„Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 09:32 Finnur Freyr Stefánsson þekkir það betur en flestir að berjast um og, oftar en ekki, vinna titla. Núna tekst hann á við þá stöðu að vera með Val í fallsæti. vísir/Anton Flottur bikarsigur gegn Grindavík í gærkvöld breytir ekki þeirri staðreynd að Íslandsmeistarar Vals sitja í fallsæti í Bónus-deild karla í körfubolta, eftir níu umferðir af 22. Sérfræðingar Körfuboltakvölds veltu vöngum yfir stöðu Vals og þeirri staðreynd að Finnur Freyr Stefánsson þjálfari liðsins þekkti ekki svona slæmt gengi. Valsarar kynntu nýjan mann til leiks í 88-77 sigri gegn Grindavík í VÍS-bikarnum í gær því Svíinn hávaxni Adam Ramstedt er mættur á Hlíðarenda, og hann skoraði 13 stig og tók 9 fráköst. Spennandi verður að sjá Ramstedt með Val í Bónus-deildinni en þar hafa Valsmenn aðeins unnið þrjá leiki til til þessa, og tapað síðustu leikjum gegn Haukum og ÍR. Dagskráin er strembin hjá Val því í næstu leikjum spilar liðið við Grindavík, Tindastól og Stjörnuna. Risastórt verkefni fyrir Val „Við erum með tvo leikmenn í liðinu, Badmus og Kristin Pálsson, sem hafa átt alveg stórkostlega leiki í vetur, en samt sem áður eru þetta bara þrír sigrar. Það er risastórt verkefni fram undan hjá Val,“ sagði Teitur Örlygsson í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þá var enn beðið eftir því að Valsmenn kynntu nýjan leikmann til leiks, sem nú er komið í ljós að er Ramstedt, en Teitur sagði fólki að vera ekki að afskrifa Val. „Þeir eiga eftir að bæta við leikmönnum, vonandi kemur Kristó [Acox] sterkur til baka. Þá horfum við á liðið og sjáum að þetta er einhver mjög sterk vél,“ sagði Teitur og þeir Hermann Hauksson voru sammála um að ekkert lið myndi vilja mæta Vals þegar kæmi í úrslitakeppnina. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Valsmenn í fallsæti Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, hafði sínar efasemdir um að Valur kæmist hreinlega í úrslitakeppnina, vegna þess hve sterk Bónus-deildin væri í vetur. „Núna reynir rosalega mikið á Finn“ Valsliðið hefur þurft að glíma við ýmislegt á leiktíðinni en fyrir tveimur umferðum sneri þjálfarinn sigursæli Finnur Freyr Stefánsson þó aftur úr veikindaleyfi. „Núna reynir rosalega mikið á Finn,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Finnur er í stöðu sem hann hefur aldrei verið í sem þjálfari. Það eru þjálfarar sem þekkja það alveg að tapa mörgum leikjum í röð, og að sjálfstraustið sé í molum. Ég held að Finnur hafi aldrei átt við það. Hann hefur alltaf verið í toppbaráttunni með mjög góð lið í höndunum.“ „Má segja að Finnur sé Pep Guardiola íslensks körfubolta? Að ganga í gegnum nákvæmlega sömu tíma núna,“ grínaðist Stefán Árni þá en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Valsarar kynntu nýjan mann til leiks í 88-77 sigri gegn Grindavík í VÍS-bikarnum í gær því Svíinn hávaxni Adam Ramstedt er mættur á Hlíðarenda, og hann skoraði 13 stig og tók 9 fráköst. Spennandi verður að sjá Ramstedt með Val í Bónus-deildinni en þar hafa Valsmenn aðeins unnið þrjá leiki til til þessa, og tapað síðustu leikjum gegn Haukum og ÍR. Dagskráin er strembin hjá Val því í næstu leikjum spilar liðið við Grindavík, Tindastól og Stjörnuna. Risastórt verkefni fyrir Val „Við erum með tvo leikmenn í liðinu, Badmus og Kristin Pálsson, sem hafa átt alveg stórkostlega leiki í vetur, en samt sem áður eru þetta bara þrír sigrar. Það er risastórt verkefni fram undan hjá Val,“ sagði Teitur Örlygsson í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þá var enn beðið eftir því að Valsmenn kynntu nýjan leikmann til leiks, sem nú er komið í ljós að er Ramstedt, en Teitur sagði fólki að vera ekki að afskrifa Val. „Þeir eiga eftir að bæta við leikmönnum, vonandi kemur Kristó [Acox] sterkur til baka. Þá horfum við á liðið og sjáum að þetta er einhver mjög sterk vél,“ sagði Teitur og þeir Hermann Hauksson voru sammála um að ekkert lið myndi vilja mæta Vals þegar kæmi í úrslitakeppnina. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Valsmenn í fallsæti Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, hafði sínar efasemdir um að Valur kæmist hreinlega í úrslitakeppnina, vegna þess hve sterk Bónus-deildin væri í vetur. „Núna reynir rosalega mikið á Finn“ Valsliðið hefur þurft að glíma við ýmislegt á leiktíðinni en fyrir tveimur umferðum sneri þjálfarinn sigursæli Finnur Freyr Stefánsson þó aftur úr veikindaleyfi. „Núna reynir rosalega mikið á Finn,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Finnur er í stöðu sem hann hefur aldrei verið í sem þjálfari. Það eru þjálfarar sem þekkja það alveg að tapa mörgum leikjum í röð, og að sjálfstraustið sé í molum. Ég held að Finnur hafi aldrei átt við það. Hann hefur alltaf verið í toppbaráttunni með mjög góð lið í höndunum.“ „Má segja að Finnur sé Pep Guardiola íslensks körfubolta? Að ganga í gegnum nákvæmlega sömu tíma núna,“ grínaðist Stefán Árni þá en brot úr þættinum má sjá hér að ofan.
Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira