Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 30. nóvember 2024 07:10 Kjörtímabilið sem lýkur nú í dag, hefur ekki alltaf verði mér einhver gleðiganga eða dans á rósum. Ég var einn af mörgum efasemdamönnum um það stjórnarsamstarf sem slitið var fyrir stuttu og boðað til þeirra kosninga sem við göngum til nú í dag. Ég gat þó ekki frekar en aðrir afneitað því sem kom uppúr kjörkössunum í þingkosningunum haustið 2021 og þeirri stöðu sem komin var upp að þeim loknum Miklar málamiðlanir eru ekki efstar á óskalista flokks, sem að ná vill árangri í því sem hann hefur trú á. En örlögin skapa þó oftar en ekki þá stöðu að málamiðlanir eru nauðsynlegar til þess að ná árangri og rík ábyrgð flokks sem vill vera tekinn alvarlega að taka slíkri áskorun, þó ekki skapi sú ákvörðun ánægju eða vinsældir. Í þessu umhverfi átaka og málamiðlana hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð árangri í flestum ef ekki öllum þeim málaflokkum sem hann hefur farið með á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Nægir þar að nefna að rofin hefur verið kyrrstaða í orkumálum þjóðarinnar, rammaáætlun sem lá óhreyfð í níu ár, loks samþykkt og framkvæmdir hafnar eða við það að hefjast á virkjunum sem í nýtingarflokki þeirrar rammaáætlunar. Hafin var loks leit, sem strax hefur skilað góðum árangri, að heitu vatni, eftir tuttugu ára hlé. Ýmis önnur frumvörp á sviði orkumála, sem auðvelda orkuöflun samþykkt og stofnanaumgjörð leyfisveitinga einfölduð og stórbætt. Eftir áralanga baráttu flokksins í hælisleitendamálum, hefur loks náðst árangur og tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd hefur snarfækkað. Enn er þó nóg eftir til þess að staðan verði ásættanleg og engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum betur til þess treyst að leiða þau mál til lykta sem ljúka þarf í málaflokknum. Náðst hefur undraverður árangur í nýsköpun undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur undir stjórn flokksins lagaumhverfi nýsköpunnar verið sniðin á þann hátt að greinin hefur náð að vaxa vel umfram það sem bjartsýnustu menn leyfðu sér að dreyma um. Stefnir nú hugverkaiðnaðurinn hraðbyri að því að verða stærsta útfluttningsstoð þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, talar fyrir stefnu í málefnum háskólanna sem styður þá í því að mennta sem flesta í tækni og heilbrigðisgreinum til þess að geta staðið undir þeirri þróun og nýsköpun sem hafin er fyrir löngu á sviði tækni og í heilbrigðismála. Þrátt fyrir að hér hafi um hafi skeið, í kjölfar heimsfaraldurs riðið yfir bylgja verðbólgu og hárra vaxta, þá hefur á vakt Sjálfstæðisflokksins tekist að kveða niður verðbólgudrauginn og vextir farnir að lækka að nýju. Heimilum og fyrirtækjum í landinu til hagsbóta. Engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum, hefði ég treyst til þess að ná þeim árangri sem getið er hér að ofan. Og engum öðrum flokki treysti ég til þess að leiða þjóðina áfram á braut aukinnar verðmætasköpunnar, hagsældar og vaxtar. Þess vegna kýs ég í dag Sjálfstæðisflokkinn. Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann einn flokka hefur sett fram raunhæfa stefnu, sem hefur sannað sig í tæplega öld að virkar, um það hvernig við getum öll í sameiningu gert lífið enn betra með meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Kjörtímabilið sem lýkur nú í dag, hefur ekki alltaf verði mér einhver gleðiganga eða dans á rósum. Ég var einn af mörgum efasemdamönnum um það stjórnarsamstarf sem slitið var fyrir stuttu og boðað til þeirra kosninga sem við göngum til nú í dag. Ég gat þó ekki frekar en aðrir afneitað því sem kom uppúr kjörkössunum í þingkosningunum haustið 2021 og þeirri stöðu sem komin var upp að þeim loknum Miklar málamiðlanir eru ekki efstar á óskalista flokks, sem að ná vill árangri í því sem hann hefur trú á. En örlögin skapa þó oftar en ekki þá stöðu að málamiðlanir eru nauðsynlegar til þess að ná árangri og rík ábyrgð flokks sem vill vera tekinn alvarlega að taka slíkri áskorun, þó ekki skapi sú ákvörðun ánægju eða vinsældir. Í þessu umhverfi átaka og málamiðlana hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð árangri í flestum ef ekki öllum þeim málaflokkum sem hann hefur farið með á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Nægir þar að nefna að rofin hefur verið kyrrstaða í orkumálum þjóðarinnar, rammaáætlun sem lá óhreyfð í níu ár, loks samþykkt og framkvæmdir hafnar eða við það að hefjast á virkjunum sem í nýtingarflokki þeirrar rammaáætlunar. Hafin var loks leit, sem strax hefur skilað góðum árangri, að heitu vatni, eftir tuttugu ára hlé. Ýmis önnur frumvörp á sviði orkumála, sem auðvelda orkuöflun samþykkt og stofnanaumgjörð leyfisveitinga einfölduð og stórbætt. Eftir áralanga baráttu flokksins í hælisleitendamálum, hefur loks náðst árangur og tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd hefur snarfækkað. Enn er þó nóg eftir til þess að staðan verði ásættanleg og engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum betur til þess treyst að leiða þau mál til lykta sem ljúka þarf í málaflokknum. Náðst hefur undraverður árangur í nýsköpun undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur undir stjórn flokksins lagaumhverfi nýsköpunnar verið sniðin á þann hátt að greinin hefur náð að vaxa vel umfram það sem bjartsýnustu menn leyfðu sér að dreyma um. Stefnir nú hugverkaiðnaðurinn hraðbyri að því að verða stærsta útfluttningsstoð þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, talar fyrir stefnu í málefnum háskólanna sem styður þá í því að mennta sem flesta í tækni og heilbrigðisgreinum til þess að geta staðið undir þeirri þróun og nýsköpun sem hafin er fyrir löngu á sviði tækni og í heilbrigðismála. Þrátt fyrir að hér hafi um hafi skeið, í kjölfar heimsfaraldurs riðið yfir bylgja verðbólgu og hárra vaxta, þá hefur á vakt Sjálfstæðisflokksins tekist að kveða niður verðbólgudrauginn og vextir farnir að lækka að nýju. Heimilum og fyrirtækjum í landinu til hagsbóta. Engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum, hefði ég treyst til þess að ná þeim árangri sem getið er hér að ofan. Og engum öðrum flokki treysti ég til þess að leiða þjóðina áfram á braut aukinnar verðmætasköpunnar, hagsældar og vaxtar. Þess vegna kýs ég í dag Sjálfstæðisflokkinn. Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann einn flokka hefur sett fram raunhæfa stefnu, sem hefur sannað sig í tæplega öld að virkar, um það hvernig við getum öll í sameiningu gert lífið enn betra með meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar