1,5 milljón tonnum árlega. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar þessi olía líka háar fjárhæðir eða um 65 milljarða kr. á ári hverju. Við verðum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Í stað þess þarf að koma meiri endurnýjanleg orka. Loftslagsmál verða ekki rædd af neinu viti án þess að ræða orkumál og umræðan hefur farið batnandi. Við vefengjum ekki lengur þau vísindi sem rökstyðja og staðfesta loftslagsbreytingar af mannavöldum. Við ræðum þess í stað til hvaða aðgerða við eigum að grípa til að sporna við þeim. Það er mikil framför og við skulum gæta þess að fara ekki í gamla farið. Skilja vandann og vilja leysa hann Viðhorfskannanir sýna að 95% Íslendinga telja að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. 86% þjóðarinnar telja að loftslagsbreytingar séu vandamál og um 64% hafa miklar eða mjög miklar áhyggjur af umhverfismálum. Yngra fólk er líklegra til að vera áhyggjufullt en það sem eldra er.¹ Það vekur bjartsýni að um 80% telja að aðgerðir í loftslagsmálum muni skapa komandi kynslóðum betra líf og stuðla að bættri heilsu fólks. Rannsóknir sýna að stór hluti þjóðarinnar er tilbúinn til að leggja þó nokkuð á sig til að hafa áhrif til hins betra.² Öðrum málaflokkum er gjarnan teflt fram sem mikilvægari og brýnni. Verðbólga, heilbrigðismál og húsnæðismál eru sögð standa fólki nær. En er rétt að setja mál fram á þennan hátt? Loftslagsbreytingar hafa víðtæk áhrif á samfélög um allan heim. Þeim fylgir aukið álag á heilbrigðiskerfi, aukning fólksflutninga, auknar líkur á áföllum í landbúnaði og sjávarútvegi, sem og rof og skemmdir á innviðum. Jafnvel þótt við verðum ekki verst úti hér á landi þá stólum við á virðiskeðjur sem ná til annarra ríkja. Áföll þar hafa áhrif á framboð og verð matvæla og annarra landbúnaðarvara sem og aðrar nauðsynja- og neysluvörur. Þá eru ekki upptalin áhrifin á heilsu manna, aukin útbreiðsla sjúkdóma og hrikalegar afleiðingar á líf þeirra sem minnst hafa á milli handanna eða búa við ótryggustu aðstæðurnar. Raunhæf framtíðarsýn Aðgerðum gegn loftslagsbreytingum fylgja líka tækifæri. Þær hafa hraðað þróun endurnýjanlegs eldsneytis og gert sjálfbærar lausnir að raunhæfum kostum. Við getum aukið innlenda orkunotkun og dregið um leið úr notkun á orku sem framleidd er í öðrum ríkjum. Þannig spörum við háar fjárhæðir um leið og við bætum loftgæði. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum ýta undir nýsköpun og tækninýjungar á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærrar atvinnustarfsemi. Að lokum getur Ísland, með því að vera leiðandi í loftslagsaðgerðum, styrkt alþjóðlega stöðu sína og verið áfram ein þeirra þjóða sem litið er á sem fyrirmynd annarra í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Framtíðarsýn okkar hjá Landsvirkjun er sjálfbær heimur knúinn endurnýjanlegri orku. Við vitum að sú sýn okkar er raunhæf ef við höldum hlýnun jarðar í skefjum, í samræmi við skuldbindingar heimsbyggðarinnar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun. ¹ (PDF) Hvað finnst Íslendingum um umhverfismál og loftslagsbreytingar? Niðurstöður úr Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni 2010 og 2020 ² Íslendingar eru reiðubúnir til aðgerða í loftslagsmálum - Loftslagsráð
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar