Samingur Elvars nær frá 1 júlí 2025 til 30. júní 2028. Magdeburg staðfestir þetta á miðlum sínum í dag.
Elvar Örn er 27 ára gamall og hefur undanfarin þrjú ár spilað með þýska liðinu MT Melsungen. Hann er að gera góða hluti og er sérstaklega öflugur í varnarleiknum.
Elvar er Selfyssingur og byrjaði atvinnumennsku sína hjá danska félaginu Skjern þar sem hann spilaði frá 2019 til 2021. Yfirgaf Íslands sem Íslandsmeistari og er nú enn að komast í sterkari lið.
Magdeburg er mikið Íslendingalið því þar spila í dag landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Öll útilína íslenska landsliðsins er því komin til félagsins.
Í gegnum tíðina hafa fleiri Íslendingar spilar með Magdeburg við góðan orðstír. Ólafur Stefánsson stendur það fremstur en þeir eru fleiri.
SC Magdeburg verpflichtet Elvar Örn Jonsson ✍️
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) November 30, 2024
Der Rückraumspieler hat einen Vertrag unterzeichnet, der vom 1. Juli 2025 bis zum 30. Juni 2028 läuft.
Herzlich willkommen beim SC Magdeburg, Elvar! 💚❤️
Zur News ➡️ https://t.co/gCkwYJUtYv
_____#SCMHUJA I 📷 Alibek Käsler pic.twitter.com/28GMJtSjdf