Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar 29. nóvember 2024 06:02 Kristrún Frostadóttir hefur í sinni valdatíð umturnað stefnumálum Samfylkingarinnar. Þessar miklu breytingar, þar sem ESB, Evru, hvalavernd og svo mildi í mannúðarmálum, gagnvart flóttafólki, er varpað fyrir róða, og lítið gert með umhverfismál, græn mál, dýra-, náttúru- og umhverfisvernd - sem allir sannir jafnaðarmannaflokkar gera mikið með og styðja heilshugar - uppstokkun auðlindamála og nýja stjórnarskrá, en gulli og grænum skógum lofað í heilbriðgismálum, húsnæðismálum og samgöngumálum, er undrunar- og áhyggjuefni. Stjórnmálegur þroski og aðferðafræði spurning Heilbrigðis-, húsnæðis- og samgöngumál eru allt málaflokkar stórfelldra útgjalda. Kristrún, gerir enga fullnægjandi grein fyrir því, hvaðan féð á að koma. Segja má, að sú stefna, sem Kristrún hefur innleitt í Samfylkinguna, beri mikinn keim af stefnu Framsóknar, reyndar af stefnu hinna flokkanna um nefnda málaflokka líka, og er af og frá, að Kristrún geti eignað sér þá stefnu, eða, að sérstök ástæða sé til að styja hana, Nýju Samfylkinguna, út á hana. Kristrún er sízt trúverðugri í þessum málum, en hinir flokkarnir, og þá sérstaklega ekki eftir að hún kom til dyranna, eins og hún er klædd, í máli félaga síns, Dags B., en eftir það er staða Kristrúnar, með tilliti til heilinda og trúverðugleika, hjá mér ekki upp á marga fiska. Málefni Þórðar Snæs eru heldur ekki vitnisburður um, að Kristrún búi yfir mikill þekkingu eða reynslu, stjórnmálalegum þroska. Þeim, sem ekki eru nógu vel að sér, hættir til að verða kýldir í magann. Kristrún er, sem sagt, á fullu í því, að skipta kökunni, lofa upp í ermina á sér, án þess að gera mikið með það, hvernig tryggja má stærsta mögulega og bezta mögulega köku. Stærð kökunnar auðvitað mál nr. 1 Til að skapa velferð, þarf fyrst að skapa þannig ramma um efnahagsmálin, að atvinnulífið megi vaxa og dafna. Aukin verðmætasköpun, eða útgjaldalækkun, sem ekki bitnar á velferð, t.a.m. vaxtalækkun, er forsenda aukinnar velsældar. Af útgjaldalækkun þarf heldur ekki að borga skatta. Eftir því, sem þetta er betur gert, verður kakan, sem til skiptanna kemur, stærri. Meira í hvers hlut, hærra framlag til hvers þáttar velferðarsamfélagsins. Þetta er auðvitað mál nr. 1. Þetta virðist Kristrún ekki skilja. Þýðingarmestu efnahagsmál okkar tíma - Evrópumálin, fyrst framhald samninga við ESB um mögulega aðild. Fyrir öðrum flokkum, sem telja sig jafnaðarmannaflokk, er Evrópusamstarfið grunnpunktur. Hér talar Kristrún um, að það vilji hún ekki, því það muni kljúfa þjóðina. Vitaskuld stenzt það ekki. Hvernig gætu slíkar þreifingar og samningaumleitanir klofið þjóðina? Klufu forsetakosningarnar þjóðina? Mismunandi skoðanir og stefnur eru auðvitað líka bara lýðræðið í hnotskurn. - Upptaka Evru, sem þá fyrst kæmi þó til greina, ef/þegar góðir samningar hafa náðst við ESB og meirihluti væri fyrir aðild. Evran myndi færa stöðugleika inn í íslenzkt efnahagslíf, stórlækka vexti og tilkostnað, ekki bara fyrir ríkið, heldur líka fyrir fyrirtæki og allan almenning, og, það, sem afar mikilvægt væri, afgerandi, laða að erlenda fjárfestingu og fyrirtæki; stórskerpa á samkeppni banka og verzlunar- og þjónustufyrirtækja – hvernig litist mönnum á, að fá hér inn t.a.m. Aldi og Lidl – en það myndi færa niður verðlag og auka kaupmátt, án launahækkana. - Auðlindamálin, aukin hlutdeild þjóðarinnar í þeim mikla arði, sem verður til í sjávarútvegi, t.a.m. með umtalsverðu auðlindagjaldi á hagnað, að greiddum sköttum, eins og Norðmenn beita á laxeldisfyrirtæki, fyrir afnot af hafi og strönd; sameign þjóðarinnar. Með þessi stórmál gerir Kristrún lítið eða ekkert. Hvernig meta helztu efnahagssérfræðingar okkar stöðu? IMD í Sviss, er talinn einn hæfasti háskóli heims á sviði efnahagsmála. Hann hefur um árabil framkvæmt úttekt á samkeppnishæfni 63 þjóða. Háskólinn skilgreinir samkeppnishæfi með tilliti til fjögurra þátta: Efnahagsleg frammistaða Skilvirkni hins opinbera Skilvirkni atvinnulífsins Staða samfélagslegra innviða. Fyrir 2022 er Danmörk í heildina tekið nr. 1, Sviss nr. 2, Singapúr nr. 3, Svíþjóð nr. 4 og svo koma Finnland og Noregur í 8. og 9. sæti. Ísland í 16. sæti. Það, sem dregur Ísland stórlega niður, er „efnahagsleg frammistaða“. Fyrsti og þýðingarmesti þátturinn, því efnahagslegar framfarir eru forsenda aukinnar velferðar. Þar er Ísland aftast á merinni, í 56. sæti. Ræður þar mestu um, að erlend fjárfesting og alþjóðaviðskipti eru hér í lágmarki. Hlutfall erlendra fjárfesta í kauphöllinni var fyrir par árum aðeins 5%. Á hverju strandar svo erlend fjárfesting? Svarið er einfalt: Fyrst og fremst á íslenzku krónunni. Allir þekkja sögu gengissviptinga, gengisfellinga og gjaldeyrishafta krónunnar. Það er synd, að Kristrún, vel menntaður hagfræðingur og banka- og efnahags sérfræðingur, sem vill verða leiðandi stjórnmálamaður hér, skuli ekki sjá og skilja, að ESB og Evran gætu tryggt okkur meiri aukningu velferðar, en allar aðrar leiðir. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kristrún Frostadóttir hefur í sinni valdatíð umturnað stefnumálum Samfylkingarinnar. Þessar miklu breytingar, þar sem ESB, Evru, hvalavernd og svo mildi í mannúðarmálum, gagnvart flóttafólki, er varpað fyrir róða, og lítið gert með umhverfismál, græn mál, dýra-, náttúru- og umhverfisvernd - sem allir sannir jafnaðarmannaflokkar gera mikið með og styðja heilshugar - uppstokkun auðlindamála og nýja stjórnarskrá, en gulli og grænum skógum lofað í heilbriðgismálum, húsnæðismálum og samgöngumálum, er undrunar- og áhyggjuefni. Stjórnmálegur þroski og aðferðafræði spurning Heilbrigðis-, húsnæðis- og samgöngumál eru allt málaflokkar stórfelldra útgjalda. Kristrún, gerir enga fullnægjandi grein fyrir því, hvaðan féð á að koma. Segja má, að sú stefna, sem Kristrún hefur innleitt í Samfylkinguna, beri mikinn keim af stefnu Framsóknar, reyndar af stefnu hinna flokkanna um nefnda málaflokka líka, og er af og frá, að Kristrún geti eignað sér þá stefnu, eða, að sérstök ástæða sé til að styja hana, Nýju Samfylkinguna, út á hana. Kristrún er sízt trúverðugri í þessum málum, en hinir flokkarnir, og þá sérstaklega ekki eftir að hún kom til dyranna, eins og hún er klædd, í máli félaga síns, Dags B., en eftir það er staða Kristrúnar, með tilliti til heilinda og trúverðugleika, hjá mér ekki upp á marga fiska. Málefni Þórðar Snæs eru heldur ekki vitnisburður um, að Kristrún búi yfir mikill þekkingu eða reynslu, stjórnmálalegum þroska. Þeim, sem ekki eru nógu vel að sér, hættir til að verða kýldir í magann. Kristrún er, sem sagt, á fullu í því, að skipta kökunni, lofa upp í ermina á sér, án þess að gera mikið með það, hvernig tryggja má stærsta mögulega og bezta mögulega köku. Stærð kökunnar auðvitað mál nr. 1 Til að skapa velferð, þarf fyrst að skapa þannig ramma um efnahagsmálin, að atvinnulífið megi vaxa og dafna. Aukin verðmætasköpun, eða útgjaldalækkun, sem ekki bitnar á velferð, t.a.m. vaxtalækkun, er forsenda aukinnar velsældar. Af útgjaldalækkun þarf heldur ekki að borga skatta. Eftir því, sem þetta er betur gert, verður kakan, sem til skiptanna kemur, stærri. Meira í hvers hlut, hærra framlag til hvers þáttar velferðarsamfélagsins. Þetta er auðvitað mál nr. 1. Þetta virðist Kristrún ekki skilja. Þýðingarmestu efnahagsmál okkar tíma - Evrópumálin, fyrst framhald samninga við ESB um mögulega aðild. Fyrir öðrum flokkum, sem telja sig jafnaðarmannaflokk, er Evrópusamstarfið grunnpunktur. Hér talar Kristrún um, að það vilji hún ekki, því það muni kljúfa þjóðina. Vitaskuld stenzt það ekki. Hvernig gætu slíkar þreifingar og samningaumleitanir klofið þjóðina? Klufu forsetakosningarnar þjóðina? Mismunandi skoðanir og stefnur eru auðvitað líka bara lýðræðið í hnotskurn. - Upptaka Evru, sem þá fyrst kæmi þó til greina, ef/þegar góðir samningar hafa náðst við ESB og meirihluti væri fyrir aðild. Evran myndi færa stöðugleika inn í íslenzkt efnahagslíf, stórlækka vexti og tilkostnað, ekki bara fyrir ríkið, heldur líka fyrir fyrirtæki og allan almenning, og, það, sem afar mikilvægt væri, afgerandi, laða að erlenda fjárfestingu og fyrirtæki; stórskerpa á samkeppni banka og verzlunar- og þjónustufyrirtækja – hvernig litist mönnum á, að fá hér inn t.a.m. Aldi og Lidl – en það myndi færa niður verðlag og auka kaupmátt, án launahækkana. - Auðlindamálin, aukin hlutdeild þjóðarinnar í þeim mikla arði, sem verður til í sjávarútvegi, t.a.m. með umtalsverðu auðlindagjaldi á hagnað, að greiddum sköttum, eins og Norðmenn beita á laxeldisfyrirtæki, fyrir afnot af hafi og strönd; sameign þjóðarinnar. Með þessi stórmál gerir Kristrún lítið eða ekkert. Hvernig meta helztu efnahagssérfræðingar okkar stöðu? IMD í Sviss, er talinn einn hæfasti háskóli heims á sviði efnahagsmála. Hann hefur um árabil framkvæmt úttekt á samkeppnishæfni 63 þjóða. Háskólinn skilgreinir samkeppnishæfi með tilliti til fjögurra þátta: Efnahagsleg frammistaða Skilvirkni hins opinbera Skilvirkni atvinnulífsins Staða samfélagslegra innviða. Fyrir 2022 er Danmörk í heildina tekið nr. 1, Sviss nr. 2, Singapúr nr. 3, Svíþjóð nr. 4 og svo koma Finnland og Noregur í 8. og 9. sæti. Ísland í 16. sæti. Það, sem dregur Ísland stórlega niður, er „efnahagsleg frammistaða“. Fyrsti og þýðingarmesti þátturinn, því efnahagslegar framfarir eru forsenda aukinnar velferðar. Þar er Ísland aftast á merinni, í 56. sæti. Ræður þar mestu um, að erlend fjárfesting og alþjóðaviðskipti eru hér í lágmarki. Hlutfall erlendra fjárfesta í kauphöllinni var fyrir par árum aðeins 5%. Á hverju strandar svo erlend fjárfesting? Svarið er einfalt: Fyrst og fremst á íslenzku krónunni. Allir þekkja sögu gengissviptinga, gengisfellinga og gjaldeyrishafta krónunnar. Það er synd, að Kristrún, vel menntaður hagfræðingur og banka- og efnahags sérfræðingur, sem vill verða leiðandi stjórnmálamaður hér, skuli ekki sjá og skilja, að ESB og Evran gætu tryggt okkur meiri aukningu velferðar, en allar aðrar leiðir. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun