Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. nóvember 2024 13:02 Lando Norris og Max Verstappen gantast. getty/Lars Baron Lando Norris segir að Max Verstappen ætti að byrja með uppistand eftir að hann sagði að hann hefði getað unnið heimsmeistaratitilinn í Formúlu í McLaren bíl Norris. Verstappen tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í Las Vegas um síðustu helgi. Hollendingurinn ekur fyrir Red Bull en telur að McLaren hafi verið með hraðasta bílinn á tímabilinu og hann hefði verið fljótari að vinna heimsmeistaratitilinn ef hann hefði ekið fyrir McLaren. Norris gefur ekki mikið fyrir þá skoðun Verstappens. „Hann getur sagt það sem hann vill. Auðvitað er ég algjörlega ósammála. Hann er góður en þetta er ekki satt. Hann ætti að byrja með uppistand. Ég veit hvers megnugur Max er og hrífst af sjálfstrausti hans en þetta er ekki möguleiki,“ sagði Norris. Hann viðurkennir samt að McLaren hafi verið með hraðari bíl megnið af tímabilinu, allavega eftir því sem á það leið. Norris segist hafa gert of mörg mistök til að geta unnið heimsmeistaratitilinn. „Meirihluta tímabilsins vorum við með betri bíl en Red Bull en þegar ég vann var hann annar eða þriðji. Þegar hann vann var ég fimmti eða sjötti,“ sagði Norris. „Ég tel ekki að við hefðum getað unnið eða átt skilið að vinna titilinn en í fyrsta sinn á ferlinum fer ég inn í tímabil og trúi því að ég geti barist um að verða meistari. Við bjuggumst ekki við því í ár.“ McLaren er með 24 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða. McLaren hefur ekki unnið hana síðan 1998. Næstsíðasta keppni tímabilsins fer fram í Katar um helgina. Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Verstappen tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í Las Vegas um síðustu helgi. Hollendingurinn ekur fyrir Red Bull en telur að McLaren hafi verið með hraðasta bílinn á tímabilinu og hann hefði verið fljótari að vinna heimsmeistaratitilinn ef hann hefði ekið fyrir McLaren. Norris gefur ekki mikið fyrir þá skoðun Verstappens. „Hann getur sagt það sem hann vill. Auðvitað er ég algjörlega ósammála. Hann er góður en þetta er ekki satt. Hann ætti að byrja með uppistand. Ég veit hvers megnugur Max er og hrífst af sjálfstrausti hans en þetta er ekki möguleiki,“ sagði Norris. Hann viðurkennir samt að McLaren hafi verið með hraðari bíl megnið af tímabilinu, allavega eftir því sem á það leið. Norris segist hafa gert of mörg mistök til að geta unnið heimsmeistaratitilinn. „Meirihluta tímabilsins vorum við með betri bíl en Red Bull en þegar ég vann var hann annar eða þriðji. Þegar hann vann var ég fimmti eða sjötti,“ sagði Norris. „Ég tel ekki að við hefðum getað unnið eða átt skilið að vinna titilinn en í fyrsta sinn á ferlinum fer ég inn í tímabil og trúi því að ég geti barist um að verða meistari. Við bjuggumst ekki við því í ár.“ McLaren er með 24 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða. McLaren hefur ekki unnið hana síðan 1998. Næstsíðasta keppni tímabilsins fer fram í Katar um helgina.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira