Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar 29. nóvember 2024 13:50 Markaðsmiðlun fjölmiðla á Íslandi færist alltaf í aukana og frá falli flokksblaðanna hefur markaðurinn harðnað. Með tilkomu Internetsins hefur hraði fréttaflutnings aukist og fréttaflutningur þá flust yfir í mýkri fréttir. En það er ekki við fjölmiðlana eina að sakast heldur líka við neytendan. Þeir velja að lesa frekar mýkri fréttir heldur en endilega vandaða og ítarlega fréttaskýringu. Það er vitað að fjölmiðlar á Íslandi standa höllum fæti og hafa gert í mörg ár. Staðan er erfið og frá árinu 2023 hefur fjölmiðlum fækkað. Þá helst að nefna gjaldþrot N4 og Fréttablaðsins og svo sameining Kjarnans og Stundarinnar. Verður þetta að teljast neikvæð þróun á markaði ef fjölmiðlar eru að sligast í núverandi rekstrarumhverfi. Í aðdraganda kosninganna tók Sahara saman hversu miklum fjárhæðum flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis verja í auglýsingar á samfélagsmiðlum, þá helst Meta (Facebook og Instagram). Þann 25 nóvember voru stjórnmálaflokkarnir búnir að eyða yfir átján milljónum í auglýsingar á Facebook og Instagram. Ég er ekki með tölur hversu miklum fjárhæðum flokkarnir eru að nota í auglýsingar til íslenskra fjölmiðla eða til Google. Það stingur aðeins að sjá þessa peninga fara úr landi en peningar sem að fara í þessar auglýsingar eru peningar frá ríkinu til stjórnmálaflokkana, styrktaraðila og/eða hinum almenna borgara sem að styrkir sinn flokk Ég er mikill talsmaður ríkisstyrkja til fjölmiðla og í upphafi árs 2023 skrifaði ég grein í Kjarnan þar sem ég kallaði eftir skattlagningu á erlenda samfélagsmiðla, ég er enn á þeirri skoðun. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar á íslenskum auglýsingamarkaði, þá var tíu prósent samdráttur í auglýsingakaupum í íslenskum miðlum. Sala á auglýsingum á síðasta ári nam 26,4 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru 13 milljarðar sem fara í sölu auglýsinga á samfélagsmiðlum, eða 49% allra auglýsinga í landinu. Þessi prósentu tala er svipuð og á hinum Norðurlöndunum en hún er hærri í Svíþjóð þar sem hún nær 60 prósentum. Ný ríkisstjórn gæti séð sér leik á borði og skattlagt erlenda samfélagsmiðla. Gefið að skattlagning erlendra samfélagsmiðla yrði 22% þá myndi það miða við auglýsingasölu árið 2023 skila rúmum þremur milljörðum í kassa ríkisins sem væri hægt að að nota til að efla Fjölmiðlanefnd og jafnvel innlendan fjölmiðlamarkað. Það gæti reynst erfitt fyrir litla Íslands að standa eitt á móti tæknirisum á borð við Google og Meta. Mín hugmynd væri sú að taka slaginn með Norðurlöndunum. Sama vandamál er þar upp á borði og með sameiginlegu framtaki norrænna þjóða gæti það haft þau áhrif sem að sóst er eftir og mögulega gætu fleiri lönd hoppað á “skattleggjum samfélagsmiðla” vagninn. Það er mikilvægt að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað, rekstrarumhverfið er erfitt og á síðustu árum hefur fjölmiðlum á Íslandi fækkað. Það eru öll viðvörunarljós blikkandi og ríkið þarf að koma betur til móts við fjölmiðla, enda gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræði samfélagsins. Höfundur er fjölmiðla- og boðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Markaðsmiðlun fjölmiðla á Íslandi færist alltaf í aukana og frá falli flokksblaðanna hefur markaðurinn harðnað. Með tilkomu Internetsins hefur hraði fréttaflutnings aukist og fréttaflutningur þá flust yfir í mýkri fréttir. En það er ekki við fjölmiðlana eina að sakast heldur líka við neytendan. Þeir velja að lesa frekar mýkri fréttir heldur en endilega vandaða og ítarlega fréttaskýringu. Það er vitað að fjölmiðlar á Íslandi standa höllum fæti og hafa gert í mörg ár. Staðan er erfið og frá árinu 2023 hefur fjölmiðlum fækkað. Þá helst að nefna gjaldþrot N4 og Fréttablaðsins og svo sameining Kjarnans og Stundarinnar. Verður þetta að teljast neikvæð þróun á markaði ef fjölmiðlar eru að sligast í núverandi rekstrarumhverfi. Í aðdraganda kosninganna tók Sahara saman hversu miklum fjárhæðum flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis verja í auglýsingar á samfélagsmiðlum, þá helst Meta (Facebook og Instagram). Þann 25 nóvember voru stjórnmálaflokkarnir búnir að eyða yfir átján milljónum í auglýsingar á Facebook og Instagram. Ég er ekki með tölur hversu miklum fjárhæðum flokkarnir eru að nota í auglýsingar til íslenskra fjölmiðla eða til Google. Það stingur aðeins að sjá þessa peninga fara úr landi en peningar sem að fara í þessar auglýsingar eru peningar frá ríkinu til stjórnmálaflokkana, styrktaraðila og/eða hinum almenna borgara sem að styrkir sinn flokk Ég er mikill talsmaður ríkisstyrkja til fjölmiðla og í upphafi árs 2023 skrifaði ég grein í Kjarnan þar sem ég kallaði eftir skattlagningu á erlenda samfélagsmiðla, ég er enn á þeirri skoðun. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar á íslenskum auglýsingamarkaði, þá var tíu prósent samdráttur í auglýsingakaupum í íslenskum miðlum. Sala á auglýsingum á síðasta ári nam 26,4 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru 13 milljarðar sem fara í sölu auglýsinga á samfélagsmiðlum, eða 49% allra auglýsinga í landinu. Þessi prósentu tala er svipuð og á hinum Norðurlöndunum en hún er hærri í Svíþjóð þar sem hún nær 60 prósentum. Ný ríkisstjórn gæti séð sér leik á borði og skattlagt erlenda samfélagsmiðla. Gefið að skattlagning erlendra samfélagsmiðla yrði 22% þá myndi það miða við auglýsingasölu árið 2023 skila rúmum þremur milljörðum í kassa ríkisins sem væri hægt að að nota til að efla Fjölmiðlanefnd og jafnvel innlendan fjölmiðlamarkað. Það gæti reynst erfitt fyrir litla Íslands að standa eitt á móti tæknirisum á borð við Google og Meta. Mín hugmynd væri sú að taka slaginn með Norðurlöndunum. Sama vandamál er þar upp á borði og með sameiginlegu framtaki norrænna þjóða gæti það haft þau áhrif sem að sóst er eftir og mögulega gætu fleiri lönd hoppað á “skattleggjum samfélagsmiðla” vagninn. Það er mikilvægt að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað, rekstrarumhverfið er erfitt og á síðustu árum hefur fjölmiðlum á Íslandi fækkað. Það eru öll viðvörunarljós blikkandi og ríkið þarf að koma betur til móts við fjölmiðla, enda gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræði samfélagsins. Höfundur er fjölmiðla- og boðskiptafræðingur
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun