Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar 9. desember 2024 08:32 Haustið 2022 byrjaði ég að kenna íslensku sem annað mál í framhaldsskóla í Reykjavík eftir að hafa kennt almenna íslensku í þrjú ár. Ég stökk í þessa kennslu blaut á bak við eyrun og þurfti heldur betur að læra nýja nálgun á kennslu, læra að vera kennari í öðru máli en móðurmáli. Þetta hefur verið mikil áskorun en ótrúlega gefandi á sama tíma. Ég hef fengið til mín nemendur af öllum mögulegum uppruna á ólíkum aldri en flest eru 16-19 ára. Manstu hvernig var að vera 16 ára? Nei, ég efast um að þú munir hvernig það var í raun og veru, það er fátt flóknara en að vera gelgja með öllu sem því fylgir. Það er alþjóðlegt, mennskan er alþjóðleg. Erlendu nemendurnir eru alls konar rétt eins og allir nemendur og það er ekki einfalt að vera í nýju landi með framandi tungu eftir að hafa ferðast um langan veg og jafnvel upplifað miklar hörmungar ofan á þann háska sem fylgir því að vera 16 ára. Kennarastarfið hefur kennt mér að flóra mannfólksins er svo fjölbreytt að ný og óvænt blómategund sprettur iðulega fram í hverjum nemendahóp. Flestir erlendu nemendurnir finna hvað mikið er í húfi að ná tökum á íslenskunni og leggja sig alla fram, þau spyrja af hverju viss orð beygjast í þolfalli en ekki þágufalli og þannig hef ég stöðugt fengið spurningar um íslenskuna sem ég vissi ekki að hægt væri að spyrja. Þau þrá ekkert heitar en að læra að synda í þessari djúpu sundlaug sem íslenskan er. Þau vilja fá vinnu, þau vilja taka þátt, þau vilja sjá fyrir sér og sínum (og gera það reyndar mörg í fullri vinnu með skóla, ef þau finna vinnu, ef þau eru komin með kennitölu) og þau munu vonandi hverfa til frekara náms og/eða alls konar starfa: sjúkraliðar, læknar, pípulagningamenn, bifvélavirkjar, lagerstarfsmenn, rafvirkjar, förðunarfræðingar, kennarar, fatahönnuðir, listamenn, vakstjórar, áhrifavaldar, flugmenn, þingmenn, jútúberar, ráðherrar, forsetar, þjónar… Í haust tók ég að mér að vera umsjónarkennari. Í því fólst að vera með umsjónarhóp í sjö klukkutíma á viku, fara í gönguferðir daglega og kenna þeim í leiðinni um allt sem tengist því að vera í framhaldsskóla og kenna íslensku. Í byrjun annar var nemanda sem hafði verið hér á landi í nokkurn tíma vísað aftur til síns heimalands. Ég skildi ekki í einum kennslutímanum hvað hann virtist leiður og reiður en áttaði mig síðan eftir að hafa fengið fréttirnar, ég var að hvetja hann til að læra íslensku þegar hann var að fara að yfirgefa landið til frambúðar. Fyrirvarinn var stuttur og hann fór úr landi. Um svipað leyti var í fjölmiðlum sagt frá alþjóðlegri svartri skýrslu um ástand mála í þessu sama landi. Á síðustu önn fékk annar nemandi, samlandi hans, brottvísun en biðin var löng. Hún hélst samt áfram að mæta en gaf skít í verkefnaskil (eðlilega) en tók próf og brilleraði á þeim. Biðin reyndist löng en svo fór hún úr landi. Í vikunni frétti ég af enn annarri brottvísuninni. Í þetta skipti er verið að senda nemanda aftur til síns nágrannaríkis. Hann hefur lagt mikið á sig. Hann hefur tekið stórtækum framförum í íslensku, skilað verkefnum og leyst próf upp á tveggja stafa tölu. Auk tímanna með mér hefur hann setið tvo aðra áfanga í íslensku þannig að í hverri vikur hefur hann lært íslensku í 15 klst. og í heila önn (hann hætti ekkert að mæta þegar fréttirnar bárust) sem gerir 16 vikur og þá eru þetta 240 klukkutímar sem kennarar hafa kennt og hann hefur lært að segja nafnið sitt, hvað hann er gamall, hvaðan hann kemur, hve lengi hann hefur búið að Íslandi, hvað fötin heita sem hann er í, litina á fötunum, nöfn á líkamspörtum, hvernig herbergið hans er, íbúðin og nöfnin á herbergjum og húsgögnum, tölustafina, orð sem tengjast veðri og tilfinningum, algengustu sagnir í nútíð og þátíð, helstu kennileiti í Reykjavík, helstu kennileiti á Íslandi, orð sem tengjast ferðalögum og farartækjum, hann hefur hlustað á íslenska tónlist, lesið texta, skrifað hundruði jafnvel þúsundir orða á íslensku svo fátt eitt sé nefnt. Hann ætlar að verða hagfræðingur og eina sem ég get vonað er að þessi stutti tími á Íslandi hafi gefið honum eitthvað örlítið, einhverja reynslu sem hann mun búa að því að á meðan hann lærði sundtökin í íslenskunni af ótrúlegri seiglu (til einskis) þá var hann ekki að læra móðurmálið sitt, þá var hann ekki að halda áfram með námið sitt í sínu heimalandi (þar er jú enn verið að varpa sprengjum). Ég skil ekki útlendingalögin og sé ekkert gott við þessar brottvísanir sem ég hef fengið að horfa upp á hjá mínum nemendum. Fleiri nemendur eiga þetta stöðugt yfir höfði sér, þau horfa upp á brottvísun félaga sinna, þau gætu þurft að fara á næstunni og þegar það gerist verða þau mörg orðin altalandi á íslensku. Á Grikklandi, í Póllandi og Venezúela og mörgum öðrum löndum búa núna fjöldi ungmenna sem kunna mismikla íslensku en hún mun vonandi gleymast hratt því mannúðin brást. Þau mun þurfa að læra aðra hluti og vonandi lifa þau af og gott betur. Brottvísanir sem þessar eru smánarblettur og ljótustu ólög sem smíðuð hafa verið. Höfundur er íslenskukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Skóla- og menntamál Hælisleitendur Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Haustið 2022 byrjaði ég að kenna íslensku sem annað mál í framhaldsskóla í Reykjavík eftir að hafa kennt almenna íslensku í þrjú ár. Ég stökk í þessa kennslu blaut á bak við eyrun og þurfti heldur betur að læra nýja nálgun á kennslu, læra að vera kennari í öðru máli en móðurmáli. Þetta hefur verið mikil áskorun en ótrúlega gefandi á sama tíma. Ég hef fengið til mín nemendur af öllum mögulegum uppruna á ólíkum aldri en flest eru 16-19 ára. Manstu hvernig var að vera 16 ára? Nei, ég efast um að þú munir hvernig það var í raun og veru, það er fátt flóknara en að vera gelgja með öllu sem því fylgir. Það er alþjóðlegt, mennskan er alþjóðleg. Erlendu nemendurnir eru alls konar rétt eins og allir nemendur og það er ekki einfalt að vera í nýju landi með framandi tungu eftir að hafa ferðast um langan veg og jafnvel upplifað miklar hörmungar ofan á þann háska sem fylgir því að vera 16 ára. Kennarastarfið hefur kennt mér að flóra mannfólksins er svo fjölbreytt að ný og óvænt blómategund sprettur iðulega fram í hverjum nemendahóp. Flestir erlendu nemendurnir finna hvað mikið er í húfi að ná tökum á íslenskunni og leggja sig alla fram, þau spyrja af hverju viss orð beygjast í þolfalli en ekki þágufalli og þannig hef ég stöðugt fengið spurningar um íslenskuna sem ég vissi ekki að hægt væri að spyrja. Þau þrá ekkert heitar en að læra að synda í þessari djúpu sundlaug sem íslenskan er. Þau vilja fá vinnu, þau vilja taka þátt, þau vilja sjá fyrir sér og sínum (og gera það reyndar mörg í fullri vinnu með skóla, ef þau finna vinnu, ef þau eru komin með kennitölu) og þau munu vonandi hverfa til frekara náms og/eða alls konar starfa: sjúkraliðar, læknar, pípulagningamenn, bifvélavirkjar, lagerstarfsmenn, rafvirkjar, förðunarfræðingar, kennarar, fatahönnuðir, listamenn, vakstjórar, áhrifavaldar, flugmenn, þingmenn, jútúberar, ráðherrar, forsetar, þjónar… Í haust tók ég að mér að vera umsjónarkennari. Í því fólst að vera með umsjónarhóp í sjö klukkutíma á viku, fara í gönguferðir daglega og kenna þeim í leiðinni um allt sem tengist því að vera í framhaldsskóla og kenna íslensku. Í byrjun annar var nemanda sem hafði verið hér á landi í nokkurn tíma vísað aftur til síns heimalands. Ég skildi ekki í einum kennslutímanum hvað hann virtist leiður og reiður en áttaði mig síðan eftir að hafa fengið fréttirnar, ég var að hvetja hann til að læra íslensku þegar hann var að fara að yfirgefa landið til frambúðar. Fyrirvarinn var stuttur og hann fór úr landi. Um svipað leyti var í fjölmiðlum sagt frá alþjóðlegri svartri skýrslu um ástand mála í þessu sama landi. Á síðustu önn fékk annar nemandi, samlandi hans, brottvísun en biðin var löng. Hún hélst samt áfram að mæta en gaf skít í verkefnaskil (eðlilega) en tók próf og brilleraði á þeim. Biðin reyndist löng en svo fór hún úr landi. Í vikunni frétti ég af enn annarri brottvísuninni. Í þetta skipti er verið að senda nemanda aftur til síns nágrannaríkis. Hann hefur lagt mikið á sig. Hann hefur tekið stórtækum framförum í íslensku, skilað verkefnum og leyst próf upp á tveggja stafa tölu. Auk tímanna með mér hefur hann setið tvo aðra áfanga í íslensku þannig að í hverri vikur hefur hann lært íslensku í 15 klst. og í heila önn (hann hætti ekkert að mæta þegar fréttirnar bárust) sem gerir 16 vikur og þá eru þetta 240 klukkutímar sem kennarar hafa kennt og hann hefur lært að segja nafnið sitt, hvað hann er gamall, hvaðan hann kemur, hve lengi hann hefur búið að Íslandi, hvað fötin heita sem hann er í, litina á fötunum, nöfn á líkamspörtum, hvernig herbergið hans er, íbúðin og nöfnin á herbergjum og húsgögnum, tölustafina, orð sem tengjast veðri og tilfinningum, algengustu sagnir í nútíð og þátíð, helstu kennileiti í Reykjavík, helstu kennileiti á Íslandi, orð sem tengjast ferðalögum og farartækjum, hann hefur hlustað á íslenska tónlist, lesið texta, skrifað hundruði jafnvel þúsundir orða á íslensku svo fátt eitt sé nefnt. Hann ætlar að verða hagfræðingur og eina sem ég get vonað er að þessi stutti tími á Íslandi hafi gefið honum eitthvað örlítið, einhverja reynslu sem hann mun búa að því að á meðan hann lærði sundtökin í íslenskunni af ótrúlegri seiglu (til einskis) þá var hann ekki að læra móðurmálið sitt, þá var hann ekki að halda áfram með námið sitt í sínu heimalandi (þar er jú enn verið að varpa sprengjum). Ég skil ekki útlendingalögin og sé ekkert gott við þessar brottvísanir sem ég hef fengið að horfa upp á hjá mínum nemendum. Fleiri nemendur eiga þetta stöðugt yfir höfði sér, þau horfa upp á brottvísun félaga sinna, þau gætu þurft að fara á næstunni og þegar það gerist verða þau mörg orðin altalandi á íslensku. Á Grikklandi, í Póllandi og Venezúela og mörgum öðrum löndum búa núna fjöldi ungmenna sem kunna mismikla íslensku en hún mun vonandi gleymast hratt því mannúðin brást. Þau mun þurfa að læra aðra hluti og vonandi lifa þau af og gott betur. Brottvísanir sem þessar eru smánarblettur og ljótustu ólög sem smíðuð hafa verið. Höfundur er íslenskukennari.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun