„Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2024 21:41 Berglind Þorsteinsdóttir átti stóran þátt í fyrsta stórmótasigri Íslands. Vísir/Viktor Freyr „Vá. Geggjað að vera partur af þessu og ótrúlega gaman að klára þetta,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir innt eftir viðbrögðum við fyrsta stórmótasigri íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Varnarvinna hennar spilaði stóran þátt í 27-24 sigri gegn Úkraínu á Evrópumótinu. „Við horfðum algjörlega á þennan leik fyrir mót og ætluðum alltaf að taka hann. Og eftir frábæran síðasta leik vorum við alveg klárar á því að við gætum þetta. Lögðum bara allt í þetta,“ hélt hún svo áfram. Erfitt að spila heilan hálfleik sex á sjö Ísland var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og útlit var fyrir stórsigur en Úkraínu veitti meiri mótspyrnu í seinni hálfleik, án þess þó að komast alveg upp að íslenska liðinu. „Seinni hálfleikur var aðeins of spennandi, svolítið erfitt að spila sjö á móti sex í heilan hálfleik. Það var smá kúnst en við náðum að klára þetta vel. Þó þetta hafi alveg verið smá óþægilegt.“ Gaman í vörninni Berglind hafði mikið að gera allan leikinn og þurfti að glíma við gríðarlega stóra og sterka leikmenn. „Þær eru lúmskar. Sérstaklega línumaðurinn, hún er alveg nautsterk.“ Hún hafði einnig það hlutverk, þegar Ísland fór í 5—1 vörn, að stíga upp og trufla sendingarleiðirnar. „Mér finnst það ótrúlega gaman. Maður er svona aðeins að stríða þeim en má samt ekki brjóta. Maður er svona að veiða þær í færin sem maður vill fá þær í. Mér finnst það mjög gaman en það er svolítið öðruvísi að vera þar, veit stundum ekki alveg hvar ég á að standa.“ Geta alveg staðið í Þjóðverjum Framundan er úrslitaleikur um sæti í milliriðli gegn Þýskalandi á þriðjudag og Berglind er bjartsýn. „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum. Já, ég hef fulla trú á okkur í þeim leik,“ sagði hún að lokum. Klippa: Berglind Þorsteinsdóttir eftir fyrsta stórmótasigur Íslands Viðtalið við Berglindi, sem Valur Páll Eiríksson tók, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Sjá meira
„Við horfðum algjörlega á þennan leik fyrir mót og ætluðum alltaf að taka hann. Og eftir frábæran síðasta leik vorum við alveg klárar á því að við gætum þetta. Lögðum bara allt í þetta,“ hélt hún svo áfram. Erfitt að spila heilan hálfleik sex á sjö Ísland var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og útlit var fyrir stórsigur en Úkraínu veitti meiri mótspyrnu í seinni hálfleik, án þess þó að komast alveg upp að íslenska liðinu. „Seinni hálfleikur var aðeins of spennandi, svolítið erfitt að spila sjö á móti sex í heilan hálfleik. Það var smá kúnst en við náðum að klára þetta vel. Þó þetta hafi alveg verið smá óþægilegt.“ Gaman í vörninni Berglind hafði mikið að gera allan leikinn og þurfti að glíma við gríðarlega stóra og sterka leikmenn. „Þær eru lúmskar. Sérstaklega línumaðurinn, hún er alveg nautsterk.“ Hún hafði einnig það hlutverk, þegar Ísland fór í 5—1 vörn, að stíga upp og trufla sendingarleiðirnar. „Mér finnst það ótrúlega gaman. Maður er svona aðeins að stríða þeim en má samt ekki brjóta. Maður er svona að veiða þær í færin sem maður vill fá þær í. Mér finnst það mjög gaman en það er svolítið öðruvísi að vera þar, veit stundum ekki alveg hvar ég á að standa.“ Geta alveg staðið í Þjóðverjum Framundan er úrslitaleikur um sæti í milliriðli gegn Þýskalandi á þriðjudag og Berglind er bjartsýn. „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum. Já, ég hef fulla trú á okkur í þeim leik,“ sagði hún að lokum. Klippa: Berglind Þorsteinsdóttir eftir fyrsta stórmótasigur Íslands Viðtalið við Berglindi, sem Valur Páll Eiríksson tók, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Sjá meira