Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 29. nóvember 2024 13:02 Það er átakanlegt að hlusta á kappræður fjölmiðla og fullyrðingar stjórnmálaflokka um húsnæðismál. Þar sem flokkar ýmist fyrra sig ábyrgð eða kenna öðru um það neyðarástand sem hér ríkir í húsnæðismálum. Stjórnmálin bera alla ábyrgð! Í málflutningi Samfylkingarinnar er skuldinni skelt á mikinn kostnað sem sveitarfélögin bera við að brjóta nýtt land og byggja upp hverfi og innviði sem þeim fylgja. Framsókn segir að nóg hafi verið byggt en okkur hafi fjölgað of mikið, og kemur einnig inn á málefni Grindvíkinga í því samhengi. Skellir fram tölum um uppbyggingu síðustu ára sem standast ekki skoðun. Píratar, sem fara með skipulagsmál í Reykjavík, tala um að fólkið eigi að ráða og mikilvægt sé að hlusta. Viðreisn segist hafa heyrt í verktökum og kennir háum vöxtum og verðbólgu um að ekki sé nægilega byggt og vill aðhald í ríkisrekstri, selja bankana og ríkiseignir til að greiða niður skuldir, til að ná niður vöxtum og verðbólgu svo hægt sé að byggja meira. Sjálfstæðisflokkurinn talar um að brjóta þurfi nýtt land til að byggja meira, sem er hin raunverulega lausn. Þetta er sami flokkurinn og stjórnar stærstu sveitarfélögum utan Reykjavíkur, Sveitarfélögum sem selja lóðir hæstbjóðendum eða koma þeim í aðrar hendur en þeirra sem vilja byggja hagkvæmt og láta fólkið njóta ávinnings af því. Svörin. Varðandi fullyrðingu Samfylkingarinnar höfum við sem stýrum húsnæðisfélögum ASÍ og BSRB, Bjargs og Blæ, ítrekað komið fram með hugmyndir og beinar tillögur um fjármögnun innviða í gegnum sérstakan innviðasjóð til að hlífa borginni og öðrum sveitarfélögum við þeim áhrifum sem aukinn kostnaður vegna innnviðauppbyggingar hefur á skuldahlutföll sveitarfélaga. Á okkur er hinsvegar ekki hlustað. Niðurstaðan er að einungis eru byggðar rándýrar íbúðir á þéttingareitum sem venjulegt fólk hefur ekki efni á að kaupa né leigja. Það eru ekki ásættanleg rök fyrir því neyðarástandi sem nú er á húsnæðismarkaði að hafa staðið sig best af þeim sem hafa staðið sig verst. Við höfum AÐEINS byggt tæplega 1.300 hagkvæmar íbúðir nú þegar. Öll okkar verkefni hafa verið á kostnaðar og tímaáætlun sem er fáheyrt í íslenskra byggingarsögu. Væri því ekki nær að treysta okkur fyrir byggingu annara innviða sem undantekningarlaust fara langt fram úr öllum áætlunum? Við höfum einnig kynnt þessar hugmyndir fyrir Pírötum og þeim flokkum sem stjórna borginni og öðrum sveitarfélögum. Það var ekki til marks um að Píratar hlusti á fólkið eftir íbúafund í Grafarvogi þar sem stefnt var að uppbyggingu 600 íbúða í grónu úthverfi. Það er ekki okkar upplifun að Píratar hlusti eða hafi skilning á hrikalegri stöðu eftir viðbrögðin sem við höfum fengið við hugmyndum Bjargs og Blævar að uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði. Sama má segja um Framsókn því það hefur legið fyrir árum saman í hvað stefnir og þótt okkur hafi fjölgað meira en gert var ráð fyrir hefur bygging íbúða ekki haldið í við þörf eða unnið niður uppsafnaða þörf. Við erum að fara í þveröfuga átt því uppbygging íbúða er að dragast saman. Varðandi Grindavíkuráhrifin buðu Bjarg og Blær fram uppbyggingu, óhagnaðardrifið, á 280 (Modular) íbúðum á aðeins 8 mánuðum. Vandað húsnæði sem við höfum byggt og þróað með SG-húsum á Selfossi. Ári eftir að við kynntum þessar hugmyndir fyrir ráðherrum og sveitarfélögum höfum við enn ekki fengið viðbrögð. Við værum búinn að afhenta þessar íbúðir í dag ef á okkur hefði verið hlustað. Til að svara Viðreisn þá höfum við í Bjargi og Blæ byggt tæplega 1.300 hagkvæmar íbúðir. Við höfum á hverjum tíma, frá stofnun, verið með um 200 til 300 íbúðir í byggingu en eru aðeins rúmlega 70 í dag. Ekki vegna hárra vaxta, eða verðbólgu, heldur vegna þess að við fáum ekki byggingarhæfar lóðir. Lóðir á verðum sem gera okkur kleyft að byggja hagkvæmt. Við erum ekki að nýta þá stofnstyrki sem ríkið hefur laggt fram vegna þessa. Og verktakarnir sem eiga lóðir sem hafa gengið kaupum og sölum á markaði selja ekki þær íbúðir lengur sem eru á uppsprengdu verði. Háir vextir og verðbólga hjálpar svo sannarlega ekki til en kemur alls ekki í veg fyrir það að hér sé hægt að byggja. Og byggja hagkvæmt! Sjálfstæðisflokkurinn skilur þennan vanda en er honum treystandi fyrir því að leysa hann án þess að það snúist á endanum um bitlinga til velunnara flokksins eða vildarvina hans, sem virðist vera raunin frekar en hitt þegar við fáum varla fundi eða svör við tölvupóstum sem sendir er til sveitarfélaga undir hans stjórn? Það jákvæða er þó að nokkrir flokkanna hafa tekið inn í stefnu sínar skammtímalausnir sem kynntar voru af verkalýðshreyingunni fyrir sömu flokkum. Lausnir er snúa að skammtímauppbyggingu húsnæðis, takmarkanir á leigu til ferðamanna og aðgerðir til að verja leigjendur. Framsókn er reyndar loksins farin að tala um nýtt húsnæðislánakerfi en það lýtur því miður út fyrir að það sé gert til að ná eyrum kjósenda rétt fyrir kosningar, því hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar um nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd hafa verið baráttumál okkar frá árinu 2012. Lausnir Flokks Fólksins byggja alfarið á vinnu húsnæðisnefndar ASÍ. Lausnin er að allir flokkar sameinist um þessar hugmyndir svo hægt verði að taka á því ófremdar ástandi á húsnæðismarkaði og ömurlegri framtíðarsýn sem við höfum skapað ungu fólki og fjölskyldum með þeirri kyrrstöðu sem stjórmálin hafa alfarið skapað á húsnæðis og lánamarkaði. Lausnirnar eru sem hér segir: Bráðaaðgerðir Til að mæta bráðum skorti á húsnæði verði heimilt að byggja upp tímabundnar húsnæðiseiningar á dýrum þróunarsvæðum. Skammtímaútleiga húsnæðis til ferðamanna verði takmörkuð og regluverk um gististarfsemi í fjölbýlishúsum verði skýrt. Aukið framboð húsnæðis Ríki og sveitarfélög hlutist strax um að stórauka lóðaframboð og brotið verði nýtt land. Horft verði til þess að hraða uppbyggingu Keldnaholts, Blikastaðarlands og Úlfarsárdal en unnt væri að byggja þar um 18.000 íbúðir á næstu árum. Skipaður verði átakshópur um stórfellda uppbyggingu húsnæðis og verkefnisstjórn mynduð til að fylgja eftir og samræma aðgerðir ríkis og sveitarfélaga 35% nýbygginga séu á viðráðanlegu verði þar af 5% félagslegt – þetta verði áréttað Stofnframlög tryggð og stóraukin til að viðhalda og stórauka uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis. Hraðað verði gerð rammasamkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um íbúðaruppbyggingu. Lagaumhverfi byggingasamvinnufélaga verði endurskoðað. Breyta þarf lögum um fjármögnun og reglum og innlausn íbúða byggingasamvinnu félaga. Tryggt verði að skipulagsvinnu verði flýtt og sérstakur átakshópur verði settur á vettvangi sveitarfélaga sem tryggi framgang verkefna og komi í veg fyrir tafir vegna skipulagsmála. Heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga í íbúðahúsnæði verði rýmkaðar í 100% eignarhlut. Uppbygging á eignaíbúðakerfi á félagslegum grunni: Unnið verði að uppbyggingu að nýju eignaíbúðakerfi á félagslegum grunni. Þarf verði horft sérstaklega til norska félagsins OBOS. Félagsaðild - íbúðir á viðráðanlegra verði Val um eign að fullu eða 50-90% eignahlutur – hlutdeildareign/leiga Forkaupsréttur á húsnæðinu með skilyrðum Aðkoma lífeyrissjóða er æskileg Enn frekari útvíkkun hlutdeildarlána að skoskri fyrirmynd Nýtt húsnæðislánakerfi á Íslandi Markmiðið verði að bjóða upp á hagstæð húsnæðislán þar sem fyrirsjáanleiki og sveigjanleiki lántaka er tryggður. Fjármögnun kerfisins verði þannig að álag á grunnvexti verði sem lægst og gagnsætt. Stefnt að því að taka upp húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. Með danska kerfinu er hægt að taka óverðtryggð lán með föstum vöxtum til allt að 30 ára Gegnsæi í verðlagningu þannig að lánveitendum verði skylt að birta álag á lánum frá grunnvöxtum eins og það er þegar lánveiting á sér stað. Megin veðsetningarhlutfall verði 80% í stað 70% þannig er hægt að lækka lánakjör á viðbótarlánum. Samhliða verði óheimilt að veita verðtryggð lán til neytenda. Fjármögnun íbúðalánakerfisins verði í gegnum sértryggða stóra skuldabréfaflokka þar sem margir lánveitendur geta selt lán inn í flokkana. Með því er tryggt meira framboð sem tryggir dýpri markað sem ætti að tryggja minna álag á grunnvexti. Skattafrádráttur komi í stað vaxtabóta og fjármagn til kerfisins verði stóraukið frá því sem nú er. Frádrátturinn miði að því að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði og nýtist lág- og millitekjufólki og þeim sem nýlega hafa keypt húsnæði. Viðmið verði 4 til 5% nafnvextir. Og verði umframkostnaður greiddur niður í formi skattaafsláttar. Setja þarf tekjumörk á skattafrádrátt. Fjármögnun á úrræðinu verði sótt í fjármálakerfið með bankaskatti og öðrum gjöldum. Einnig þarf að skoða vaxtaþak á húsnæðislán eins og þekkst hefur á norðurlöndum. Húsaleigulög verði endurskoðuð Með það að markmiði að stuðla að lækkun verðbólgu og mæta þröngri stöðu leigjenda verði settar tímabundnar takmarkanir á hækkun leigu. Horft verði til sambærilegra aðgerða og gerðar voru í Danmörku. Húsaleigulög verði endurskoðuð? Verðtrygging leigusamninga verði takmörkuð við óhagnaðardrifin leigufélög. Fjárhagslegur stuðningur við Samtök leigjenda verði tryggður. Lagt verði þjónustugjald á alla leigusamninga sem renna til leigjendasamtaka til að standa undir kostnaði við þónustu við leigjendur og þannig stórbæta stöðu þeirra gagnvart leigusölum. Viðráðanlegur húsnæðiskostnaður Ráðist verði í aðgerðir sem miða að því að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði. Horft verði til þess að húsnæðiskostnaður leigjenda fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum. Tryggja þarf að aukinn húsnæðisstuðningur skili sér að öllu leiti til leigjenda en ekki leigusala. Að félög sem rekin eru á samfélagslegum grunni haldi endurgreiðslu vsk á vinnu á framkvæmdatíma. Að ríkið endurskoði kjör/álagningu sína á langtíma fjármögnun til óhagnaðardrifinna leigufélaga Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er átakanlegt að hlusta á kappræður fjölmiðla og fullyrðingar stjórnmálaflokka um húsnæðismál. Þar sem flokkar ýmist fyrra sig ábyrgð eða kenna öðru um það neyðarástand sem hér ríkir í húsnæðismálum. Stjórnmálin bera alla ábyrgð! Í málflutningi Samfylkingarinnar er skuldinni skelt á mikinn kostnað sem sveitarfélögin bera við að brjóta nýtt land og byggja upp hverfi og innviði sem þeim fylgja. Framsókn segir að nóg hafi verið byggt en okkur hafi fjölgað of mikið, og kemur einnig inn á málefni Grindvíkinga í því samhengi. Skellir fram tölum um uppbyggingu síðustu ára sem standast ekki skoðun. Píratar, sem fara með skipulagsmál í Reykjavík, tala um að fólkið eigi að ráða og mikilvægt sé að hlusta. Viðreisn segist hafa heyrt í verktökum og kennir háum vöxtum og verðbólgu um að ekki sé nægilega byggt og vill aðhald í ríkisrekstri, selja bankana og ríkiseignir til að greiða niður skuldir, til að ná niður vöxtum og verðbólgu svo hægt sé að byggja meira. Sjálfstæðisflokkurinn talar um að brjóta þurfi nýtt land til að byggja meira, sem er hin raunverulega lausn. Þetta er sami flokkurinn og stjórnar stærstu sveitarfélögum utan Reykjavíkur, Sveitarfélögum sem selja lóðir hæstbjóðendum eða koma þeim í aðrar hendur en þeirra sem vilja byggja hagkvæmt og láta fólkið njóta ávinnings af því. Svörin. Varðandi fullyrðingu Samfylkingarinnar höfum við sem stýrum húsnæðisfélögum ASÍ og BSRB, Bjargs og Blæ, ítrekað komið fram með hugmyndir og beinar tillögur um fjármögnun innviða í gegnum sérstakan innviðasjóð til að hlífa borginni og öðrum sveitarfélögum við þeim áhrifum sem aukinn kostnaður vegna innnviðauppbyggingar hefur á skuldahlutföll sveitarfélaga. Á okkur er hinsvegar ekki hlustað. Niðurstaðan er að einungis eru byggðar rándýrar íbúðir á þéttingareitum sem venjulegt fólk hefur ekki efni á að kaupa né leigja. Það eru ekki ásættanleg rök fyrir því neyðarástandi sem nú er á húsnæðismarkaði að hafa staðið sig best af þeim sem hafa staðið sig verst. Við höfum AÐEINS byggt tæplega 1.300 hagkvæmar íbúðir nú þegar. Öll okkar verkefni hafa verið á kostnaðar og tímaáætlun sem er fáheyrt í íslenskra byggingarsögu. Væri því ekki nær að treysta okkur fyrir byggingu annara innviða sem undantekningarlaust fara langt fram úr öllum áætlunum? Við höfum einnig kynnt þessar hugmyndir fyrir Pírötum og þeim flokkum sem stjórna borginni og öðrum sveitarfélögum. Það var ekki til marks um að Píratar hlusti á fólkið eftir íbúafund í Grafarvogi þar sem stefnt var að uppbyggingu 600 íbúða í grónu úthverfi. Það er ekki okkar upplifun að Píratar hlusti eða hafi skilning á hrikalegri stöðu eftir viðbrögðin sem við höfum fengið við hugmyndum Bjargs og Blævar að uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði. Sama má segja um Framsókn því það hefur legið fyrir árum saman í hvað stefnir og þótt okkur hafi fjölgað meira en gert var ráð fyrir hefur bygging íbúða ekki haldið í við þörf eða unnið niður uppsafnaða þörf. Við erum að fara í þveröfuga átt því uppbygging íbúða er að dragast saman. Varðandi Grindavíkuráhrifin buðu Bjarg og Blær fram uppbyggingu, óhagnaðardrifið, á 280 (Modular) íbúðum á aðeins 8 mánuðum. Vandað húsnæði sem við höfum byggt og þróað með SG-húsum á Selfossi. Ári eftir að við kynntum þessar hugmyndir fyrir ráðherrum og sveitarfélögum höfum við enn ekki fengið viðbrögð. Við værum búinn að afhenta þessar íbúðir í dag ef á okkur hefði verið hlustað. Til að svara Viðreisn þá höfum við í Bjargi og Blæ byggt tæplega 1.300 hagkvæmar íbúðir. Við höfum á hverjum tíma, frá stofnun, verið með um 200 til 300 íbúðir í byggingu en eru aðeins rúmlega 70 í dag. Ekki vegna hárra vaxta, eða verðbólgu, heldur vegna þess að við fáum ekki byggingarhæfar lóðir. Lóðir á verðum sem gera okkur kleyft að byggja hagkvæmt. Við erum ekki að nýta þá stofnstyrki sem ríkið hefur laggt fram vegna þessa. Og verktakarnir sem eiga lóðir sem hafa gengið kaupum og sölum á markaði selja ekki þær íbúðir lengur sem eru á uppsprengdu verði. Háir vextir og verðbólga hjálpar svo sannarlega ekki til en kemur alls ekki í veg fyrir það að hér sé hægt að byggja. Og byggja hagkvæmt! Sjálfstæðisflokkurinn skilur þennan vanda en er honum treystandi fyrir því að leysa hann án þess að það snúist á endanum um bitlinga til velunnara flokksins eða vildarvina hans, sem virðist vera raunin frekar en hitt þegar við fáum varla fundi eða svör við tölvupóstum sem sendir er til sveitarfélaga undir hans stjórn? Það jákvæða er þó að nokkrir flokkanna hafa tekið inn í stefnu sínar skammtímalausnir sem kynntar voru af verkalýðshreyingunni fyrir sömu flokkum. Lausnir er snúa að skammtímauppbyggingu húsnæðis, takmarkanir á leigu til ferðamanna og aðgerðir til að verja leigjendur. Framsókn er reyndar loksins farin að tala um nýtt húsnæðislánakerfi en það lýtur því miður út fyrir að það sé gert til að ná eyrum kjósenda rétt fyrir kosningar, því hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar um nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd hafa verið baráttumál okkar frá árinu 2012. Lausnir Flokks Fólksins byggja alfarið á vinnu húsnæðisnefndar ASÍ. Lausnin er að allir flokkar sameinist um þessar hugmyndir svo hægt verði að taka á því ófremdar ástandi á húsnæðismarkaði og ömurlegri framtíðarsýn sem við höfum skapað ungu fólki og fjölskyldum með þeirri kyrrstöðu sem stjórmálin hafa alfarið skapað á húsnæðis og lánamarkaði. Lausnirnar eru sem hér segir: Bráðaaðgerðir Til að mæta bráðum skorti á húsnæði verði heimilt að byggja upp tímabundnar húsnæðiseiningar á dýrum þróunarsvæðum. Skammtímaútleiga húsnæðis til ferðamanna verði takmörkuð og regluverk um gististarfsemi í fjölbýlishúsum verði skýrt. Aukið framboð húsnæðis Ríki og sveitarfélög hlutist strax um að stórauka lóðaframboð og brotið verði nýtt land. Horft verði til þess að hraða uppbyggingu Keldnaholts, Blikastaðarlands og Úlfarsárdal en unnt væri að byggja þar um 18.000 íbúðir á næstu árum. Skipaður verði átakshópur um stórfellda uppbyggingu húsnæðis og verkefnisstjórn mynduð til að fylgja eftir og samræma aðgerðir ríkis og sveitarfélaga 35% nýbygginga séu á viðráðanlegu verði þar af 5% félagslegt – þetta verði áréttað Stofnframlög tryggð og stóraukin til að viðhalda og stórauka uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis. Hraðað verði gerð rammasamkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um íbúðaruppbyggingu. Lagaumhverfi byggingasamvinnufélaga verði endurskoðað. Breyta þarf lögum um fjármögnun og reglum og innlausn íbúða byggingasamvinnu félaga. Tryggt verði að skipulagsvinnu verði flýtt og sérstakur átakshópur verði settur á vettvangi sveitarfélaga sem tryggi framgang verkefna og komi í veg fyrir tafir vegna skipulagsmála. Heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga í íbúðahúsnæði verði rýmkaðar í 100% eignarhlut. Uppbygging á eignaíbúðakerfi á félagslegum grunni: Unnið verði að uppbyggingu að nýju eignaíbúðakerfi á félagslegum grunni. Þarf verði horft sérstaklega til norska félagsins OBOS. Félagsaðild - íbúðir á viðráðanlegra verði Val um eign að fullu eða 50-90% eignahlutur – hlutdeildareign/leiga Forkaupsréttur á húsnæðinu með skilyrðum Aðkoma lífeyrissjóða er æskileg Enn frekari útvíkkun hlutdeildarlána að skoskri fyrirmynd Nýtt húsnæðislánakerfi á Íslandi Markmiðið verði að bjóða upp á hagstæð húsnæðislán þar sem fyrirsjáanleiki og sveigjanleiki lántaka er tryggður. Fjármögnun kerfisins verði þannig að álag á grunnvexti verði sem lægst og gagnsætt. Stefnt að því að taka upp húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. Með danska kerfinu er hægt að taka óverðtryggð lán með föstum vöxtum til allt að 30 ára Gegnsæi í verðlagningu þannig að lánveitendum verði skylt að birta álag á lánum frá grunnvöxtum eins og það er þegar lánveiting á sér stað. Megin veðsetningarhlutfall verði 80% í stað 70% þannig er hægt að lækka lánakjör á viðbótarlánum. Samhliða verði óheimilt að veita verðtryggð lán til neytenda. Fjármögnun íbúðalánakerfisins verði í gegnum sértryggða stóra skuldabréfaflokka þar sem margir lánveitendur geta selt lán inn í flokkana. Með því er tryggt meira framboð sem tryggir dýpri markað sem ætti að tryggja minna álag á grunnvexti. Skattafrádráttur komi í stað vaxtabóta og fjármagn til kerfisins verði stóraukið frá því sem nú er. Frádrátturinn miði að því að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði og nýtist lág- og millitekjufólki og þeim sem nýlega hafa keypt húsnæði. Viðmið verði 4 til 5% nafnvextir. Og verði umframkostnaður greiddur niður í formi skattaafsláttar. Setja þarf tekjumörk á skattafrádrátt. Fjármögnun á úrræðinu verði sótt í fjármálakerfið með bankaskatti og öðrum gjöldum. Einnig þarf að skoða vaxtaþak á húsnæðislán eins og þekkst hefur á norðurlöndum. Húsaleigulög verði endurskoðuð Með það að markmiði að stuðla að lækkun verðbólgu og mæta þröngri stöðu leigjenda verði settar tímabundnar takmarkanir á hækkun leigu. Horft verði til sambærilegra aðgerða og gerðar voru í Danmörku. Húsaleigulög verði endurskoðuð? Verðtrygging leigusamninga verði takmörkuð við óhagnaðardrifin leigufélög. Fjárhagslegur stuðningur við Samtök leigjenda verði tryggður. Lagt verði þjónustugjald á alla leigusamninga sem renna til leigjendasamtaka til að standa undir kostnaði við þónustu við leigjendur og þannig stórbæta stöðu þeirra gagnvart leigusölum. Viðráðanlegur húsnæðiskostnaður Ráðist verði í aðgerðir sem miða að því að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði. Horft verði til þess að húsnæðiskostnaður leigjenda fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum. Tryggja þarf að aukinn húsnæðisstuðningur skili sér að öllu leiti til leigjenda en ekki leigusala. Að félög sem rekin eru á samfélagslegum grunni haldi endurgreiðslu vsk á vinnu á framkvæmdatíma. Að ríkið endurskoði kjör/álagningu sína á langtíma fjármögnun til óhagnaðardrifinna leigufélaga Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar