Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir, Elíza Geirsdóttir Newman, Helga Ragnarsdóttir, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Lára Rúnarsdóttir, Lilja Sól Helgadóttir, Sóley Stefánsdóttir og Steinunn Camilla Stones skrifa 6. desember 2024 13:31 Í vikunni birti mbl.is frétt um streymistölur íslendinga á veitunni Spotify fyrir árið 2024. Í fréttaflutningnum þótti okkur blaðamann skorta heildræna sýn á kynjamál í tónlistarbransanum og stilla upp ansi dapurlegri mynd. Rannsóknir sýna að konur njóta tónlistar eftir konur og karla en karlar hlusta mest á aðra karla. Það er rótgróið í ríkjandi kynjakerfi að það sem þykir „kvenlegt“ eða „stelpulegt“ sé síðra í menningu drengja og karla. Þar liggur potturinn grafinn. Hinn stjórnsami Algor Rytmi, sem ræður neyslu okkar í dag og tekur mið af því sem við hlustum á eða gætum haft áhuga á út frá kyni og aldri, hlýtur að hafa áttað sig á því sem rannsóknir sýna. Hann matar konur af tónlist eftir bæði konur og karla en matar karla mest af tónlist eftir karla (í meira mæli – ekki í öllum mæli). Þegar mbl.is slengir fram þessari staðreynd án þess að velta því upp hvað veldur og lætur þar með lesandann fylla inn í eyðurnar, þá getur kona túlkað það sem svo að fólk hafi ekki áhuga á að hlusta á íslenskar tónlistarkonur, konur þurfi bara að gera betur og að ekki einu sinni Laufey – sem á að þykja svo góð – kemst á lista. Miðað við tölfræði frá streymisveitum um hlustendavenjur eiga konur miklu erfiðara með að ná í gegn þar sem þær ná eingöngu til eyrna tæplega helmings mannkyns. Á meðan eiga starfsbræður þeirra greiðari leið að eyrum allra, óháð kyni. Og hvað meinar höfundur með setningunni: „Það er þó óljóst hvort Birnir eða Bríet eigi í raun sætið“ Tónlistarkonur eru ekki „bara“ söngkonur þó að söngkonur séu snilld. Höfundur endar greinina á: Fleiri íslenskar söngkonur er ekki að finna á listanum. En nákvæmlega þetta hefur verið eitt af baráttumálum kvenna í tónlist í fjölda ára. Við erum tónlistarkonur og innan okkar raða eru lagahöfundar, textahöfundar, upptökustjórar, söngkonur, rapparar, hljóðfæraleikarar, dj-ar osfrv. Konurnar sem að höfundur tilgreinir í pistlinum, Bríet og GDRN eru báðar laga- og textahöfundar og titlast því báðar sem tónlistarkonur. Nýverið kynnti KÍTÓN, félag kvenna, kynsegin og transfólks í tónlist, frumraun sína í lagalistagerð með frábærum Spotify-lista af 30 íslenskum jólalögum eftir um 40 frábærar íslenskar tónlistarkonur! Tilgangur verkefnisins er að lyfta kvenhöfundum þar sem eitt af meginmarkmiðum KÍTÓN er að leiðrétta skekkju á höfundarréttartekjum. Við mælum með að rúlla listanum á aðventunni og njóta þess hvað við eigum frábæra kven laga- og textasmiði. Fyrir þá sem vilja velja sér lagalista í stað þess að láta mata sig. https://open.spotify.com/playlist/2zHX5UI29kHonUg3QLCfyV?si=531173156ae24054 Virðingarfyllst, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Elíza Geirsdóttir Newman, Helga Ragnarsdóttir, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Lára Rúnarsdóttir, Lilja Sól Helgadóttir, Sóley Stefánsdóttir og Steinunn Camilla Stones. Höfundar skipa stjórn KÍTÓN - félag kvenna, kynsegin og transfólks í tónlist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Í vikunni birti mbl.is frétt um streymistölur íslendinga á veitunni Spotify fyrir árið 2024. Í fréttaflutningnum þótti okkur blaðamann skorta heildræna sýn á kynjamál í tónlistarbransanum og stilla upp ansi dapurlegri mynd. Rannsóknir sýna að konur njóta tónlistar eftir konur og karla en karlar hlusta mest á aðra karla. Það er rótgróið í ríkjandi kynjakerfi að það sem þykir „kvenlegt“ eða „stelpulegt“ sé síðra í menningu drengja og karla. Þar liggur potturinn grafinn. Hinn stjórnsami Algor Rytmi, sem ræður neyslu okkar í dag og tekur mið af því sem við hlustum á eða gætum haft áhuga á út frá kyni og aldri, hlýtur að hafa áttað sig á því sem rannsóknir sýna. Hann matar konur af tónlist eftir bæði konur og karla en matar karla mest af tónlist eftir karla (í meira mæli – ekki í öllum mæli). Þegar mbl.is slengir fram þessari staðreynd án þess að velta því upp hvað veldur og lætur þar með lesandann fylla inn í eyðurnar, þá getur kona túlkað það sem svo að fólk hafi ekki áhuga á að hlusta á íslenskar tónlistarkonur, konur þurfi bara að gera betur og að ekki einu sinni Laufey – sem á að þykja svo góð – kemst á lista. Miðað við tölfræði frá streymisveitum um hlustendavenjur eiga konur miklu erfiðara með að ná í gegn þar sem þær ná eingöngu til eyrna tæplega helmings mannkyns. Á meðan eiga starfsbræður þeirra greiðari leið að eyrum allra, óháð kyni. Og hvað meinar höfundur með setningunni: „Það er þó óljóst hvort Birnir eða Bríet eigi í raun sætið“ Tónlistarkonur eru ekki „bara“ söngkonur þó að söngkonur séu snilld. Höfundur endar greinina á: Fleiri íslenskar söngkonur er ekki að finna á listanum. En nákvæmlega þetta hefur verið eitt af baráttumálum kvenna í tónlist í fjölda ára. Við erum tónlistarkonur og innan okkar raða eru lagahöfundar, textahöfundar, upptökustjórar, söngkonur, rapparar, hljóðfæraleikarar, dj-ar osfrv. Konurnar sem að höfundur tilgreinir í pistlinum, Bríet og GDRN eru báðar laga- og textahöfundar og titlast því báðar sem tónlistarkonur. Nýverið kynnti KÍTÓN, félag kvenna, kynsegin og transfólks í tónlist, frumraun sína í lagalistagerð með frábærum Spotify-lista af 30 íslenskum jólalögum eftir um 40 frábærar íslenskar tónlistarkonur! Tilgangur verkefnisins er að lyfta kvenhöfundum þar sem eitt af meginmarkmiðum KÍTÓN er að leiðrétta skekkju á höfundarréttartekjum. Við mælum með að rúlla listanum á aðventunni og njóta þess hvað við eigum frábæra kven laga- og textasmiði. Fyrir þá sem vilja velja sér lagalista í stað þess að láta mata sig. https://open.spotify.com/playlist/2zHX5UI29kHonUg3QLCfyV?si=531173156ae24054 Virðingarfyllst, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Elíza Geirsdóttir Newman, Helga Ragnarsdóttir, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Lára Rúnarsdóttir, Lilja Sól Helgadóttir, Sóley Stefánsdóttir og Steinunn Camilla Stones. Höfundar skipa stjórn KÍTÓN - félag kvenna, kynsegin og transfólks í tónlist.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun