Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar 29. nóvember 2024 13:50 Markaðsmiðlun fjölmiðla á Íslandi færist alltaf í aukana og frá falli flokksblaðanna hefur markaðurinn harðnað. Með tilkomu Internetsins hefur hraði fréttaflutnings aukist og fréttaflutningur þá flust yfir í mýkri fréttir. En það er ekki við fjölmiðlana eina að sakast heldur líka við neytendan. Þeir velja að lesa frekar mýkri fréttir heldur en endilega vandaða og ítarlega fréttaskýringu. Það er vitað að fjölmiðlar á Íslandi standa höllum fæti og hafa gert í mörg ár. Staðan er erfið og frá árinu 2023 hefur fjölmiðlum fækkað. Þá helst að nefna gjaldþrot N4 og Fréttablaðsins og svo sameining Kjarnans og Stundarinnar. Verður þetta að teljast neikvæð þróun á markaði ef fjölmiðlar eru að sligast í núverandi rekstrarumhverfi. Í aðdraganda kosninganna tók Sahara saman hversu miklum fjárhæðum flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis verja í auglýsingar á samfélagsmiðlum, þá helst Meta (Facebook og Instagram). Þann 25 nóvember voru stjórnmálaflokkarnir búnir að eyða yfir átján milljónum í auglýsingar á Facebook og Instagram. Ég er ekki með tölur hversu miklum fjárhæðum flokkarnir eru að nota í auglýsingar til íslenskra fjölmiðla eða til Google. Það stingur aðeins að sjá þessa peninga fara úr landi en peningar sem að fara í þessar auglýsingar eru peningar frá ríkinu til stjórnmálaflokkana, styrktaraðila og/eða hinum almenna borgara sem að styrkir sinn flokk Ég er mikill talsmaður ríkisstyrkja til fjölmiðla og í upphafi árs 2023 skrifaði ég grein í Kjarnan þar sem ég kallaði eftir skattlagningu á erlenda samfélagsmiðla, ég er enn á þeirri skoðun. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar á íslenskum auglýsingamarkaði, þá var tíu prósent samdráttur í auglýsingakaupum í íslenskum miðlum. Sala á auglýsingum á síðasta ári nam 26,4 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru 13 milljarðar sem fara í sölu auglýsinga á samfélagsmiðlum, eða 49% allra auglýsinga í landinu. Þessi prósentu tala er svipuð og á hinum Norðurlöndunum en hún er hærri í Svíþjóð þar sem hún nær 60 prósentum. Ný ríkisstjórn gæti séð sér leik á borði og skattlagt erlenda samfélagsmiðla. Gefið að skattlagning erlendra samfélagsmiðla yrði 22% þá myndi það miða við auglýsingasölu árið 2023 skila rúmum þremur milljörðum í kassa ríkisins sem væri hægt að að nota til að efla Fjölmiðlanefnd og jafnvel innlendan fjölmiðlamarkað. Það gæti reynst erfitt fyrir litla Íslands að standa eitt á móti tæknirisum á borð við Google og Meta. Mín hugmynd væri sú að taka slaginn með Norðurlöndunum. Sama vandamál er þar upp á borði og með sameiginlegu framtaki norrænna þjóða gæti það haft þau áhrif sem að sóst er eftir og mögulega gætu fleiri lönd hoppað á “skattleggjum samfélagsmiðla” vagninn. Það er mikilvægt að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað, rekstrarumhverfið er erfitt og á síðustu árum hefur fjölmiðlum á Íslandi fækkað. Það eru öll viðvörunarljós blikkandi og ríkið þarf að koma betur til móts við fjölmiðla, enda gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræði samfélagsins. Höfundur er fjölmiðla- og boðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Markaðsmiðlun fjölmiðla á Íslandi færist alltaf í aukana og frá falli flokksblaðanna hefur markaðurinn harðnað. Með tilkomu Internetsins hefur hraði fréttaflutnings aukist og fréttaflutningur þá flust yfir í mýkri fréttir. En það er ekki við fjölmiðlana eina að sakast heldur líka við neytendan. Þeir velja að lesa frekar mýkri fréttir heldur en endilega vandaða og ítarlega fréttaskýringu. Það er vitað að fjölmiðlar á Íslandi standa höllum fæti og hafa gert í mörg ár. Staðan er erfið og frá árinu 2023 hefur fjölmiðlum fækkað. Þá helst að nefna gjaldþrot N4 og Fréttablaðsins og svo sameining Kjarnans og Stundarinnar. Verður þetta að teljast neikvæð þróun á markaði ef fjölmiðlar eru að sligast í núverandi rekstrarumhverfi. Í aðdraganda kosninganna tók Sahara saman hversu miklum fjárhæðum flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis verja í auglýsingar á samfélagsmiðlum, þá helst Meta (Facebook og Instagram). Þann 25 nóvember voru stjórnmálaflokkarnir búnir að eyða yfir átján milljónum í auglýsingar á Facebook og Instagram. Ég er ekki með tölur hversu miklum fjárhæðum flokkarnir eru að nota í auglýsingar til íslenskra fjölmiðla eða til Google. Það stingur aðeins að sjá þessa peninga fara úr landi en peningar sem að fara í þessar auglýsingar eru peningar frá ríkinu til stjórnmálaflokkana, styrktaraðila og/eða hinum almenna borgara sem að styrkir sinn flokk Ég er mikill talsmaður ríkisstyrkja til fjölmiðla og í upphafi árs 2023 skrifaði ég grein í Kjarnan þar sem ég kallaði eftir skattlagningu á erlenda samfélagsmiðla, ég er enn á þeirri skoðun. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar á íslenskum auglýsingamarkaði, þá var tíu prósent samdráttur í auglýsingakaupum í íslenskum miðlum. Sala á auglýsingum á síðasta ári nam 26,4 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru 13 milljarðar sem fara í sölu auglýsinga á samfélagsmiðlum, eða 49% allra auglýsinga í landinu. Þessi prósentu tala er svipuð og á hinum Norðurlöndunum en hún er hærri í Svíþjóð þar sem hún nær 60 prósentum. Ný ríkisstjórn gæti séð sér leik á borði og skattlagt erlenda samfélagsmiðla. Gefið að skattlagning erlendra samfélagsmiðla yrði 22% þá myndi það miða við auglýsingasölu árið 2023 skila rúmum þremur milljörðum í kassa ríkisins sem væri hægt að að nota til að efla Fjölmiðlanefnd og jafnvel innlendan fjölmiðlamarkað. Það gæti reynst erfitt fyrir litla Íslands að standa eitt á móti tæknirisum á borð við Google og Meta. Mín hugmynd væri sú að taka slaginn með Norðurlöndunum. Sama vandamál er þar upp á borði og með sameiginlegu framtaki norrænna þjóða gæti það haft þau áhrif sem að sóst er eftir og mögulega gætu fleiri lönd hoppað á “skattleggjum samfélagsmiðla” vagninn. Það er mikilvægt að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað, rekstrarumhverfið er erfitt og á síðustu árum hefur fjölmiðlum á Íslandi fækkað. Það eru öll viðvörunarljós blikkandi og ríkið þarf að koma betur til móts við fjölmiðla, enda gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræði samfélagsins. Höfundur er fjölmiðla- og boðskiptafræðingur
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun